<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, maí 30, 2004

Mmmmm.... Sumarið er komið, svoná' það að vera....

Æðislegt veður í dag!! Við fórum þrjú af hæðinni minni niðrí garð með teppi, Port Salut ost og kex. Ýkt kósý. Svo er ég með kjúlla inní ofni núna og set kartöflubáta eftir smá. Með þessu verður að sjálfsögðu að vera ískalt hvítvín :).

Ég fór á Brasilíska mynd í bíói í gær sem er byggð á sannsögulegum atburðum. Fjallar um fangelsi og mennina sem sitja þar inni. Hún heitir Carandiru. Rosaleg mynd. Ofboðslega ofbeldisfull og ljót. Ég var hálf stíf allan tímann og leið hálf illa þegar ég kom út. Voðalega er maður eitthvað mikil "tøsepige" ;). En ég hugsaði "faktiskt" eftirá hvað maður á nú gott að vera bara frá litla saklausa Íslandi þar sem hlutirnir eru ekki svona spilltir. Ég mæli með þessari mynd. Hef samt verið að kíkja hvort hún sé sýnd heima og ég sá það ekki. Enda er bíóið sem ég fór á sérstaklega tileinkað svona sérstökum "ekki ameríkönskum myndum" if you know what I mean ;).

Jæja, ég ætla að setja kartöflur í ofninn =).
Ciao beautiful people ...

laugardagur, maí 29, 2004

Sirrý meðlimur í sætarassafélaginu :)

Ég er ekkert smá stolt að vera orðin meðlimur í sætarassafélaginu sem samanstendur af mér Hauki og Gauja. Ég varð meðlimur í því á afmælisdaginn minn. Vííhú.

Afmælisdagurinn by the way var æði. Grillveislan heppnaðist vel og allir elskuðu kökurnar sem ég og Mette (stelpa af ganginum) bökuðum oní liðið. Svo var farið niður í bæ og tjúttað fram á nótt. Ég fékk fullt af rauðvínsflöskum í ammligjöf, voða sæta tösku og blóm :). Rosalega sæt bleik blóm og gular rósir... passar rosa vel saman :). Kannski maður taki mynd af þessum fína fína blómvendi ;). Thore (strákur á ganginum) er að læra arkitekt og er rosa flinkur að teikna. Hann teiknaði andlitsmynd af mér og gaf mér í ammligjöf. Rosa fínt :).

Í gær var mér svo boðið í partý í Næstved því að Andreas vinur minn er að fara til Ástralíu í ár. Ég fór ekki... engir peningar og ég var líka í ofurmiklu stuði til að vera bara róleg yfir vídjói þetta kvöld.

Túrílú.....

fimmtudagur, maí 27, 2004

Hún á afmæl´í í dag. Hún á afmæl´í dag. Hún á afmæl´ún Sirrý. Hún á afmæl´í dag!!!

Húrra húrra húrra (og þetta langa) húúúúrrrrrrraaaaaaa!!!!! ;)

Stjörnuspá Morgunblaðsins fyrir afmælisbarn dagsins:

Þú býrð yfir hugrekki, kappsemi og staðfestu sem gerir það að verkum að þér tekst oft það sem öðrum mistekst. Nánustu sambönd þín verða í brennidepli á árinu.

Gleði, gleði gleði :D

þriðjudagur, maí 25, 2004

Víííí...

Ég á afmæli á fimmtudaginn og ég ætla að halda grillveislu í garðinum :). Allir sem sjá sér fært að mæta eru velkomnir. Bara koma með eigin drykk og mat því ég hef því miður ekki efni á að kaupa mat ofaní fullt af liði. Ég er búin að láta Hauk auglýsa ammlið á heimasíðunni sinni Dauðaspaðanum því hún er svo vinsæl. Allt liðið hérna í danmörku lesa hana þannig að veislan mín ætti ekki að fara fram hjá neinum :). Þá er bara að vona að veðrið verði gott og allt lukkist :). Svo er fimmtudagsbarinn á kolleginu líka opin þetta kvöld þannig að það er hægt að fara þangað og spila pool og borðfótbolta og sötra ódýran bjór.

Sjáumst....

laugardagur, maí 22, 2004

Partý partý partý!!!

Það er fælles matur í kvöld á hæðinni minni. Við erum búin að kaupa lambabóg og kartöflur og salat og svo ætla ég að búa til marssósu með ísnum ;) mmmm...
Annars eru jú prófin á fullu hjá flestum núna þannig að fólk er nú frekar rólegt.

