<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 18, 2005


The Big Eye í London. Vá hvað þetta verður gaman


Loftbelgurinn í Bournemouth sem ég ætla feitt að prófa

Allt að gerast :)

Nú eru 6 dagar í að Nonni kemur í heimsókn og vika í England :). Get ekki beðið. Við gistum semsagt í Bournemouth sem er víst ca. tveggja klukkutíma lestarferð frá London (ekki einn klukkutími eins og ég sagði síðast). Þar búa Addi og Kjarri vinir Nonna og þeir ætla að vera svo elskulegir að leyfa okkur að gista. Eða ætti ég að segja að þeir eru svo heppnir að fá að njóta félagsskapar okkar í nokkra daga ;). Ég er að sjálfsögðu búin að skoða allt sem hægt er að skoða á netinu um London og Bournemouth. Búin að athuga hvort allt sé ekki örugglega opið um pákana sem mig langar að skoða og svoleiðis. Ég komst að því að það er hægt að fara í loftbelg í Bournmouth sem kostar ekkert svo mikla peninga :). Vá hvað ég ætla að prófa það. Þetta verður meiriháttar!

mánudagur, mars 14, 2005


London baby!!


Þetta get ég séð eftir 11 daga :)

London baby!!!!!

Yebb við Nonni ætlum að skella okkur til London daginn eftir að hann kemur til mín eða þann 25.-28. mars. Okkur langaði svo að gera eitthvað sniðugt saman þegar hann kemur og Erla bekkjasystir mín benti mér á að kíkja inná þessar ódýru flugsíður sem er svo mikið til af. Ég fór inná easyjet.com og fékk far fyrir okkur bæði fram og til baka fyrir ca. 30.000 kall. Við munum svo gista hjá Adda vini Nonna sem býr ca. klukkutíma akstur frá London að mig minnir þannig að þar spörum við okkur hótelkostnað. Þetta er pjúra snilld :). Ég hef aldrei komið til London. Ég hlakka endalaust til!!! Nú er bara að leggjast á netið til að finna hvað er áhugaverðast að skoða :). Víhúúú..... og endilega ef það er eitthvað sem ykkur finnst að við verðum að skoða látið mig vita :).

laugardagur, mars 12, 2005



Jæja, minns er hættur að vera slappur :)

Kvefið er svona að segja bæ hægt og bítandi. Sem betur fer. Veðrið hérna er samt ekkert að skána. Það snjóar eeeeendalaust. Þetta er ótrúlegt. Snjór og slydda og slabb og skítur alla daga.

Ég hitti Beggó í gær og við fórum og fengum okkur hádegismat á RizRaz. Fengum okkur miðjarðarhafsgrænmetishlaðborð. Mmmm... rosalega gott. Ég held alveg svakalega mikið uppá þennan stað. Hollt og gott, ódýr og mjög huggulegur staður. Guðrún greyið var svo bissý á tannfræðingaráðstefnunni að hún gat ekki hitt okkur.

Vinur minn af hæðinni átti afmæli í gær og ætlar þess vegna að halda partý í kvöld. Hann er víst búinn að setja saman heilan helling af "lagkager" og svo er kominn bar inní setustofu og allar græjur. Við erum nokkrar stelpur af hæðinni sem erum búnar að splæsa saman í afmælisgjöf handa honum. Keyptum romm flösku. Honum finnst það víst voða gott. Vonum að veislan hans heppnist vel.

Minns er svangur. Ég ætla að fá mér eitthvað í gogginn minn.

miðvikudagur, mars 09, 2005


Minns er slappur :(

Ég hata kvef!!

Hvernig stendur á því að ég verð alltaf svona slöpp þegar ég fæ kvef?? Þetta er ótrúlegt. Ég verð bara ónýt. Ég þurfti að fara heim úr skólanum í dag því ég náði bara enganveginn að einbeita mér. Öll orkan fór í að halda hausnum uppi og horinu inní nefinu. Og ég sem á að mæta í lesgrúbbu í fyrramálið. Ég vona bara að ég verði skárri á morgun.

mánudagur, mars 07, 2005


Svona lítur miðeyrað út :).

