<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 28, 2005


Mynd af eðlilegri hljóðhimnu

“Anatomy is a language, As dead as can be, It killed the ancient medics, And now it’s killing me”.
Höf. óþekktur

Ég fór í medicin tíma í dag og fékk smá panikkast í framhaldi af því. Það er svo afskaplega mikið flókið við mannslíkamann. Mjög áhugavert líka en það vill svo "óheppilega" til að ég þarf að læra þessa flóknu hluti utan að fyrir sumarprófin. Ekki bætir það úr skák að bókin er á ensku og svo fær maður þetta allt saman á dönsku í tímunum. Soldill hrærigrautur allt saman.

Allavegana, panikkastið varð til þess að mín fór að grúska á netinu. Ég fór inná www.google.com og setti inn orðið anatómía. Þá fann ég allskonar drasl sem kom mér ekkert við en ég fann líka alveg snilldarsíðu sem mun ábyggilega nýtast mér vel. Þetta er síða háls-,nef- og eyrnadeildar Landspítala Háskólasjúkrahússins. Þar eru alls konar glósur frá hinum ýmsum fyrirlestrum og fullt af fróðleik. Þarna er meðal annars hægt að afla sér upplýsinga um hor hehe.... intresting ekki satt ;).

Ég las þarna einhverskonar skilgreiningu á heyrnarfræðinni. Þar er komið inná ýmsa þætti heyrnarfræðinnar og það fyndna var að hluti af þessari grein var eins og bein endurtekning á því sem Viggó (medicinkennarinn minn) hafði verið að segja fyrr um daginn. Ég er aðeins búin að kíkja yfir glósurnar og kannast við heilmörg hugtök þarna.

Rosa fínt að fá þetta á íslensku svona aðeins til að átta sig á hlutunum. Ég lenti t.d. í því fyrir jól að kennarinn var að tala um eitthvað sem heitir diaphragma. Hann bablaði og bablaði fram og til baka og teiknaði myndir og útskýrði. Ég hins vegar gat ekki sett þetta í neitt samhengi. Svo komst ég að því að þetta er þindin. Það breytti nákvæmlega öllu. Þá fór allt að meika sens allt í einu. Svona geta tungumálaörðuleikar stundum skemmt fyrir manni og þetta sýnir hversu mikið það getur hjálpað að hafa jafnvel bara smá efni á íslensku við hliðina á þessu enska/latneska/danska dóti.

Mér fannst allavegana afskaplega gaman að komast yfir þessi gögn og mig langaði að deila því með ykkur. Nú er bara að hella sér yfir þetta.

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Kljúfum loftið eins og Konkordþota, komum niður finnum töfrasprota...

Iceland express var með tilboð í hádeginu í dag. 2000 ferðir á 2000 kall. Við Nonni hittumst á netinu ca. klukkutíma áður en tilboðið byrjaði og skoðuðum dagsetningar og ferðir. Ferðirnar í maí voru allar á svona 9000kr til 18.000kr ein ferð þannig að þetta er ótrúlega dýrt. Svo rétt eftir hádegi voru alltí einu allar ferðirnar á 2000. Minn maður skellti sér þá bara á ferð og borgaði 10.200 kr fyrir að koma í heimsókn til mín 12.-15. maí næstkomandi :). Þetta er alger snilld. Verðið er svipað og ódýrasta innanlandsflugið sem maður fær á Íslandi. Svo þegar ég kíkti á netið aðeins seinna um daginn þá voru allar ódýru ferðirnar farnar og allt var orðið eiturdýrt aftur. Svona er gott að vera sniðugur og nýta sér tækifærin ;). Nú kemur Nonni tvisvar í heimsókn til mín fram að prófum. Gæti það verið betra... ;)

laugardagur, febrúar 26, 2005

Hring eftir hring eftir hring...

Ég er komin aftur til Danmerkur. Ég veit þið heima á Íslandi saknið mín meira en hægt er að ímynda sér en svona er þetta nú bara elskurnar mínar, ég get bara hreinlega ekki verið allstaðar ;).

Það er fínt að vera komin aftur svosem. Ég er búin að skipuleggja tímann minn mjög vel og er meira og minna lærandi alla daga. Ég held svei mér þá að skipulagsgleðin hjá mér eigi eftir að drepa mig einn daginn. Að sjálfsögðu tekur maður sér pásur inná milli. Ég er t.d. búin að setja mér einn frídag í viku þar sem ég þarf ekki að líta í skólabók. Það er ágætis regla. Ég skal ná þessum prófum.

Það verður nóg að gera hjá mér að taka á móti fólki á næstunni þar sem að Nonni kemur til mín um páskana. Hann verður frá 24. mars til 3. apríl og svo kemur mamma til mín 26. apríl og verður til 3. maí. Svo eru frænkur mínar nú búnar að lofa mér að kíkja til mín einhverntímann. en það er ekkert ákveðið ennþá í þeim efnum.

Ég er búin að fá að vita hvenær prófin mín verða. Ég fer í próf 1. júní, 2 eða 3 júní og svo síðasta prófið 20. júní. Mín gerði sér lítið fyrir og skellti sér inná www.icelandexpress.is og keypti sér far heim þann 21. júní. Þá er það vitað hvenær ég kem heim í sumar. Eruð þið ekki glöð ;)?

Það er víst verið að elda kjúkling handa mér núna :). Kannski ég kíki fram og athugi hvort það sé kominn matur.

Knús til ykkar allra my dúlls :).


This page is powered by Blogger. Isn't yours?