<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 30, 2004


Stefán tók lagið fyrir systur sína :)

Við fórum ekki til Póllands. Vitlausi Tandri ákvað að bíða með að panta þangað til daginn sem við ætluðum að fara og þá var að sjálfsögðu orðið uppselt. En það nær ekki lengra og þýðir ekki að gráta það. Stefán kom nú samt í heimsókn til mín og við skemmtum okkur konunglega :). Við tókum því samt ofurrólega og gerðum voðalega lítið. Vorum aðallega bara að spjalla, fara í göngutúra og horfa á dvd. Svaka þægilegt bara :). Eina nóttina sátum við svo og spjölluðum heillengi og rifjuðum upp gamla tíma. Grenjuðum úr okkur augun af hlátri yfir einhverju hallærislegu sem við höfðum gert sem börn. Hehe... það var ansi gaman.

Núna eru akkúrat tvær vikur þangað til ég kem heim :). víííí!!! Ég get ekki beðið samt. En ég vona að þetta verði nú bara fljótt að líða. Jæja ég ætla að fara að halda Mette félagsskap. Hún er víst eitthvað einmana í eldhúsinu.

heyrumst og sjáumst, hej hej

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Girly girly!!

Vá... ég var í skólanum í dag og ég get svo svarið það að mér blöskraði næstum hvað þetta var eitthvað stelpulegur dagur hjá þeim bekkjasystrum mínum. Þær gerðu ekki annað en að skoða prjónablöð og saumablöð allan daginn og flissa og brosa eins og barbýdúkkur... Ég veit það ekki kannski er það bara ég en mér fannst allt í einu synd að það eru ekki fleiri strákar í bekknum mínum. Fyrir nú utan það að það er synd að þetta skuli vera svona konustarfsgrein. Eins og bara með allt sem er kynjaskipt. Að sjálfsögðu á að vera jafnt af kynum í hverri starfsgrein.

Allavegana... Ég er búin að kaupa mér Milka súkkulaðidagatal (gerði það nú fyrir nokkrum dögum síðan) og er að telja niður dagana þangað til ég fer heim. Byrjaði semsagt á glugga númer 24 og færði mig svo neðar og neðar. Nú er ég semsagt komin á glugga 20 því það eru 20 dagar þangað til ég fer heim :). Svakalega góðir súkkulaðimolar í þessu dagatali, sumir eru meira að segja fylltir. Mmmmm....

Nú er búið að ákveða dagsetningu á julefrokost á hæðinni minni. Það verður 4. desember. Hlakka mikið til þess. Dönsku jólahlaðborðin eru nú svo skemmtileg ;).

Jæja.. loksins kom snúran frá Nonna í pósti og ég gat farið að hlaða myndunum inná tölvuna frá því að hann var hérna og hérna fáiði smá sýnishorn af þeim :)

Enjoy my darlings....


Það var miiiikið verslað


Þreytt eftir laaangan verslunardag.


Hittum Þór og félaga á pöbb á Strikinu.


Veitingastaðurinn sem við borðuðum á í tivoli.


Á julemarket i Tivoli. En nisse.

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Síðasta fimmtudag var komið að mér að elda fyrir meðlimi matarklúbbsins :). Ég eldaði rosalega góðan fiskrétt sem Lilja Rún gaf mér uppskrift af með fiski sem Nonni kom með út handa mér. Rosalega fín Ýsa :). Danirnir voru mjöög sáttir og aðalumræðan við það kvöldverðaborð var Ísland. Gaman að geta komið með eitthvað svona smá íslenskt í klúbbinn ;).

Ég og Sigrún vorum svaaakalega duglegar um helgina :). Við bökuðum gommu af piparkökum. Mmmmm, nú á ég fullt af piparkökum sem passar fínt því ég á einmitt að baka köku fyrir hæðina mína í kvöld. Ég ætla bara að bjóða uppá þessar dýrindis piparkökur okkar Sigrúnar.

Stefán bestasti bróðir minn er svo að koma í heimsókn til mín næstu helgi :). Þetta var ákveðið á no time og allt í einu var það bara ákveðið. Ég get ekki beðið eftir að hitta hann. Reyndar var ég búin að plana að fara til Póllands þessa helgi með Sigrúnu og Tandra og fullt af fólki og ég ákvað þá bara að slá tvær flugur í einu höggi og taka strákinn með. Þannig að Vigfúsarbörn eru á leiðinni til Póllands næstu helgi hvorki meira né minna :). Við siglum með ferju á föstudagskvöldi og erum komin laugardagsmorgun til Póllands. Í ferjunni er víst heitur pottur og búðir og pöbbar og alls konar. Við verðum svo allan laugardaginn í Póllandi að skoða og jafnvel versla smá þar sem allt er svo svakalega ódýrt þar víst. Svo er farið til baka laugardagskvöld og sunnudagsmorgun er maður mættur aftur til Kaupmannahafnar. Ég er að sjálfsögðu bara að þessu af því að þetta kostar skít á kanil. Maður er náttla alltaf að spara en stundum má maður nú leifa sér eitthvað.

