<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, janúar 31, 2004

Dansað fram á rauða nótt.

Jæja elskurnar mínar. Þá er þessi Íslandsför mín senn á enda. Fer í flyvemaskinen snemma í fyrramálið.

Ég fór í vísindaferð með Lilju frænku, Þór og Gunna vini þeirra í gær. Svakalega gaman. Svo var farið niðrá Felix í smá stund og þaðan af í eitthvað partý. Svo var það Pravda. Þar hitti ég svo Ísleif og við dönsuðum öll eins og vitleysingar það sem eftir var nætur. Svaaaakalegt stuð :). Þór var fyrstur til að ákveða að stinga af án þess að kveðja kóng né prest. Þar næst hvarf Lilja og loks Gunni. Ég og Ísleifur vorum bara orðin tvö eftir á dansgólfinu (fyrir utan allt hitt fólkið reyndar :p).

Vííí... svo fórum við á Nonnabita mmmmmmm.... það var sko gott. Æðislegur sukkdjammmatur.

Það er komið íslenskt lambakjöt á diskinn minn. MMMMMMM! Verð að fara að spise.

Knús, kossar og faðmlög og takk fyrir mig. Þetta var æðislega gamanj. Víííí...
Heyrumst og sjáumst og tölumst. Ég veit samt ekkert hvenær mér dettur í hug að mæta aftur á Klakann.

Ciao amigos... fljúg fljúg...


Fljúgum áfram útí geiminn.... lalalalalala lalala

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Lalalalalala

Búin að vera á netinu heillengi að leita mér að lögum og gripum til að spila á fallega fallega gítarinn minn. Er að fara að safna öllu þessu drasli svo saman í möppu. Þetta er að verða endalaust. Gítar.is er málið... það er samt eitt lag sem ég finn ekki.. Búin að leita útum allt. Það er "Stúlkan sem starir á hafið" eftir Bubba. Furðulegt að ég skuli hvergi finna þetta líka vinsæla lag.

Hafið þið pælt í því að það er hægt að finna gjörsamlega ALLT á netinu!!!! Maður þyrfti í raun aldrei að fara út fyrir hússins dyr ef maður er svoleiðis... fattiði? En að sjálfsögðu er mannveran félagsvera og það þyrfti að vera mjög sérstakt held ég ef einhver myndi lifa svoleiðis gjörsamlega fyrir netið. En ég meina... allt mögulegt og ómögulegt. Name it.

Jamm og já, enn styttist í Danmerkurför mína. Núna set ég allt á fullt. Reyna að upplifa allt sem Ísland hefur uppá að bjóða á þessari tæplega viku sem eftir er. Neeee... ég er nú svosem búin að nota tímann vel. Fara í fullt af göngutúrum og skoða náttúruna fullt. Sumarbústaðarferðin mikla og djömmin. Þetta er búið að vera æði.

Ég var að frétta að Mette, sú sem ég bý með var að fá sér nýtt gæludýr... Hehe.. litla sæta slöngu. Mamma varð ekkert hrifin þegar hún heyrði það og hótaði að koma ekki í heimsókn til mín ef dýrið væri í íbúðinni. Múhahahahaaa.... æi kannski skil ég hana að hluta til en þetta er nú voða saklaust allt saman. En þar sem ég er sjúklega hrædd við pöddur ætla ég alveg að virða þetta hjá henni. Það verður spennandi að koma heim og skoða dýrið ;).

Well... kannski maður spili meira ;).

"kveikjum eld, kveikjum eld kátt hann brennur" lalala lalala lalalaaaa

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Jédúddamía...

Ég held að ég sé að verða geðbiluð!!! Orðin morfologi, syntaks, objekt, verbal, subjekt og bla og bla og bla hringsnúast í hausnum á mér. En maður má víst ekki kvarta... svona er það bara að vera í skóla.

Núna er rúmlega vika þar til ég fer aftur til DK. Svakalega er þetta fljótt að líða. Svei mér þá ef ég verð ekki bara búin með námið áður en ég næ að blikka augunum þrisvar. Neee kannski ekki þau eru nú nokkur árin sem eru eftir.

Ég sé fram á að fá nokkrar heimsóknir til mín í Danmörku á næstunni. Það er náttla orðið svo ódýrt að fljúga að mér finnst það næstum bara sjálfsagt að fólk kíki á mig í Kóngsins Köben svona stundum og stundum. Hehe heimtufreka Sirrý.... múhahahahaaa.

Úff úff... ég var að frétta að það sé svakalegur kuldi í Danmörku núna... brrrr... aumingja litli kroppurinn minn þá.