Þetta kollegilíf á rosalega vel við mig. Ég veit ekki hvort að einhver man eftir því en á tímabili (fyrir nokkrum árum síðan) fór ég að tala við fólk um hversu kósý það gæti verið að búa saman nokkrir krakkar á sama aldri. Svona bara deila eldhúsi og stofu og jafnvel baði. Ég sá þetta fyrir mér eins og í amerískri seríu eða kvikmynd svona einhvernveginn. Þetta var áður en ég vissi að svona kollegi væru til. Jú að sjálfsögðu vissi ég af stúdentagörðunum heima en það er ekki alveg það sama. Það er hægt að segja að draumur minn sé orðinn að veruleika. Ég deili eldhúsi og stofu með fullt af frábærum krökkum sem erum öll að gera það sama... mennta okkur. Akkúrat núna er þetta allavegana rosalega gaman. Að sjálfsögðu verður maður einhverntímann þreyttur á þessu og vill komast í sitt eigið en það er þá einhverstaðar í framtíðinni þegar maður er búinn að negla einhvern strák pikkfastann ;). Múhahahahahahaaaaa....

Ég er komin með vinnu heima :). Þakkir til mömmu fyrir það. Ég verð að skúra á krabbameinsdeildinni á Lansanum. Ég var orðin úrkula vonar um vinnu þannig að þetta kom sér rosalega vel. Góðir möguleikar á aukavinnu og svo á víst að vera voða gott að vinna á 11 E.

Rakst á þetta ljóð á ljod.is... soldið svalt

Á djamminu

Um vonlaus mál við ræðum
á meðan þúsundir í drykki blæðum.
Barþjóninn straujar kortin sí og æ
en allt gerist þetta niðri í bæ.

Staulumst svo og reynum að dansa
klukkutímum saman án þess að stansa.
Næst á dagskrá er að fá sér bjór
því hugrinn er ekki lengur sljór.

Áfengið gefur okkur aukinn kraft
sem edrú fólk hefur aldrei haft.
Því undir áhrifum gerum við allt
myndum mæta nakin og finnast það svalt.

Öll högum við okkur eins
en að tala um það er ekki til neins.
Getum líka verið öllum til ama
skiptir engu því okkur er alveg sama.

Svo á morgnanna er öllum gestum hent út
taka margir með bjór og drekka af stút.
Þá hafa einhverjir djammarar parast
en hinir úr öfund eru að farast.

Í Lækjargötunni enda allir í línu
þar sem flestir bíða eftir rúminu sínu.
En lífið í miðborginni er furðulegt
og oft langt frá því að vera fallegt.

Þessa hegðun fengum við öll í arf
og það sem í okkur vantar, það hvarf.
En eftir viku endurtekur saga sig
og lesandi þetta á bæði við mig og þig.

Þursi
1981-

sunnudagur, maí 16, 2004

SCOOOOORE!!!!!!

Fótboltapartýið lukkaðist rosa vel. Við skíttöpuðum í fótboltanum sjálfum. Unnum ekki einn leik. Hins vegar fengum við farandbikar fyrir bestu búningana :). Víhú... mér finnst það eiginlega bara meiri heiður en fótboltabikarinn hehe. Rosalega vel heppnaður dagur í alla staði. Ég var vakin eldsnemma um morgunin með morgunmat. Ein stelpa á ganginum ákvað að kaupa rúnstykki fyrir alla. Ýkt næs.

Kvöldið áður fór ég svo í tívolí með nokkrum af ganginum að horfa á tónleika með Love shop. Hjóluðum að sjálfsögðu en á leiðinni heim sprakk á hjólinu mínu og einn félagi minn þurfti að halda á því næstum því alla leiðina. Macho man ;).

Brúðkaupið var að sjálfsögðu rosa fallegt. Mary rosalega glæsileg og Frederik táraðist. Ræðan hans var líka mjög falleg og brúðarvalsinn og allt. Gad det var mig ;).

föstudagur, maí 14, 2004

Tillykke Mary og Frederik!!!

Jamm í dag gerist það sem ALLIR danir hafa beðið eftir í mörg ár. Krónprinsinn þeirra er að fara að gifta sig. Allt að verða vitlaust í Kaupmannahöfn. Breiðtjöld útum allan bæ og ókeypis morgunmatur hingað og þangað. Hehe... talandi um að gera úlfalda úr mýflugu. En jæja, um að gera að vera með og horfa líka (annars er maður ekki maður með mönnum hérna) ;).

Það er fótboltapartý á morgun á kolleginu mínu. Þá er keppt í fótbolta milli hæða og allir eru í grímubúningum. Að sjálfsögðu er svo bjór með í spilinu. Þetta er nú einu sinni Danmörk. Hæðin mín fékk það verkefni að setja upp partýtjald í garðinum þar sem partýið verður annað kvöld að lokinni keppni. Við vorum í því nokkur í gær að setja það upp. Voða voða gaman. Svo voru bakaðar pönnsur að því loknu. Mmmmm mjööög gott.

