<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, október 31, 2004

Múhahahahahaha!!!!!!

Þá er helgin þessi viðburðaríka helgi að klárast. Ég og Sigrún byrjuðum á föstudagskvöldinu að undirbúa Tour De Chambre. Fyrir þá sem ekki vita þá er það svona kollegidjamm. Þá skiptumst við (fólkið á hæðinni minni) á að fara inní herbergi til hvors annars og þiggja drykk. Flestir reyna svo að hafa eitthvað ákveðið þema. Sigrún fékk að vera með og hjálpa mér með þemað í mínu herbergi. Við klæddum allt herbergið í svarta ruslapoka, mikil vinna en ansi skemmtilegt :). Svo settum við köngulóarvefi útum allt og kerti :). Svo útbjuggum við eeeeeeeeldrauðan drykk og settum í sprautur og vorum svo með Hot&Sweet í meðalaglösum. Sigrún var vampýra og ég hjúkka sem varð fórnarlambið hennar. Rauði drykkurinn átti semsagt að þýða blóðið úr hjúkkunni. Já já við erum klikkaðar. Allur laugardagurinn fór í undirbúning. Svo byrjaði gamanið og fólkinu fannst mikið til koma :). Ég og Sigrún vorum púðraðar svaka hvítar í framan og þetta var rosa flott :). Það eru myndir hérna fyrir neðan :).
Allavegana... hin herbergin voru svo líka voða fín flest :). Ein var með haustþema og var með laufblöð og greinar útum allt herbergi. Lét okkur öll fara í vettlinga eða húfur áður en við fórum inn. Ein var með kínverskt þema og einn með eyðieiyju þema. Svo þetta var bara voða skemmtilegt.

Svo stungum við Sigrún af í innflutningspartý til Hauks og Gauja. Þar var halloween þema í gangi og allir áttu að koma í búningum.

Mjööög vel heppnað kvöld skal ég segja ykkur :). Ég vona að myndirnar tali sínu máli eða eins og Haukur segir... "Mynd segir meira en 1000 orð ;).

Until next... bæjó



Föstudagskvöldið að byrja að undirbúa Tour De Chambre Posted by Hello


Sigrún að líma Posted by Hello


Ég var í náttötunum allan laugardaginn að undirbúa. Posted by Hello


Sigrún þurfti að fara útí búð og kaupa fleiri plastpoka. Posted by Hello


The dead nurse. Má bjóða þér blóð... úr mér... múhahahaha!!! Posted by Hello


Sigrún scaaaary vampýra Posted by Hello


Sigrún að fá blóðsprautu... mmmm Posted by Hello


Sameginlegur matur. Djöfull er maður hvítur...  Posted by Hello


Innflutningspartý/Halloween hjá Hauki og Gauja. Daði, Sigrún, Ég, Geir og Haukur. Posted by Hello


Pönkaraparið Björg og Gaui Posted by Hello


Haukur og Björg að missa sig í gleðinni Posted by Hello


Óli vann fyrstu verðlaun fyrir búninginn sinn sem Ofur-Ölvi Posted by Hello


Haukur og Sigrún heit og seiðandi...  Posted by Hello

fimmtudagur, október 28, 2004


 Posted by Hello

Nú er Sirrý ánægð með sjálfa sig :)!!!

Ég er búin að vera ooooofurdugleg að læra :). Klukkan er 23.00 og ég var að klára. Ég vona að ég sé ekki að storka örlögunum neitt með því að segja að ég held svei mér þá að ég nái barasta málfræðihlutanum í ár :). Ég var nú reyndar fyrir löngu búin að ákveða að ná þessu öllu saman núna, en það skemmir ekki þegar maður skilur fattiði ;). Ætli ég eigi svo ekki eftir að setjast niður einhvern daginn og væla yfir því hvað ég kunni ekki neitt. Maður á það til að rokka soldið á milli... blink blink.

Ég fór til Næsved um helgina síðustu eins og þið kannski vissuð. Það var voðalega kósý að komast smá í sveitina. Börnin eru alltaf að stækka og já, árin líða og ég verð alltaf ókunnugri og ókunnugri. Soldið skrýtið að hugsa til þess miðað við hvað maður var náin þeim á tímabili. En þannig er það nú og lítið við því að gera. Þetta var samt yndislegt. Þau eru að gera mest allt húsið upp núna. Setja nýtt "stráþak" og breyta öllu uppá háalofti (þar sem svefnherbergið þeirra er) þannig að þau sofa í hjólhýsi útí garði núna.
Lisbeth týndi epli útí garðinum á sunnudeginum og gerði "eplaköku" sem var meira eins og eplamauk en það smakkaðist rosalega vel. Ég kíkti svo útá Næstvedska lífið með Svandísi (au-pair eftir mér) og Jóhönnu (au-pair núna). Það heppnaðist bara ágætlega en við vorum komnar tiltölulega snemma heim í rúm (sem mér fannst reyndar bara ágætt).

Það var matarklúbbskvöld hérna á hæðinni minni í kvöld. Þá eldar einhver einu sinni í viku og þeir sem mæta borga ákveðna upphæð fyrir að fá að borða. Mjög sniðugt og einstaklega skemmtilegt. Í kvöld fengum við grískan matseðil :). Einhverskonar kjötbollur (mjög góðar) og kartöflur í ofni (mjöög góðar) og grískt salat með feta osti og ólífum (mjööög gott).

Um helgina er svo Tour De Cambre á hæðinni minni en ég segi ykkur allt um það þegar það er búið ;).

