<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, desember 21, 2003

Og þá er maður kominn home sweet home.

Allt sett í botn og útá lífið að hitta fólk. Stanslaust stuð um helgina. Ég held svei mér þá að ég sé búin að hitta hálft landið. Æ það er nú gott að koma heim í smá stund. Svo hlakka ég rosalega til jólanna.

The green green grass of home.

miðvikudagur, desember 17, 2003

ÖÖÖÖ...

Geir snillingur hitti mig á msn og sagði mér þrep fyrir þrep hvernig maður setur kommentakerfi upp. Þetta er ekkert smá flókið. Húrra fyrir tölvusnillingum!!! Vona að þetta takist. Krosslegg fingur... :)

Jæja good people...

Nú er þetta allt að gerast. Nokkrir klukkutímar þangað til ég verð lent á Klakanum góða. Ég er búin að pakka að mestu leiti og nú er bara að fara snemma að sofa svo morgundagurinn komi fyrr ;).
Það hafa margir sakað mig um að vera ekki með kommentakerfi á blogginu mínu. Fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er það svona dæmi þar sem þið getið klikkað á og sagt mér eitthvað sniðugt. T.d. meiningu á því sem ég hef skrifað eða bara nýjasta slúðrið. Það skal tekið fram að allir sem lesa bloggið geta að sjálfsögðu lesið þessi skilaboð líka. Þar sem ég hef fengið svo margar kvartanir um þetta ákvað ég að verða að óskum fólks. Gallinn er bara sá að ég kann ekki að setja þetta upp. Ég bað þess vegna Hauk um að aðstoða mig við það og það ætlar hann að gera þessi elska einhverntímann í framtíðinni. Hehe.. vitum ekki alveg hvenær tími gefst til þess. Ég ætlaði hins vegar í einhverju bjartsýniskasti að biðja hann um að segja mér bara í gegnum msn-ið hvernig maður setur þetta upp. Þá sagði Haukur: "Þú snýrð tölvunni á hvolf og þylur upphátt: "komment komment komdu nú". Svo færðu þér svart kaffi og hellir því á svalirnar fyrir neðan." HA HA HA!!! Ég hélt ég myndi deyja úr hlátri.

Ég hlakka til að sjá ykkur öll krílin mín. KNÚS OG ÞÚSUND KOSSAR .......!!

mánudagur, desember 15, 2003

Jóla hvað...

Jæja það er bara allt að gerast. Ég kem heim á fimmtudaginn!! Jubii!! Spurning hvort maður drífi sig ekki bara að pakka niður. Þetta er nú til rúmlega mánaðar sem þarf að pakka.
Jæja Íris og Þórdís Katla komu á fimmtudaginn. Rosalega er hún nú sæt hún litla frænka mín. Já og Íris líka ;). Við elduðum okkur góðan mat og höfðum það voða kósý. Sváfum svo allar þrjár inní mínu rúmi (sem by the way er huges). Þórdís sofnaði en við Íris áttum ekki svo auðvelt með það þar sem við þurftum nauðsynlega að blaðra útí eitt. Við áttuðum okkur svo alltí einu að við gátum sofið í 3 klukkutíma. Úps! Dagurinn eftir fór svo í versl versl og aftur versl. Ég náði að kaupa jólafötin og helminginn af áramótafötunum + plús buxur og bol. Svo komu Sveppi og Auddi og borðuðu með okkur um kvöldið. Það er bara snilld að hanga með þeim. Svaðalega eru þeir fyndnir, jédúddamía ;).
Rosalega græði ég á að fá gesti í heimsókn. Íris og Sverrrir voru svo sæt að bjóða mér út að borða á sama stað og Guðrún og Beggó buðu mér. Takk æðislega fyrir mig segi ég barasta... Svona er að eiga svona góða að hehe...
Well... kannski ég hætti. Ef það er eitthvað meira sem þið viljið vita þá kem ég heim eftir nokkra..... ;)

knúsus maximus.... elska ykkur öll :)

þriðjudagur, desember 09, 2003

Hello people...