Ætli maður kíki ekki aðeins á stemmarann í bænum um helgina svona þar sem þetta er næstum síðasta helgin áður en ég fer aftur. Svona ná í rassgatið á kunningjum sem maður hittir annars aldrei og segja:" hæ, gaman að sjá þig, hvað er að frétta, okbæ" Ótrúlegt hvað það getur verið gaman að þessum useless information hjá fólki sem maður talar annars aldrei við. Er maður ekki alltaf svo forvitinn um það sem náunginn er að gera... eða hvað? Og aðalstemningin liggur að sjálfsögðu í því að sýna sig og sjá aðra ;).

Það er gífurleg hamingja að eiga gítar, vissuð þið það?? Þetta er lífið. Svona alger skaplagari ;). Frábært að geta gripið í þetta undratól þegar maður er eitthvað leiður eða jafnvel þegar maður er að springa úr hamingju. Ef ég væri læknir myndi ég gefa út lyfseðil með þessari snilldaruppfinningu.

Nóg komið af bulli í bili... stay tuned... and the bull will go on....

Ég er sko vinur þinn..... lalalala langbesti vinur þinn... lalalala.

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Fallega fólk...

Ég fór í heimsókn til fallegu sætu frænku minnar í dag :). Hennar Þórdísar Kötlu. Hún er nú langsætust. Íris mamma hennar tók fullt af myndum af okkur saman. Einhverntímann ætla ég að fá einhvern af þessum tölvusnillingum sem ég þekki til að kenna mér að setja upp myndasíðu. Þá set ég myndir af mér og krúttlegu frænku minni inn. Já og svo þessar djammmyndir af vinunum. Mmmmm svo er matur hjá ömmu og afa í kvöld. Þá fæ ég eitthvað voða voða gott að borða. Allt best hjá ömmu og afa ;).

Þar sem ég er búin að lofa að blogga meira fer örugglega að læðast inn ómerkilegri og ómerkilegri upplýsingar en... þið báðuð um þetta múhahahahaaaa....

See yah...

mánudagur, janúar 19, 2004

URRRRRR!!

Voðalega eruð þið löt að tjá ykkur... maður er að hafa fyrir því að setja þetta kerfi upp og enginn segir neitt... Látið nú heyra í ykkur dúllurnar mínar...

sunnudagur, janúar 18, 2004

FINAL DESTINATION!!!

