<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 23, 2004

Og madur er alltaf ad menningalúdast ;).

Sídasta fimmtudag voru Mette, Matthias kærastinn hennar og Anders vinur hans á leidinni á jazztónleika og mér var skipad med. Ekki alveg viss hvad teir hétu sem voru ad spila en held ad tad hafi verid eitthvad Bred Millhouse eda svoleidis. Tad var bara rosa gaman. Madur á ad gera tetta, fara bara svona á tónleika tó madur viti bara lítid sem ekki neitt um hljómsveitina. Strákarnir komu med eplatertu med marsipani sem er ekki enntá búid ad baka. Gafst ekki tími til tess tar sem vid turftum lika ad borda kvöldmat og drífa okkur út til ad ná gódum sætum. Tannig ad nú er eplaterta í ískápnum mínum. Tad verdur víst ad koma fram ad tetta er eplaTERTA en ekki eplakaka. Hehe... vitleysingar...

Svo var afmæli hjá Óla á laugardaginn en ég var bara róleg og fór snemma heim, ótrúlegt en satt ;). Ótrúlegt hvad ég átti samt ekki ad fá ad komast upp med tad.

Nú er Sigrún búin ad fara heim til mömmu og pabba ad sækja drasl sem hún og Atli eiga ad flytja á milli Íslands og Danmerkur. Tau er nebbla búin ad opna nýja pósttjónustu HAHAHA... Allavegana tá er tetta víst alveg heill hellingur. Fullt af kílóum. Æi tau eru svo mikid ædi ad hjálpa mér ad fá draslid mitt. Knús og kossar fyrir tad dúllurnar mínar.

Ég var ad uppgötva hvad tad getur verid rosalega fyndid ad kenna dönum íslensku. Geggjad fyndid alveg. Pavagøjgúr eda pavagújur t.d myndi vera páfagaukur. Snilld...

Later darlings...

Brosa svo :)


miðvikudagur, febrúar 18, 2004

víííííí.....

Gítarinn minn er kominn í lag. Ég má fara og sækja hann eftir skóla í dag. Gledi gledi gledi.

mánudagur, febrúar 16, 2004

Talvan min er gået i stykker :(!! Núna verd ég ad skrifa bloggid mitt úr skólanum og allt sem tengist netinu. Vid Mette erum bunar ad afpanta netid heima tar sem tad er ekkert snidugt ad vera ad borga dyran netreikning tegar tad er ekkert notad.

Sigrún og Atli koma eftir 10 daga :) og tar á eftir kemur svo Lilja Haralds... Vííí allir ad koma i heimsokn.

Ég baud Lísu, Casper kærasta hennar og Michael vini okkar i mat sidasta laugardag. Eldadi kjúklingaréttinn góda :). Mmmm... vel heppnad og rosa kósý kvöld. Svo var farid í smá teiti sem var bara rétt hjá mér. Lítill heimur... enn og aftur. Kannadist vid eina stelpuna sem hélt teitid tví hún tekkir Lilju kærasta Audda á popptíví og hitti hana tegar Íris og Sverrir og Thórdís komu í heimsókn. Vinir mínir hér virdast tá líka kannast vid hana. Tannig er nu tad...

'Eg er eitthvad vodalega tóm núna og hef ekkert ad skrifa um... lofa ad skrifa meira næst.

Knús og kossar.

mánudagur, febrúar 09, 2004

Well well well....

Það átti að fóðra slönguna Twixies í kvöld. Spennan var gífurleg og kærasti Mette og vinur hans komu til að horfa á ósköpin. Svo eyddum vid sennilega of löngum tíma í að horfa á músina og halda á henni því við tókum ástfóstri við hana og hættum við að fórna henni. Hún er svo lítil og sæt. Þessi athöfn verður því haldin annað kvöld. Anders (vinur Mettekærasta) ætlar að taka músina að sér og kaupa aðra á morgun til að aumingja slangan svelti nú ekki. Hann lofaði samt að velja hana ljóta og leiðinlega svo við aumkum okkur ekki yfir þeirri líka. Ég er svei mér þá ekki viss um að ég hafi taugar í að horfa á svona aðferðir. En að sjálfsögðu er þetta líka soldið spennandi. Þetta gerist nú í stöðugt í náttúrinni og svona er nú bara hringrás lífsins.