Um kvöldið fórum við svo nokkur á Kill Bill volume 2. Þetta átti að vera hópferð, semsagt öll hæðin en við enduðum bara fjögur. Lucky me fékk að fara í bíó með þremur strákum... úllalaaa ;). Við hjóluðum niðreftir. Rosa frískandi. Myndin er rosa góð.

Later darlings...



mánudagur, maí 10, 2004

Sumarfílingur!!!

Ég var að fá æðislega afmælisgjöf frá mömmu og pabba :D. Nokia sími með litaskjá, lithium batteríi, polyphonics tónum og svo er hægt að hafa hann á íslensku. Víhú!!! Æði gæði. Mig vantaði svoooo síma því þessi sem ég var að nota var gjörsamlega í köku.

Ég er ennþá ekki komin með vinnu heima :S. Er einhver sem veit um vinnu?? Er ekki einhvern sem vantar lítinn aðstoðamann í sumar :)??

Ég skrapp til Næstved á laugardaginn með afmælisgjafir handa tveimur elstu börnunum. Ég veit ekki alveg hvert þau ætluðu þau voru svo glöð að sjá mig =). Alltaf gott að finna að maður er velkominn :). Ég og Svandís fórum svo í heimsókn til Andreasar og þar á eftir beint til bróður hans Kristoffers. Vorum endalaust að spá hvort við ættum að taka leigubíl svo við þyrftum ekki að hjóla í myrkrinu. Og vitið menn... við ákváðum að taka skynsemina á þetta og hjóluðum. Fengum svo að gista á sófanum hjá Kred (Kristoffer) þannig að við hjóluðum svo heim sunnudagsmorgun. Það var æði. Rosalega gott veður. Hjóluðum í gegnum skóginn og vorum lamdar í klessu af öllum flugunum þar. JAKK!!!

Svo var bara legið í sólbaði þangað til ég tók lest í bæinn aftur. Þá hitti ég Hauk, Gauja, Björgu og Naju og við fórum niðrá Nyhavn :). Þegar þangað var komið og við vorum búin að fá okkur ís komu þessi líka svörtus ský og drituðu á okkur. Það mætti halda að við hefðum verið á íslandi svo skjót voru veðraskiptin. Við sem vorum öll voða sumarlega klædd hlupum inní metró og heim aftur. Það var nú samt mjög ljúft að komast til baka því þá ákváðum við að skella okkur í saunu. Sem var ljúft. Svo bauð Björg okkur í þetta lika ljúffenga grænmetislasagne. Mmmm... mjög gott hjá þér Björg ;).

Svo er Tinna Brá komin til DK í þrjá daga. Hún er í inntökuprófi. Krosslegjum fyngur fyrir hana.

Hey já svo er ég búin að kaupa mér þetta fína fína hjól. Nú hjóla ég eins og vitleysingur útum allar trissur.

Jæja ég bulla meira seinna... takk fyrir að lesa honeys.

þriðjudagur, maí 04, 2004

Home sweet home!!

Þá er búið að ganga frá flugmiðamálunum mínum. Ég kem heim þann 23. júní um hádegisbil. Það er vonandi að maður fái vinnu :S. Well þetta þýðir að það eru rétt tæplega tveir mánuðir í heimkomu. Ég ætti að geta náð mér í smá danska sól, verst að maður þarf að hanga inni yfir skólabókunum það sem eftir er fram að prófum. Kannski get ég sest úti sólina með bækurnar.

Ég var vakin í morgun af Ferjuferðafélaginu DFDS Seaways. Þau vildu fá staðfestingu á því hvort ég ætlaði í smá ferð til Noregs. Ég vann nebbla svona ódýra ferð í einhverju skafmiðahappdrætti sem kom með póstinum. Skynsama Sirrý ákvað að fara ekki. Spara pening og læra. Úff úff hvenær ætlar maður að hætta þessu skynsemisrugli??

Jæja, ætla fá mér eitthvað gott í gogginn og leggjast svo yfir skruggurnar...

See yah

sunnudagur, maí 02, 2004

Og það er komið sumar í Kaupmannahöfn!!

Það er búið að vera rosalega gott veður í dag. Ekta sumarveður. Mig langar næstum því ekki heim í sumar þegar það kemur svona gott veður.

Í gær fórum við svo í Fælledparken. Rosa kósý. Live músik, ókeypis bjór í boði Íslendingafélags DTU (Danmarks Tekniske Universitet) og grill og læti. Fyrr um morgunin fórum ég og Svandís í morgunmat með einni stelpunni af hæðinni. Mjög góður dagur í alla staði. Hitti meira að segja Svövu, æskuvinkonu mína.

Núna eftir hálftíma erum við á hæðinni svo búin að leigja breiðtjald og ætlum að horfa á Kill Bill volume 1. Snakk, popp og hygge.



This page is powered by Blogger. Isn't yours?