<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, nóvember 30, 2003

Nú fær maður aldrei nóg...

Rosalega eru textarnir hennar Eivarar góðir. Hér er einn svaka flottur:

Hjarta mitt

Augu mín sukku í djúpin í kvöld
og hjarta mitt brann eins og eldur.
Og þó að nóttin væri ísköld
þá yljuðu þínar heitu hendur.
Nei, aldrei ég gleyma mun augunum þeim
og andlitið yndislegt, blítt.
En hefði ég ekki í nótt farið heim
þá ættir þú núna hjarta mitt.


Har heiti eldur brann...

Núna er maður búinn að vera að menningast svo mikið eitthvað. Fór á opnunarhátíð íslenska sendiráðsins á Norðurbryggjunni. Þar var svona íslensk/færeysk/Grænlensk menningarhátíð. Listasýningar, tónleikar og alls konar gjörningar. Gjörningarnir meikuðu nú svona mismkikið sense en þetta var alveg rosa áhugavert. Ég fór á tónleika með Eivör Pálsdóttur. Vá!!!! Hún syngur guðdómlega. Keypti mér svo disk með henni sem heitir Krákan. Ofboðslega fallegur diskur. Komst svo að því áðan að mamma og pabbi eru lí­ka búin að kaupa hann og eru að hlusta á hann núna, eins og ég :). Þar fór sú jólagjafahugmynd.
Dagurinn í gær var mjög góður semsagt. Hékk með færeyingum allan daginn. Hersteinn vinur minn þekkir svo mikið af þeim. Færeyska er rosalega fallegt tungumál finnst mér Lí­kist í­slenskunni í­ skrift en ekki svo mikið í­ tali myndi ég segja. Ekki nema einstaka orð.
Svo var innflutningspartýið þarna á föstudaginn. Rosa vel heppnað og það kom alveg fullt fullt af fólki. Ég fékk tvær rósir í potti, rauðvín og kapal til að tengja tölvuna mína í græjurnar. Voða sniðugt. Svo græddi ég svona lí­ka rosalega á pantinu ;). Fór á pönnukökuveitingahús og keypti mér crépes og kaffi fyrir peningana. mmmmmm.... Ég var líka eitthvað svo rosalega ástfangin af Kaupmannahöfn í gær. Það var svona fallega drungaleg þoka yfir öllu fyrri hluta dags og hún læddist svona inná milli húsanna og minnti á England á tímum iðnbyltingarinnar. Maður beið bara eftir að sjá hestvagn keyra fram hjá og par í svaka múnderingum stíga út ;). Mér fannst húsin eitthvað svo stórfengleg lí­ka. Það mætti halda að ég hafi verið að labba þarna um í­ fyrsta skipti.
Gleymdi að segja frá því um daginn að ég fór á julefrokost í­ Jónshúsi á föstudeginum fyrir viku. Það var í­slendingafélag DTU (Danmarks Tekniske Universitet) sem stóð fyrir því­.
Nú held ég að fréttirnar séu ekki fleiri í bili.

Lifið heil dúllurnar mínar.... 18 dagar í heimkomu :)

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Og þá var kátt í höllinni, höllinni, höllinni!!!

Framhaldssagan um hana Sirrý heldur áfram. Hún spurði Martein hvort hún mætti vera fram að jólum í Taarnby en hann virtist ekkert hrifin af því. Þá ákvað hún að reyna að fá að búa með Mette sem er fyrrverandi kærasta Hauks vinar hennar. Það gekk með smá erfiðleikum. Það var víst einhver önnur stelpa búin að fá þá íbúð en svo breyttist það. Þannig að sagan endar hér. Ég bý semsagt útá Österbro núna með Mette. Íbúðin er æðisleg. Herbergið mitt er ýkt kósý með bogagluggum og riiisastóru rúmi. Ég þurfti að troða mínu eigin rúmi undir stóra rúmið því það var hvergi annarstaðar pláss fyrir það. Stofan er rúmgóð og þægileg og eldhúsið er svaka flott. Svo rúsínan í pylsuendanum.... það er hiti í gólfinu inná baði. Baðið er líka það þægilega stórt og með hillum að ég get geymt allt snyrtidótið mitt þar inni. Haldið að það sé munur ;). Þetta er svona að öllu leyti miklu stelpulegri íbúð.
Ég ætla svo að halda innflutningspartý á föstudaginn og það eru allir velkomnir :).
Ólöf sem var með mér í Hússtjórnaskólanum á Hallormsstað hjálpaði mér að flytja um helgina og á hún skilið miklar þakkir fyrir það. Ég veit ekki alveg hvar ég hefði endað ef hún hefði ekki verið til staðar þessi elska. Hún er hinn sterki íslendingur (híhí) skrúandi allan daginn fram og til baka.
Svo hitti ég Guðrúnu og Beggó (systir mömmu og maðurinn hennar fyrir þá sem ekki vita) á sunnudaginn. Þau voru svo sæt að bjóða mér á ítalskan veitingastað. Þar fékk ég voða gott hvítlauksbrauð með bræddum osti og steiktum sveppum, kjúklingasalat og bananasplit. Ég sendi þeim líka þakkir fyrir mig. Það var æðislegt að hitta þau.
Núna eru 22 dagar þangað til að ég kem heim og ég er búin ad kaupa mér súkkulaðidagatal sem ég opna frá þeim 24. des og niður til að telja niður dagana þar til ég fer heim. Þessa hugmynd fékk ég frá Hauki snillingi.
En allavegana, þar sem ég er flutt burt frá Marteini og komin í þessa höll hér á Österbro þá er ég komin með nettengingu. Þess vegna eru allir þessir fínu íslensku stafir á blogginu mínu (ef bloggið þar að segja ákveður ekki að hafa sjálfstæðan vilja og setja tákn í staðin fyrir okkar fínu íslensku stafi). Ég mun líka geta skrifað oftar á þessa síðu þar sem ég get nú farið hvenær sem er á netið og lífið á bloggsíðunni veltur ekki á því hvort ég hafi tíma til að skrifa í "frokostpausen" ;).
Í kvöld er ég svo að fara niðrá Studenterhuset að hitta nokkra vini mína yfir kaffibolla, öl, eða hvað sem fólki gæti nú dottið í hug.