Það er gaman að þessu ;)...

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Víííííí....

Ég fór á þorrablót íslendingafélags Kaupmannahafnar í gær. Reyndar bara á ballið en það var gífurlega hressandi. Tandri og Svandís komu með mér og svo hitti ég að sjálfsögðu allan heiminn á þessu balli. Þar á meðal æskuvinkonu mína hana Svövu. Rosalega fyndið að rekast á hana. Hún býr þá bara í Danmörku alveg eins og ég. Við skiptumst á símanúmerum og ég ætla barasta að bjalla í hana við tækifæri og sjá hvort ég geti ekki platað hana með mér í einn kaffibolla eða svo.

Núna ætla ég bara að fara að horfa á The Lion King. Mmmmm..... kósý kósý í öllu draslinu í íbúðinni minni..... úff, tek til á eftir.

Ciao....

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Når jeg ser et rødt flag smælde....

Komin aftur út!! Flugferðin var venjuleg að mestu leiti. Nema kannski hvað það var fallegt rétt áður en við vorum að lenda. Skýin voru rosa þétt og þykk. Þau voru svona eins og hnausþykkir bómullarhnoðrar sem voru allir pikkfastir saman. og svo sá maður lítinn en skýran skugga af flugvélinni inni í svona regnbogahring. Svakalega flott.

Nú er skólinn byrjaður aftur á fullu og við erum komin í nýjan kúrs. Svona einhverskonar tungumálasálfræði eða eitthvað svoleiðis. Bla bla .... Hann er próflaus en við eigum að skila verkefnum og sitja í allavegana 80% af tímunum til að ná. Það ætti nú ekki að vera svo flókið ;).

Og jújú það er slanga á heimilinu. Hún er voða falleg á litinn finnst mér svona brúngyllt einhvernveginn og með svörtum doppum. Hún er í búri inní stofu. Mette kallar hana Twixies. Ég hef ennþá ekki séð hvernig hún fær að borða en það gerir hún bara á tveggja vikna fresti. Þá setur Mette lifandi mús inní búrið til hennar og síðan hefst víst eitthvað ógeðfellt. Hehe... það verður áhughavert að sjá... thíhí.

Gítarinn minn fallegi er bilaður GRÁT GRÁT GRÁT!!!! Viðgerðakallinn sagði að hann hafi einfaldlega ekki þolað loftslagsbreytinguna. Stundum gera þeir það og stundum ekki. Greyið kallinn er semsagt í viðgerð núna og það mun kosta mig 495kr. danskar. Úff úff, eniga meniga.

Sirrý litla verður að lifa mjög spart í febrúar. Fátækur námsmaður að borga jólavísareikninginn. En sá reikningur verður nú reyndar borgaður í mars þannig að áhyggjurnar eru nú ekkert svaðalega stórar.

Svo er bara að skella sér í líkamsræktina og fara í allan pakkann bara þegar ég fæ monninga á ný ;).

Stefnt er á Þorrablótsball með Skítamóral í Kristaníju á föstudaginn. Gaman að vera til sko. Ég tek það fram svo fólki fari ekki að blöskra að ég sé að fara á ball þegar ég á litla peninga að það kostar nú ekki nema 150kr. danskar á það og ég geri fastlega ráð fyrir að kostnaðurinn verði ekki mikið meiri það kvöldið. Lestarferð heim og tveir þrír bjórar eða svo. Og vitið menn.... þeir eru nebbla ekki svo dýrir í kóngsins København ;).

Og núna þarf ég að fara að lesa smá í almennri málfræði vííííí.. gleði gleði gleði..

Up up and away.....

This page is powered by Blogger. Isn't yours?