SVÍÍÍÍN!!!!!!!

Ég átti sunnudagshreingerninguna í gær. Ekkert að því svosem. Ég bý á stað þar sem er sameiginlegt eldhús og þá skiptumst við á að þrífa... eðlilega. Það sem er ekki eins eðlilegt er umgengnin hjá fólki. Sunnudagshreingerning þýðir ekki að sá sem á hreingerninguna þann daginn eigi að vaska upp fyrir alla hina það sem þeir hafa notað af leirtaugi og pottum alla vikuna. Ónei. Sunnudagshreingerning þýðir að þá er ryksugað, skipt um dagblöð inní vaskskáp, gömlum dagblöðum hent, viskastykki og tuskur þvegnar, gólfið skúrað og þess háttar. Inn á milli þarf að þrífa ofninn og veggina og þurrka úr hillum og svona. Semsagt svona stærri þrif en maður gerir svona á hverjum degi. Ég hinsvegar bý með svínum!!! Ég þurfti að byrja á því að vaska upp svona ca. jafnmikið af leirtaugi og pottum og pönnum og ég nota á viku. Báðir vaskarnir voru stútfullir og eldhúsborðin voru ógeðsleg. Það er eins og fólki detti ekki í hug að nota tusku. Ég er ekki að kvarta því ég nenni þessu ekki. Það er bara ekkert eðlilegt að fólk geti ekki séð um að ganga almennilega frá eftir sig. Ég er alvarlega að spá í að útbúa smá lista í tölvunni og hengja upp í eldhúsinu. Bara svona basic atriði, svona common sense. Vaska upp eftir sig, þurrka af borðum, ekki skilja eftir matarleifar í vaskinum eða sósurestar í pottum og geyma þar í fjóra daga. Þegar ég var búin að þrífa var ég mjög ánægð með árangurinn. Eldhúsið var bara mjög vistlegt. Ótrúlegt en satt þá hélst það þannig allan daginn og allt kvöldið. En jú lets face it það var næstum enginn heima á hæðinni (allir útá landi að heimsækja foreldrana eða eitthvað). Í morgun kem ég svo fram og þá hefur einhver skilið eftir morgunverðardiskinn sinn og glasið sitt óuppvaskað og ekki nóg með það þá var annar vaskurinn allur útbíaður í haframjöli og rúsínum. Ég skiiiiiil ekki hvernig fólk hefur samvisku í að skilja þetta svona eftir í sameiginlegu eldhúsi. Fólk getur hagað sér svona þegar það eignast sitt eigið eldhús og safnað saman öllum þeim heimsins sýklum sem það vill þegar að því kemur. En ekki þegar það eru 12 aðrir sem nota eldhúsið með þér. Ég ætla að fara að vera leiðinlega manneskjan á hæðinni sem pikkar í alla og skammast. Án spaugs þetta er ekki hægt!!!

En í svo ég hætti nú að skammast og kvarta. Ég fór semsagt í skólann í dag eftir hádegi að hlusta á Viggó tala um eyrað :). Í pásunni fór ég svo og spjallaði við þrjú bekkjarsystkini mín sem eru saman í lesgrúbbu og spurði hvort þau hefðu pláss fyrir eitt stykki íslending. Þau höfðu víst nóg pláss fyrir svoleiðis. Þannig að nú er ég komin í medicin lesgrúbbu. Við skiptumst á að hittast heima hjá hvort öðru og tala saman um þetta ágæta fag. Fyrsti fundurinn minn mun vera á fimmtudaginn og ég er bara nokkuð spennt :).

