<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 30, 2004

Svei mér þá ef maður býr ekki í stórborg...!!!

Ég held ég hafi séð eiturlyfjasölu áðan. Var að labba á Amagerbrogade og strákur á mínum aldri er að labba beint fyrir framan mig. Allt í einu slær hann hendinni í hendi annars strák sem kom labbandi á móti honum ein og þeir væru að gefa hi-five. Ég er svo ýkt nálægt að ég labba næstum á þá þegar þetta gerist og þarf næstum að stoppa. En þeir stoppuðu ekkert bara löbbuðu ýkt hratt áfram án þess að yrða á hvorn annan. Svo sé ég að strákurinn stingur einhverju í vasann strax. Hmmm... ég er kannski búin að sjá of mikið af bíómyndum en þetta virkaði mjög skuggalegt. Þeir brostu ekki einu sinni til hvors annars þegar þeir gáfu "hi-five-ið" og þetta var ekki svona hi-five uppí lofti heldur alveg niður með síðunni.
Well trúið því sem þið viljið trúa ég er ansi viss í minni sök. Svo horfði annar gaurinn beint í augun á mér þegar hann labbaði framhjá. Úuuu... hrollur... hehe. Nei ég ætla ekkert að vera að hræða fólk neitt. Það stóð ekki á enninu á mér hvar ég á heima þannig að þetta er í lagi.... múhahahaha....


fimmtudagur, apríl 29, 2004

Soldið kúl að boða papriku eins og epli =).

Mmmmm... súkkulaði er ómótstæðilegt!

Ég var að horfa á myndina Chocolat með Johnny Depp. Frábær mynd. Er að hugsa um að kaupa mér hana. Blanda af rómantík og súkkulaði, hver getur beðið um meira ;)?? Slatti af góðum boðskap líka. Og er hægt að vera mikið fallegri en Johnny Depp?? Halló Hafnafjörður sko... þetta er ótrúlegt!

1. maí er alltaf mjög skemmtilegur dagur í Danmörku eins og margir vita. Allir fara saman í Fælledparken í góða veðrinu, sötra öl, hlusta á múskík og skemmta sér í góðra vina hópi. Gangurinn sem ég bý á er boðinn í morgunmat með snafs kl. 10 þennan ágæta morgun á kollegi vinkonu einnar stelpunnar sem býr hér. Spennandi!! Þar á eftir er planið að hitta íslendingafélag DTU (Danmarks Tekniske Universitet) kl. 14 og fara samferða þeim niðrí gleðina í Fælledparken. Búið að spá 18 stiga hita og logni hef ég heyrt þannig að útlitið er gott :).

Ég sit núna inní herberginu mínu og blogga :). Getur það orðið betra? Einn strákur á ganginum mínum lánaði mér kapal um daginn sem ég prófaði að nota til að fá nettengingu í herberginu en ekkert virkaði. Þá var ég send á fund einhvers netsérfræðings á hæðinni fyrir neðan mig sem skrifaði niður nafn á einhverjum kapli sem ég átti að kaupa. Ég skundaði útí Amagercentet á Amagerbrogade og inn í búð. Ég var send í næstu búð því þarna var hann uppseldur. Í næstu búð fékk ég svo það sem mig vantaði (að ég hélt). Þegar heim var komið var græjan sett í gang en ekkert gerist. Netsnillingurinn mikli kíkir á málið og segir að ég hafi fengið vitlausan kapal. Mistök hjá búðarstarfsfólkinu. Well, út fer Sirrý aftur og rétt nær fyrir lokun. Krosslegur svo fingur yfir næstu tilraun. Og vitið menn og dýr :). Það tókst. Nú get ég farið á netið hvenær sem ég vil.

