<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 27, 2004

Alúúú...

Sirrý er orðin rosa dökkhærð. Við Sigrún fórum útí búð og keyptum hárlit og Sigrún hjálpaði mér að lita :). Það virðist greinilega ekki hafa orðið mjög sjáanlegur munur því það tók enginn eftir því. En það er nú samt hellings munur. Well well.

Það er voðalega lítið búið að gerast hjá mér. Ég finn það að það er að þyngjast í skólanum þessa dagana og maður verður bara að festa sig niður með járnum og keðjum og lesa daginn út og inn. Það gengur svona bara ágætlega. Ég fæ mig nú yfirleitt til að læra það sem sett er fyrir. Skilningurinn er soldið lakur en þó betri en í fyrra :). Svo hlýtur þetta að koma ef maður er nógu asskoti duglegur.

Nú er að styttast í haustfríið liggaliggalái :).


fimmtudagur, september 16, 2004

Til hamingju með afmælið mamma!!! =)

Já mamma mín er orðin 44 ára gömul :). Viljiði trúa því, hún er bara bráðung ennþá og á tvö uppkomin börn (eða svona nógu gömul til að sjá um sig sjálf ;)). Mamma mín, gjöfin þín kemur með Boggu eftir helgi ;).

Bogga kom til Kaupmannahafnar í gær og við frænkurnar fórum að rölta í bænum og skoða okkur um. Við komumst að því að við höfum rosalega svipaðar "verslunaraðferðir". Skoðum báðar endalaust og kaupum svo ekki neitt því það þarf svo mikið að hugsa fyrst og ákveða. Hehe... Ég veit ekki hversu oft Inga hefur til dæmis þurft að ranghvolfa augunum á sér því ég get ekki ákveðið mig híhíhí. Allavegana þetta var rosalega kósý ferð og Bogga bauð mér uppá Kjúklingasalat með allskonar furðulegheitum í og kaffi. Takk fyrir mig Bogga mín :).

Það var brunaæfing í morgun á kolleginu mínu. Allar bjöllur voru settar af stað klukkan níu. Ég setti bara mína venjulegu vekjaraklukku á og vaknaði við hana en brunakerfið virtist ekki vera hluti af mínu "vekjukerfi". Þá vitum við það, ef það myndi kvikna í þá myndi Sirrý brenna inni. Viðvörunarkerfið virkaði ekki hjá mér takk fyrir. Svo kom bara einhver strákur askvaðandi inní herbergið mitt til að athuga hvort þetta virkaði. Ég rétt náði að vefja mér inní sængina og skýla mesta holdi áður en ég stóð upp. Well ég vona að þeir komi og lagi þetta á næstu dögum.

Fyrri partur dagsins er planaður í lærdóm og svo er aldrei að vita nema maður dragi Sigrúnu út í góða veðrið seinni partinn að skoða sig um í borginni og hreyfa á sér rassgatið.

Flýtið ykkur hægt elskurnar og njótiði lífsins :)



sunnudagur, september 12, 2004

Borg elskenda!

Ég var að skríða innúr dyrunum. Við vorum semsagt í Árhúsum, ég og Sigrún um helgina að heimsækja Þór. Það var að sjálfsögðu svakalega gaman :). Við kíktum á "gamla bæinn" sem er svona eins og Árbæjarsafnið heima með gömlum húsum og svoleiðis. Mjög interesting :). Við Sigrún erum svo farnar að halda að það sé eitthvað við Árhús sem geri fólk sérstaklega ástfangið. Ég er ekki að spauga en önnur hver manneskja sem maður hitti á göngugötunni var leiðandi maka, kærasta eða kærustu. Voða voða sætt :).

Ég talaði svo mikla ensku um helgina að þegar ég heyrði loksins dönsku þá lá við að ég héldi að það væri verið að tala íslensku ;). Þór þekkir aðallega ameríkana þarna sem við héngum soldið mikið með.

Ég ætla að fara að elda mér eitthvað hollt og gott því minns er svangur.

Heyri í ykkur... ciao

föstudagur, september 10, 2004

Sirrý er í úklöndum!!!

Ég fór og hitti hana Mette mína sem ég bjó með á Østerbro einu sinni í gær. Við hittumst á Amagertorgi á Strikinu. Ég hjólaði að upphafi Striksins og skildi svo hjólið eftir og rölti niður það Strikið. Ég fékk allt í einu svona svakalegan stórborgarfíling í mig. Það var allt eitthvað svo stórt, glæsilegt og útlandalegt. Hehe... stundum hellist bara yfir mig einhver svona tilfinning ;). Samt held ég að þegar ég er flutt aftur heim eftir einhver ár og fer að heimsækja Danmörku aftur þá eigi ég ekki beint eftir að horfa á þetta sem útlönd heldur bara "hitt heima".

Allavegana, það var frábært að hitta Mette því hún er nú svo frábær. Við settumst inná kaffihús og fengum okkur kaffibolla. Svo var talað og talað... og talað. Þegar við vorum svo búnar að skoða okkur vel um í H&M ákváðum við að setjast inná RizRaz og fá okkur að borða. Þar fengum við okkur ofsalega gott grænmetishlaðborð og settumst út í góða veðrinu. Þá kom aftur þessi stórborgarfílingur í mig. Það kom gítarspilari að spila fyrir okkur hálf spánska músík og hjólataxar keyrðu fram hjá í gríð og erg. Þetta var bara ofboðslega "hyggeligt" eins og danirnir myndu kalla það.