Í medicin í síðasta tíma fengum við að sjá hamar, steðja, og ísstað. Þið vitið litlu beinin inní miðeyranu. Það var mjööög áhugavert og aldrei hefði ég getað trúað því hversu lítil og sæt þau eru. :) Jamms skólinn getur líka verið skemmtilegur hehe...

laugardagur, mars 05, 2005


Mmmm... dejligt skinkuhorn


Sjóræningjafáni í garðinum mínum

Sirrý bakaradrengur

Ég tók mig til og bakaði skinkuhorn áðan hvorki meira né minna :). Ég átti pressuger í ísskápnum sem ég þurfti að nota áður en það skemmdist. Fyndið, frekar en að henda pressugerinu sem kostar kannski eina og hálfa danska krónu þá fer maður útí búð og kaupir fullt af drasli í bakstur sem kostar mikið meira.... hehe. En það er nú bara gaman að baka og ennþá skemmtilegra að borða afraksturinn blink blink... ;). Þetta urðu tvær plötur af skinkuhornum. Það stóð í uppskriftinni að þau ættu að vera í ofninum í 15-20 mín. Ég stillti samviskusamlega klukkuna á 15 mín. og ákvað að kíkja á hornin eftir það. Þá voru þau orðin dökk dökk brún að nálgast svört. Þessi bölvaði ofn sem við höfum er ovirkur. Hann er svo ofboðslega heitur alltaf og er þekktur fyrir að brenna dótið okkar :(. En vitið menn.. ég hafði mig í að smakka ósköpin og þetta smakkaðist bara undurvel. Muniði það að útlitið skiptir ekki öllu ;). Næsta plata var svo bara inni í ca. 10 mín. Nú á ég fullt af skinkuhornum í frystinum... mmmm... :).

Það er sjóræningjapartý á fimmtu hæð í kvöld sem ég og Sigrún ætlum að kíkja á. Helena er að með í skipulagsnefnd og þau eru búin að skreyta fullt víst. Mér skilst að það ætli bara þónokkrir að mæta. Þetta verður spennandi já og ennþá meira spennandi að sjá hvort maður getur galdrað fram sjóræningjabúning í skápnum sínum. Þau eru búin að flagga svaka flottum sjóræningjafána útí garði :). úúúúú......

miðvikudagur, mars 02, 2005


Snjór í Dk. Tekið út um svalirnar.


Tekið beint niður af svölunum af hjólastæðunum.

Brrrrrrr...

Það er allt á "kafi" í snjó í Kaupmannahöfn. Svo heyrir maður af "vorveðrinu" heima. Það var allavegana það mikill snjór í morgun að ég ákvað í fyrsta sinn í vetur að skilja hjólið eftir heima og labba í skólann. Ég var mjög ánægð með þá ákvörðun mína því þó að það virtist vera búið að skafa af hjólastígunum þá snjóaði svo mikið að það kom bara nýr og nýr snjór. Snjóbílarnir hafa varla undan. En þetta er bara heimilislegt ;). Manni líður eins og maður sé á Íslandi :).

Á miðvikudögum er ég bara í tíma fyrir hádegi eða frá 9.15 til 12.00. Eftir hádegi fór ég hins vegar og hitti hljóðfræðikennarann minn og fékk svör við nokkrum spurningum í sambandi við hljóðfræðina. Ég var búin að lesa nokkra kafla og punkta niður svona óljós atriði. Þetta hjálpaði mér nú bara nokkuð mikið held ég. Ég þarf svo bara að lesa þetta aftur til að sjá hvort ég hafi ekki náð tökum á þessu. En þetta voru náttúrulega bara nokkrir kaflar. Ég er að hugsa um að gera þetta aftur í næstu viku. Hitta hana aftur næsta miðvikudag. Ég hreinlega verð að ná þessum prófum.

Ég talaði líka við Lars, sem er kennari þarna og svona hálfgerður yfirmaður. Mig langaði að spurja hann um það hvort ég gæti tekið þriðja árið mitt ( sem er val ár) á Íslandi. Hann lét mig hafa riiiisa bunka af blöðum um hvernig þetta nám byggist upp frá a til ö. Þennan bunka hafði ég hugsað mér að lesa á eftir svo ég átti mig betur á hvernig ég get hagað þessu námi mínu. Ótrúlegt hvað sumir hlutir geta verið flóknir.

Well, ég virðist ekki hafa tíma til að hanga á netinu folks. Ég ætla að skella mér í lesturinn ;)

Þangað til næst... hafið það gott.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?