Svo látið ykkur hlakka til ;) blink blink...

föstudagur, október 22, 2004

Mjólkurlaus!!

Það er mjólkurverkfall hjá Arla. Ég fór í Nettó að versla áðan og það var bara engin mjólk. Jú reyndar smá nýmjólk en mig langar ekki að setja rjómakenda mjólk útá kornfleksið mitt. Hvað gera bændur þá?? Ooo jæja, ætli maður þrauki ekki ;).

Ég er að fara til Næstved á morgun að heimsækja Østergård familíuna :). Það er svakalega langt síðan ég fór þangað síðast. Svandís sem var au-pair þarna síðast verður þarna líka og nú er komin þriðja au-pair stelpan þangað líka þannig að það verður sannkölluð íslendinga/au-pair nýlenda þarna um helgina :).

Jæja ég ætla að læra smá... see yah guys :)

miðvikudagur, október 20, 2004

Frábær þessi tækni :)

Það er alveg stórkostlegt að maður getur farið inná www.ruv.is og séð fréttir og kastljós og fleira. Bæði beint og það sem hefur verið síðustu tvær vikur. Soldið gaman að geta fylgst með fréttunum heima og vita hvað er að gerast. Maður getur meira að segja horft á þetta beint :).
Það er líka hægt að horfa á "Laugardagskvöld með Gísla Marteini", "Spaugstofuna"og margt fleira :). Þetta er stórsniðugt fyrir nema í útlöndum eða bara ef maður hefur misst af og vill sjá :). Verst að stöð tvö sýnir ekki Idolið ;) hehe...

þriðjudagur, október 19, 2004


Hí hí er ég ekki sæt ;) Posted by Hello

Það hlýtur að vera mjög fyndið að hlusta á einhvern lesa hljóðfræði :). Hljóðin sem koma útúr manni þegar maður les þetta. Hehe... það er ekkert smá. Sigrún fékk að reyna það áðan. Hún sofnaði híhí...

mánudagur, október 18, 2004

Váááá!

Ég er að missa mig í gleðinni. Var eitthvað að fikta og fann út hvernig ég get sett myndir inná bloggið mitt :). Kann þetta ekkert voða vel ennþá en þetta er þó eitthvað :). Þið tölvusnillingar sem kannski lesið þetta meigið ekki gera grín af mér, ég fann þetta út alein og er ofurstolt :)!


Sætar frænkur á Hverfisbarnum  Posted by Hello



 Posted by Hello

Well þá er maður komin aftur til Danmerkur úr sælunni á Íslandi í haustfríinu. Það er hálf skrýtið að vera komin aftur satt að segja þó ég hafi bara verið um 11 daga heima.

Það rignir stanslaust hérna!!! Ekta danskt haustveður víst. Fyrr má nú samt vera, það bara styttir ekki upp. Þá held ég að ég vildi frekar íslenskan snjó (þó undarlegt meigi virðast).

Síðustu dagana heima fórum við Nonni til Reykjavíkur (sem kannski flestir vita). Okkur var boðið í dýrindis svartfuglaveislu :). Svo fór ég heim til Ingu og Jóa eftir það en hvorugt þeirra var heima :) Ég var að spila við Völu og Solveigu og Tinnu nýja FRIENDS-spilið. Það var svaaaðalega gaman og ég og Vala vorum saman í liði og rústuðum stelpunum ;). Svo skelltum við okkur niðrí bæ og hittum Nonna og vini hans þar. Þetta var rosalega vel heppnað kvöld :) og mikið dansað. Vala var alveg í essinu sínu :). Frábært að hitta hana því hún er búin að vera á Ítalíu í allt sumar og við höfum alltaf farið á mis við hvor aðra þegar við komum heim til Íslands.

Já en nú er alvara lífsins tekin við aftur. Læra læra læra alla daga með sveittan skallan. Víííí... gífurlegt stuð :). Þetta er nú samt örlítið bjartara en það var í fyrra. Þó nokkuð margir hlutir sem eru farnir að meika sens af þessu öllu saman. En ég er ekki að segja að þetta sé auðvelt. Langt því frá.

Vá djöfull getur maður endalaust þvaðrað um ekkert þegar maður tekur sig til. Halló Hafnafjörður!!!!

mánudagur, október 11, 2004

Hæ hæ og halló gott fólk :)

Já já sorrý Inga mín hvað ég get verið löt að skrifa. En ég þekki marga sem eru verri en ég (engin afsökun, ég veit). Allavegana eins og kannski flestir vita þá er ég stödd á Landi íss og klaka núna nánar tiltekið á Dalvík :). Búin að vera síðan á miðvikudaginn. Get sagt að ég hafi í raun bara slakað á og tekið því rólega. Kíkja inná Akureyri inná milli og upplifa "stórborgarfílínginn" þar ofl. Að sjálfsögðu kíkir maður líka í skólabækurnar fyrst maður er nú að burðast með þær á milli landa ;).
Fjöllin í kringum Dalvík eru núna þakin snjó og tréin eru að verða kviknakin. Rosalega haustlegt og fallegt :). Já ofurrómantískt :).
Við ætlum svo að keyra í bæinn á föstudaginn og það kvöld er okkur boðið í fuglaveislu :) Mamma og pabbi ætla að elda svartfugl ofaní familíuna hans pápa. Mmmm... verður það íslenskara?

Gotta gó
hej hej

This page is powered by Blogger. Isn't yours?