Helgin var fín. Fór í julefrokost með bekknum mínum á föstudaginn sem var voða gaman. Ég fékk jólasveinahúfu með fléttum í pakkaleik. Ýkt sæt. Sjálf gaf ég rosa góða bók um Reykjavík. Hún var á ensku og vakti gífurlega lukku. Þetta var flottasta gjöfin þar sem hinar gjafirnar voru að mestu lagi eitthvað djók. En ég borgaði ekki fyrir þessa bók þannig að who cares ;)... hehe. Þetta var ein af fjórum bókum sem mamma og pabbi sendu mér til að gefa dönum sem minjagrip eða svoleiðis.
Daginn eftir var svo minningarathöfnin. Hún var rosa falleg. Svo fór ég til Næstved eftir það. Það var náttúrulega æðislegt. Emil talar alltaf meira og meira. Hann er farinn að setja saman orð og allt. Svo koma rosalega skemmtileg orð uppúr honum stundum. Jóhann og Frida eru líka alger yndi. Við Svandís fórum svo í smá partý til Kristoffers vinar míns. Þetta partý var nú samt ekki stærra en það að Andreas bróðir hans (líka vinur minn) var sá eini sem var þar fyrir utan okkur. En þetta var rosa fínt. Langt síðan ég hef hitt þá bræður. Svo var farið í bæinn á Crasy Daizy sem er skemmtistaður í bænum. Um nóttina var lífsins ómögulegt að ná í leigubíl og Kristoffer leyfði okkur öllum að gista hjá sér. Daginn eftir horfðum við svo á óklippta útgáfu af The Lord Of The Ring. Hún var hvorki meira né minna en 3 klukkutímar og 40 mínútur.
Núna í dag er ég og Mette svo búnar að standa á haus og höndum við þrif. Það kemur eitthvað fólk í mat til Mette í kvöld og svo koma Íris, Sverrir og Þórdís Katla á fimmtudaginn :). Íris og Þórdís ætla að fá að gista hjá mér aðfaranótt föstudags og aðfaranótt mánudags. Það verður æðislegt að fá þau í heimsókn og ég ætla að reyna að finna eitthvað skemmtilegt að gera fyrir okkur á meðan þau eru hér. Er mikið að spá í að plata þau með í jólamarkaðinn í Tívolí. Hann er svo rosa kósý. Nú erum við svo búnar að setja upp jólaseríu í eldhúsgluggann, jóladúk og smá skraut. Þetta er að verða voða kósý og jólalegt hjá okkur. En jæja... kannski maður haldi áfram að þrífa.

Knús.....

miðvikudagur, desember 03, 2003

Hæ elskurnar...

Æi hvað lífið getur stundum verið ósanngjarnt. Nóttina sem innflutningspartýið mitt var, varð hræðilegt slys á Nordhavn lestarstöðinni í Kaupmannahöfn. Félagi okkar Atli Þór Birgisson lést í lestarslysi. Undarlegt að hugsa til þess að aðeins örfáum klukkustundum fyrr sat hann með okkur í góðu gamni og hafði ekki hugmynd um það sem framtíðin bar í skauti sér. En hver veit það. Rosalega sér maður hvað maður má sín lítils í þessum heimi. Maður fer að hugsa hvað maður má þakka fyrir hverja stund sem maður hefur með þeim sem maður elskar því maður veit aldrei hvernær þetta er búið. Mig langar til að votta fjölskyldu Atla dýpstu samúð mína og Tandra mínum líka. Guð hjálpi þeim í gegnum sorgina.
Það verður minningarathöfn á laugardaginn og ég ætla að kíkja þangað. Svo ætla ég að skella mér í sveitina það sem eftir er af þeirri helgi og heimsækja sveitafjölskylduna á Östergaard.

Knús knús... og ég vil minna á að það er aldrei of oft sagt að maður elski einhvern.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?