Ég ætla að reyna að kíkja aðeins í bækurnar þangað til...

Knús og kossar og látið nú endilega heyra í ykkur með maili eða eitthvað...

Já og svo er ég komin með heimasíma ef einhverjum dettur í hug að hringja :) hann er:39205533. Ef hringt er frá Íslandi, munið þá að setja 0045 fyrir framan.

Ciao amigos

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Hæ hæ og halló allir....

Ég fór semsagt til Næstved um helgina. Tad var voda kósý. Börnin voru búin ad láta sér hlakka til í langan tíma var mér sagt og tóku vel á móti mér. Emil litli mundi alveg eftir mér og notadi helgina vel í ad knúsa mig og fadma. Fjölskyldan hefur saknad mín mikid frétti ég. Gott ad vita ad manns sé saknad ;). Emil er farinn ad tala svo mikid. Hann getur sagt aragrúa af ordum og dýrahljódum og skilur allt sem madur segir vid hann. Fyndid ad sjá hvad hann hefur breyst. Johan (sá elsti) er ordinn svaka gaur. Alltaf ad strída og kitla. Ég verd nú ad segja ad tad er erfidara ad eiga vid hann núna en hér ádur fyrr. Kannski er tad aldurinn. Ég hitti líka ömmuna og afann og allir voru voda gladir ad sjá mig og spurdu hvernig lífid og tilveran gengi. Vid Svandís (sú sem er au-pair tarna núna) kíktum svo í bæinn á föstudagskvöldinu og ég hitti nú bara slatta af fólki sem ég tekkti. Soldid svalt. Svo á laugardagskvöldinu vorum vid bara heima. Ég spiladi fullt á gítarinn :). Vá hvad ég sakna tess ad hafa ekki gítar. En ég er nú med hljómbordid og ég er strax farin ad taka upp jólalögin ;).
Ég og Haukur vinur minn skelltum okkur á tónleika í gærkvöldi. Finnska hljómsveitin "The Rasmus" var ad spila. Tad var gífurlegt stud og vid hittum íslending sem stód fastur á tví ad vinir hans sem voru tarna med honum tekktu medlimi hljómsveitarinnar persónulega. Hehe vid vitum ekki alveg hversu satt tad var. Tad hefdi nú samt verid soldid kúl ad komast í eftirpartý med hljómsveitinni. Vid ákvádum ad reyna ad gerast grúppíur nr. 1. Múhahahaha..... nei nei vid högudum okkur mjög vel.
En framhaldssagan já... alveg rétt. Sirrý fór nidrá Grønjordskollegi tarna um daginn og lét skrá sig á framleigulistann. Tad getur verid tveggja daga bid til hálfs árs ádur en eitthvad gerist í teim málum tannig ad Sirrý er enntá í soldid lausu lofti. Hún ætlar sennilega bara ad reyna ad fá ad hanga tarna í Tårnby fram ad jólum og sjá svo til. Hún vonar bara ad Martin sjái aumur á henni og leyfi henni ad vera til jóla. Nú er bara ad bída og sjá.

hmmm hmmm hmmm... svona er tad.

Helgin mín verdur sennilega mjög gód :)
Heyrumst knúsus maximus!!

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Já gleymdi ad segja ykkur ad ég er ad fara til Næstved næstu helgi :). Ad heimsækja familien Østergård. Ég hlakka voda til :). Samt soldid hrædd um ad Emil litli sé búinn ad gleyma mér. Ég ætla ad leggja af stad sennilega um sjö, átta leitid á föstudagsmorgun. Börnin verda sennilega ekki í leikskólanum tann dag og ég og Svandís verdum tvær um ad hafa fyrir teim. Einnig mun ég hitta nokkra félaga mína frá Næstved. Tad er meira ad segja búid ad bjóda mér í afmælisveislu hjá ellefu ára bródur Andreasar og Kristoffers vina minna :). Ég sé til hverju ég næ.

Bæjó

Hej med jer...