En jæja, ég er ekki ennþá búin að fá snúruna við myndavélina frá Nonna en hún er í pósti :). Í staðinn skal ég sýna ykkur piparkökurnar sem við Sigrún bökuðum :)


Fullt fullt af glæsilegum piparkökum.


Mmmm... haldiði að það sé girnilegt ;)

miðvikudagur, nóvember 17, 2004


Sirrý er sáttur við lífið og tilveruna held ég svei mér þá... blink blink

Jæja, þá er Nonni kominn :) og farinn :(

Síðustu dagar voru æðislegir. Við Nonni gengum svo mikið að við höfum sennilega gengið lífsskamtinn okkar af göngu. Það var mikið verslað og það aðallega fyrir jólin. Það er búið að skreyta Strikið núna og allt er að verða svaka jólalegt. Við kíktum einmitt líka í jólamarkað í tívolíinu. Það var stórfenglegt. Rosalega falleg ljósin öll og jólahúsin. Við fórum á veitingastaðinn Balkongen sem er í tívolíinu og fengum okkur önd og purusteik þar. Svaka fínt. Og svo var farið inní stórt skip sem búið er að breyta í veitingahús og þar fengum við okkur Irish coffie. Það var rosa gott en Jóhanna, mamma Nonna, á samt ennþá sigurinn í besta Irish coffieinu :).

Á föstudeginum fórum við og hittum Mette sem ég bjó með hérna einu sinni. Fórum á Wallstreet og fengum okkur nokkra jólabjóra :). Svaka stuð. Svo á laugardeginum fórum við snemma af stað, eða um hádegi, á flakk m.a. jólamarkaðinn og þar á eftir hittum við Þór og félaga hans. Haukur, Gauji og Ellen létu svo líka sjá sig þannig að það var bara fullt af fólki :). Við Nonni fórum samt "tiltölulega" snemma heim sökum þreytu.

Nonni skildi digital myndavélina sína eftir hér svo ég geti notað hana :). Þegar ég er búin að setja myndirnar frá ferðinni hans hingað inná tölvuna þá get ég sett eitthvað af þeim inná síðuna :) svo again... látið ykkur hlakka til :)

Kem með myndirnar eins fljótt og ég get.

mánudagur, nóvember 08, 2004

Jóla hvað...?

Jæja, ætli maður verði ekki að verða af óskum "áskrifendanna" og blogga enn og aftur ;).

Þá er enn einn mánudagsskóladagurinn á enda. Málfræði og anatómía... víhúúú!! Gífurleg gleði. Æi þetta er nú kannski alveg ágætt allt saman. Ég verð í jólafríi frá 15. des til 13. feb. og ég ætla ekkert að vinna í þessu fríi mínu heldur bara læra. Ég er búin að reikna út að þá get ég gefið hverju fagi fyrir sig ca. 12 daga ef ég les ekki um helgar og helgidaga. Mér líst bara ansi vel á það held ég. Þetta verður svona upprifjun á því sem ég hef verið að lesa fram að jólum og tíminn sem ég nota til að koma öllu í almennilegt horf.

Anyways. Það var "hátíð" í Danmörku á föstudaginn síðastliðinn eða hinn svokallaði J-dagur. Þá kemur danski jólabjórinn út og allir danir (og íslendingar) verða ofurkátir :). Ég og Sigrún fórum og hittum Tandra og vini hans til að halda uppá daginn. Þetta kvöld keyrir svo risatrukkur út um allan bæ og heimsækir bari og gefur bjór hægri og vinstri. Fólk í búningum og með húfur á hausnum með húllumhæ og læti. Mjög skemmtilegt :). (myndir fyrir neðan)

Ég er ekki frá því að ég sé að komast smátt og smátt í jólaskapið :). Búin að kaupa eina jólagjöf og búin að ákveða allavegana tvær í viðbót :). Svo erum við Sigrún búnar að ákveða að baka piparkökur í fyrstu aðventuhelginni. Ég bíð spennt eftir að þeir skreyti Strikið :).
Jólamarkaðurinn í tívolí fer líka að opna bráðum (ef það er ekki bara búið að opna hann) og þangað ætlum við Nonni að kíkja. Já Nonni kemur til mín eftir 3 daga!!!! Spáið í því :). Ég get ekki beðið.

Jæja nú ætla ég að hætta þessu blaðri og leyfa ykkur að skoða myndir ;) blink blink....


Svona leit fólkið út sem keyrði útum allan bæ og skemmti liðinu :)


Tandri töffari með tattú og Julebryg.


Mér var gefin einhver ljótasta húfa sem ég hef nokkurn tímann séð... en gaman að þessu :)


Sigrún og Tandri urðu roooosa góðir vinir!


Er ég ekki fín með nýju húfuna mína? blink blink...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?