Ég fór í Ikea í fyrradag með Kamillu (danskri vinkonu minni) og keypti mér viðbót við Ivar hillurnar mínar og bjó til skrifborð úr því sem er fast við hillusamstæðuna. Ég keypti líka lítinn sætan skrifborðsstól, ruslafötu inná baðið og fullt af matarílátum undir nesti og afganga og svoleiðis. Alls ekki dýr verslunarferð, ótrúlegt miðað við hvað ég keypti mikið. Svo keypri ég risastóran svona bast Ikea poka sem er b.t.w rosa góður undir óhreinan þvott á þvottaferðalögum niðrí kjallara. Var ég búin að segja að það er ókeypis að þvo þvott hérna :). Jæja jæja... Svo þurfti að koma öllum þessum ósköpum heim. Það var nú hægara sagt en gert þar sem Kamilla greyið var hálf lasin með máttleysi og svima og gat bara fylgt mér hálfa leið. Ég þóttist alltí einu vera súperwoman og sagðist alveg ráða við þetta ein. Kamilla fór bara að hlæja. En Helena bjargvættur ákvað að vera svo sæt að koma og hjálpa mér.

Talandi um munnræpu... jæja vona að þetta hafi verið nóg upplýsingaflóð í bili ;). Reyni að skrifa oftar núna þar sem maður er alltaf online.

Saknaðarkveðjur til ykkar heima á Klaka....


mánudagur, apríl 26, 2004

Og lífid heldur áfram.

Tá er ég flutti inn á kollegid. Rosa fínir krakkar og kósý herbergi. Haukur, Óli, Gaui og Anders hjálpudu mér ad flytja og ég keypti kassa af bjór í takklætisskyni. Vorum enga stund ad henda draslinu inn.

Ég er búin ad vera med sama bölvada kvefid í mánud. Tetta fer ad verda skuggalegt. Búin ad vera á pensilíni, hóstasaft og nefspreyi og öllum pakkanum. Ég bara er ordin uppiskroppa med rád.

Ég er búin ad reyna ad nota internetid á herberginu mínu en tad tekst ekki. Ég er ad fara ad spjalla vid einhvern náunga sem sér um tetta á eftir og ég vona ad hann geti reddad tessu fyrir mig. Ædislegt ad hafa netid heima.

Jæja ég hugsa ad ég komi heim í sumar :). Já sídast tegar ég skrifadi átti ég kærasta... hann á ég ekki lengur tví midur :( en svona er lífid hef ég heyrt. Tá er svosem ekkert sem heldur í mig í Danmörku nema góda vedrid og ég hef nú heyrt ad vedurgudirnir séu ad mildast tegar Ísland á í hlut. If you know what I mean.

Mamma og amma komu í heimsókn um daginn. Ædislegt ad hafa tær. Svo dekrudu tær ekkert lítid vid mig. Kærar takkir fyrir mig sætu konur :).

Knúsur maximus til allra....

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Halló halló halló allir saman....

Seint skrifa sumir en skrifa tó ;)

Ég er búin ad vera lasin og í páskafríi og hef lítid sem ekkert komist á netid. Stórir hlutir búnir ad gerast samt. :) Ég er komin med kollegiherbergi á Hørhus kolleginu á Amager. Tad er vid hlidina á skólanum mínum :) sem hentar ad sjálfsögdu rosalega vel. Ég má sækja lyklana í fyrramálid milli 8 og 9 og svo má ég flytja inn tegar ég vil :).

Didda vinkona kom í heimsókn til mín 1. apríl og var til 10. Rosalega gaman ad fá hana. Alltaf gaman ad fá gesti. En ég held ad starfsfólk Museum Erotica fari brádum ad líta mig hornauga hehe... ég hef farid tangad trisvar núna... héreftir sendi ég túristana mína eina tangad ef teim langar ad fara ;).

Páskarnir voru gódir :). Fékk send tvö páskaegg frá mömmu. Eitt fyrir mig og eitt fyrir Anders. Svo fékk ég svona eggjabakka med 6 eggjum númer 1 líka. Tad kom sér mjög vel sem prufusmakk fyrir hina ýmsu dani. Mér var bodid í hádeigismat hjá frænda Anders og konu hans á páskadag. Tad var rosalega huggulegt. Mér fannst líka ágætt ad fá smá hátídarbrag yfir páskana. Tad getur verid soldid erfitt ad ná honum tegar madur er svona langt frá heimalandinu. Fyrir tá sem ekki vita tá er Anders kærastinn minn. En eins og fiskisagan er fljót ad fljúga býst ég ekki vid ad fólk komi algerlega af fjöllum ;).

Á kollegiherberginu verdur internet tannig ad ég kem til med ad geta skrifad meira :)

Ciao....


This page is powered by Blogger. Isn't yours?