Núna á eftir erum ég og Sigrún að fara til Árhúsa að heimsækja Þór :). Vííí það verður bókað gaman. Árhús er líka æðislegur bær.

En nú ætla ég að kíkja í bækurnar áður en ég legg af stað.

mánudagur, september 06, 2004

Fyrsti skóladagurinn.

Jæja þá er þetta að hellast yfir mann aftur. Tíminn fyrir hádegi í dag féll niður en það voru nokkrar stelpur sem mættu sem ekki höfðu fengið upplýsingarnar því þær mættu ekki heldur á kynningadagana. Þar á meðal ein íslensk stelpa :). Nú erum við tvær... víhúú!! Ég gerðist smá guide fyrir tvær danskar og sýndi þeim allt það nauðsynlegasta og sagði þeim það sem gott er að vita. Fyrsta skiptið í þessu námi sem ég veit eitthvað meira en hinir :).

Eftir hádegi var svo medicin. Ég hafði mig alla við að hlusta og glósa og reyndi eins og ég gat. Jiii hvað þetta tekur á maður. Glósurnar hjá þessum kennara eru ekki til að skilja fyrir fimmaur og það sem hann segir er hebreska á hvolfi!! Sumar dönsku stelpurnar skildu ekki hvað hann sagði hvað þá meira. En þetta er víst spurning um blóð, svita og tár og mikla vinnu.

Núna er ég að detta í sundur af hungri en ískápurinn minn er heldur tómlegur. Ætli maður eigi ekki frosin kjúkling einhverstaðar sem maður getur hent í ofninn ;). Well, þýðir ekki að slóra. Farin að læra.... wish me luck ;).



sunnudagur, september 05, 2004

Kósý kósý!!!

Sit hérna í krúttlega herberginu mínu með kertaljós. Vantar bara að hafa Nonnann minn hjá mér þá væri þetta fullkomið :).

Ég held bara svei mér þá að ég geti verið stolt af sjálfri mér. Ég er ekki byrjuð í skólanum ennþá (fyrsti dagurinn á morgun) og samt er ég búin að sitja í allt kvöld og lesa. Rosalega er anatomian erfið maður. En þó rosalega áhugaverð =). Mannslíkaminn er svo stórkostlegt fyrirbæri.

Ég er komin með heimasíma þannig að nú getur fólk hringt í mig "ódýrara" ef það vill :). Símanúmerið er 0045 36 97 27 41. Endilega sláið á þráðinn. Eða dánlódið www.skype.com. Rosalega sniðug síða sem gerir manni kleift að hringja ókeypis í gegnum netið. Ég er nú þegar komin með nokkra á skrá og þetta er þrælsniðugt. Ég hef örugglega talað um þetta áður en... whatever.

Ég er búin að panta mér far heim þann 6. október :p. Þá er haustfríið mitt en mín ætlar þá að skella sér beinustu leið á Dalvík og vera þar í tíu daga. Ótrúlegt aðdráttarafl sem þessi bær hefur ;) eða ætli það sé eitthvað annað sem dregur mig þangað.... ;).

Jæja, mig langar svakalega til að spila smá á gítarinn núna...

Later... ciao

laugardagur, september 04, 2004

Kannast einhver við þetta ;)

Ég rakst á þetta á einhverri bloggsíðunni og ákvað að stela þessu. Mér fannst þetta bara soldið sniðugt :).

Nú er verið að hanna viðvörunarmerki í Bandaríkjunum til að setja á áfengisflöskur. Ljósrit af því fór á flakk, svo hér má sjá sýnishorn af því sem Bandaríkjamenn ætla hugsanlega að setja á allar vínflöskur:

1) Þú átt á hættu að dansa eins og fífl ef þú drekkur úr þessari flösku.
2) Neysla áfengis getur orðið þess valdandi að þú segir sömu leiðinlegu söguna aftur og aftur, þar til vini þína langar mest til að berja þig.
3) Neysla áfengis getur orðið til þess að þú "þegir þlutina þvona".
4) Neysla áfengis getur komið þeirri ranghugmynd inn hjá þér að fyrrverandi elskhugar þrái að heyra í þér klukkan fjögur að morgni.
5) Neysla áfengis getur orðið þess valdandi að þú hafir ekki hugmynd um hvar nærbuxurnar þínar eru niðurkomnar.
6) Neysla áfengis getur orðið til þess að þegar þú opnar augun morguninn eftir sjáirðu eitthvað sem vekur þér ótta (eitthvað, sem þú getur ómögulega munað hvað heitir).
7) Neysla áfengis getur valdið því að þú teljir þig miklu laglegri, og gáfaðri en þú ert, sem getur leitt til óteljandi vandræða.

Hefur eitthvað af þessu einhverntímann átt við þig??? Múhahahaha....

This page is powered by Blogger. Isn't yours?