Ég skellti mér í sumarbústað uppí Miðhúsaskóga um helgina með vinum mínum. Gífurlega hressandi ferð að öllu leyti. Við fórum á tvemur bílum og ég Inga og Sigrún fórum með Atla á hans bíl og rest með Sævari. Það var bandsnúandi vitlaust veður þegar við lögðum af stað og búið var að vara fólk við að vera að þvælast mikið útá landi. Hellisheiðin var ófær. En við létum það að sjálfsögðu ekki stoppa okkur enda vön að veðrið sé leiðinlegt þegar við tökum okkur til og ákveðum að skella okkur í bústað. Til að byrja með gekk allt ágætlega en svo fór að skafa svona líka rosalega og varla sást á milli stika. Sigrún sat frammí og benti á hverja einustu stiku og sagði: "Stika... stika... stika..." endalaust. Þóttist eitthvað vera að hjálpa Atla voða mikið ;). Þegar við vorum svo komin ca. að Bláfjöllum að mig minnir kom þessi líka svaka sköfubíll og tróðst fram fyrir okkur. Fyrir það fyrsta fengum við flog þegar hann birtist við hliðina á okkur og héldum að hann ætlaði inní okkur... enda engin smá smíði með riiiiiiiisasóra sköfu framan á sér sem var örugglega stærra en bíllinn okkar. En allavegana, okkur fannst það bara prýðilegt að hafa þetta flykki fyrir framan okkur þar sem við sáum allavegana núna hvert við vorum að fara. Svo hreinlega misstum við af Þrengslunum vegna færðar. Hreinlega sáum ekki afleggjarann. Þannig að við tókum þá ákvörðun að fylgja fast í rassinum á trukknum og láta hann leiða okkur yfir heiðina. Það virtist ætla að ganga ágætlega þangað til elsku bíllinn hans Atla ákvað að deyja. Hann bara gafst allt í einu upp og stoppaði. Nú voru góð ráð dýr því úti var snúandi vitlaust veður og allir bílarnir bara keyrðu framhjá. Við stopp útá miðjum vegi. Svo eftir einhvern tíma komst bíllin í gang en þá voru engir aðrir bílar á svæðinu og þá var voða erfitt að sjá hvert stefndi. Þannig að við brugðum á það ráð að snúa við og taka Þrengslin. Það tókst með erfiðismunum og harðri einbeitningu. Hittum hinn bílinn á Selfossi og kíktum á bilunina. Þegar áfram var haldið var ákveðið að skilja bílinn eftir á Laugarvatni þar sem hann fór í endanlegt verkfall og sagði:" NEEEEI! Ég get ekki meir!!!". Sævar þurfti þá að fara tvær ferðir frá Laugarvatni og uppí bústað til að sækja okkur. Við vorum fjóra tíma á leiðinni sem undir venjulegum kringumstæðum hefði tekið rúmlega klukkutíma. Þegar uppí bústaðinn var komið fórum við í pottinn. Það var svakalega ljúft en rosalega var kalt. Frosthelgin mikla. Allur bjór sem geymdur var úti og bara allur vökvi yfir höfuð var vel frosinn og hressandi. Potturinn var yfirleitt miðstöð fjörugra umræðna um mál sem annars hafa lítið verið rædd í þessum vinahóp. Og ég held svei mér þá að geimverur hafi komið sér fyrir í líkama nokkurra vina minna, því fólk hefur breyst að sumu leyti. En alls ekki á slæman hátt get ég sagt ;). Þeir taki það til sín sem það eiga ;). En sennilega hefur nú stærsta geimveran sest fyrir í mínum líkama þar sem ég er víst farin að koma fólki á óvart. En ekki á slæman hátt (held ég ;)). Danmörk hefur haft einhver áhrif á hana Sirrý litlu. Annars var þetta bara voða kósý og huggulegt. Við spiluðum Trivial pursuit þar sem ég og Árni Gísli sigruðum annars mjög jafna keppni. Farið var í göngutúr sem endaði með kaffæringum og látum í snjónum. Grannavaktin lét til sín taka á laugardeginum þar sem nokkrir fóru í partýleit í næstu bústöðum. Sú ferð var reyndar styttri en ætlað var sökum kulda. Nokkrir fóru á trúnó... heldur margir. Nokkrir voru þreyttir... nokkrir voru vel ölvaðir... og allir voru glaðir og kátir. Þetta var æðisleg ferð og mig langar að þakka ykkur fyrir kæru vinir. Vonandi eigum við margar ferðir fyrir höndum og eigum við nú ófáar að baki. Og þó svo að helmingur þátttakenda hafi ákveðið að stinga af snemma í morgun og skilja rest eftir með þrif var þetta allt saman í góðu gamni.

Frábær helgi krílin mín. Þið eruð æðisleg öll með tölu.

Until we meet again...


sunnudagur, janúar 11, 2004

Túrisminn tekinn...

Ohh hvað landið mitt er nú fallegt :). Nú er ég búin að vera rosalega dugleg að fara aðeins út fyrir bæjarmörkin og labba og skoða. Inga elsku sæta besta vinkona er svo sniðug að vera í björgunarsveit og nokkrir krakkar þaðan eru svo duglegir að fara reglulega á eigin vegum eitthvert að labba. Þau eru svo líka svo elskulega að leifa mér að koma með sér. Síðustu helgi skelltum við okkur inní Hvalfjarðarbotn og löbbuðum í ca. 7 tíma. Það var æðisleg ferð. Það er hægt að sjá myndir af því á www.steini@storkur.net. Myndaflokkurinn heitir:" Fyrsta ferðin 2004." Svo fór ég í gær með þeim aftur og þá var farið uppí Bláfjöll í hellaskoðunarferð. Rosalega flott. Við gátum samt bara skoðað einn helli þar sem var búið að snjóa fyrir opin á hinum hellunum. Það eru líka myndir þaðan á þessari sömu síðu. Endilega kíkið :). Svo fór ég í dag í bíltúr með foreldrum mínum uppá Þingvelli. Alltaf jafn gaman að koma þangað. Ég var allan tímann með hugann við næsta sumar og tjaldútilegur. Mig langar rosalega að draga einhverja dani með mér hingað og fara með þá í tjaldútilegur og sumarbústaðarferðir, jeppaferðir og útum allt. Landmannalaugar, Þórsmörk, Skaftafell, nefndu það. Rosalega held ég að það sé gaman að fara með túrista um landið okkar fagra.
Svo fór ég og heimsótti Úlla vin hans Adda bróður pabba um daginn. Hann er talmeinafræðingur og gat útvegað mér fullt af bókum á íslensku með nákvæmlega sama efni og ég er að læra á dönsku. Rosa fínt mar... Ég sé ljós ;).

Jæja krílin mín... Ég kveð að sinni.

Knús og kossar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?