Sprogvidenskapstíminn í dag var bara frekar skemmtilegur =). Kennarinn lét mig tala á íslensku nokkur hljóddæmi yfir allan bekkinn. Ég átti ad segja njóta og hnjóta, raun og hraun og lána og hlána. Dönunum fannst tetta gífurlega snidugt og gátu ekki fundid nokkurn mun á ordunum. Ekki fyrr en ég taladi mjög hátt, hægt og skýrt. Fyndid :).
En nú ætla ég ad segja ykkur litla sögu. Hún fjallar um stelpu sem vid skulum kalla Sirrý. Hún er úti í Danmörku í námi og tegar hún sótti um kollegiherbergi fékk hún ad vita ad tad væri árs bidlisti. Nú voru gód rád dýr, hvad átti Sirrý litla ad gera? Hún setti tá auglýsingar á netid og fyrr en vardi var hún búin ad fá herbergi í Tårnby sem er rétt hjá flugvellinum og tekur um tad bil 20 mínútur ad hjóla í skólann. Sirrý var himinlifandi yfir tessu tar sem herbergid var mjög óýrt midad vid gædi. Leigjandinn sem vid skulum kalla Martin var heldur aldrei heima hjá sér tannig ad eiginlega var Sirrý búin ad ná sér í íbúd á ótrúlegu verdi. Tetta hljómadi næstum of gott til ad vera satt. Tegar Sirrý var svo búin ad búa tarna í um tad bil tvo mánudi kom tad svo í ljós ad tetta var og gott til ad vera satt. Skyndilega uppgötvar Martin sér til mikillar skelfingar ad leigan er ólögleg tar sem hann leigir sjálfur íbúdina af ödru fólki. Martin er ekki vinsælasti madurinn í stigaganginum sökum partýhalda og hávada. Hann er núna skýthræddur um ad nágrannarnir muni beita öllum rádum til ad henda honum út. Hann segir tví aumingja Sirrý ad hún verdi ad flytja burtu. Sirrý reynir ad útskýra fyrir honum ad tad séu engar sannanir til fyrir tví ad hún borgi Marteini leigu og tess vegna sé engin hætta á ferdum. Hann geti bara sagt vid fólk ad hún búi bara tarna ókeypis tví tau séu vinir. En hann vill enga áhættu taka. Nú verdur Sirrý ad redda málunum. Henni dettur í hug ad hringja í mömmu og pabba en ákvedur svo ad tetta sé eitthvad sem hún verdur ad leysa úr sjálf. Tad er nú einu sinni partur af tví ad verda stór. Hún hringir í félaga sinn sem býr og vinnur á Grønjordskolleginu (sem er vid hlidina á skólanum hennar). Hann gefur henni símanúmerid á framleiguskrifstofu kollegisins. Tangad er Sirrý ad fara fimmtudaginn 6.11.2003. Framhald kemur sídar...

Frekar ótrúlegt hversu róleg Sirrý er samt trátt fyrir tetta litla vandamál. Einhvernveginn heldur hún ad tetta hljóti nú ad reddast. Ævintýri er tetta svo sannarlega ;).

Ciao elskurnar mínar :)

mánudagur, nóvember 03, 2003

Og tad er kominn enn einn mánudagur.

Sídasta föstudag fór ég í­ Halloween partý hjá tveimur bekkjasystrum mí­num. Tad var rosa stud og ég hitti fullt af draugum og nornum og ödrum skuggalegum verum. Íbúdin var voda fínt skreytt med graskerum, ledurblökum, kóngulóm, kóngulóarvefjum og allskonar vidbjódi. Móttökunefndin var heldur ekki af verri endanum (eda kannski var hún tad). Tad var naudamyrkur á ganginum tegar madur kom inn fyrir utan smá skí­mu frá graskeri og svo stökk geimvera á móti manni. Hún var mjög spooky skal ég segja ykkur! Ég var í­ svörtum kjól og svörtum stígvélum, med náhví­tt andlit, svartar varir og svart um augun. Svo var ég med sjálflýsandi vampýrutennur og riiiisastórar svartar neglur. Frekar svalt sko ;).
Ég var ad skoda matreidslubækurnar mí­nar um daginn og inní­ einni sem mamma sendi mér um "unga fólkid og heimilisstörfin" ;) datt midi úr. Tessi midi var afrifa af léttmjólkurfernu sem á stód: "rífid alla leid". Ótrúlegt hvad pí­nulitlir hlutir geta gert mann hamingjusaman hehe... ;). Mér fannst alveg gí­furlega snidugt ad finna tetta tarna.
Mig hefur annars verid ad dreyma svo undarlega drauma undanfarid! Til dæmis í­ nótt dreymdi mig ad ég væri gift Madonnu!!!! En hún var hins vegar lí­ka gift einhverjum spiiiikfeitum kalli med tattú sem gekk í­ bol sem var bundinn í­ bakid med örmjóum böndum. Honum fannst ég ekki hafa neitt til brunns ad bera midad vid hann til ad vera eiginkona Madonnu. Hversu sýrdur getur madur verid?? Hvad er ad gerast?
Jæja, until we meet again and I have more sick stories for you guys. Kossar og knús =)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?