<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 30, 2005

Ég er orðin 23ja!!!

Spáum aðeins í því. 23 ára gömul. Djöfull líður tíminn. Ég, Sigrún, Helena og Gauji grilluðum í garðinum hjá mér á afmælisdaginn minn í góða veðrinu. Það var rosa kósý þó að maturinn hafi ekki heppnast alltof vel. Kartöflurnar voru hráar og skemmdar og kjötið var seigt og fitugt. Sigrún hins vegar reddaði kvöldinu með heimabakaðri köku sem við borðuðum með ís.

Nú er fyrsta prófið á miðvikudaginn. Krossleggið fingur fyrir mig. Ég verð að ná þessu.


Grillmeistarinn við störf


Að fara að grilla í góða veðrinu

sunnudagur, maí 22, 2005

Hmmm...

Ávaxtagrauturinn minn var ekkert góður í dag :(. Hann var kekkjóttur. Ég kann þetta semsagt ekki.


Er ekki alveg í lagi heima hjá fólki? Ég bara spyr.

Eldhúsraunir enn og aftur.

Detti mér allar dauðar lýs!!! Ég ætlaði að fara að steikja mér lauk með kvöldmatnum mínum áðan. Ég geymi laukinn í poka, uppí hillu, við hliðina á körfunni minni, þar sem maturinn sem ekki þarf að vera í ísskáp er. Allavegana, laukpokinn minn er allur útí einhverskonar blettum og ég er ekki að ýkja en það lyktaði allt af SKÍT!!! Mér fannst þetta nú eitthvað grunsamlegt og fór að skoða í kringum mig. Þá fann ég körfu í efstu hillunni sem var full af mygluðustu matvörum sem ég hef á ævi minni séð. Þegar við tókum okkur saman nokkur sem vorum þarna í eldhúsinu og tæmdum körfuna í ruslapoka var ekki hægt að sjá hvað þetta hafði verið einu sinni. Þetta var bara grautur. Það var eins og einhver, með niðurgang á háu stigi, hefði tekið sig til og skitið yfir körfuna svo óbærileg var lyktin. Aldrei hefði mér getað dottið í hug að það gæti verið mannaskítslykt af mygluðum mat.
Þið trúið því ekki hvað ég er ánægð með að vera að fara að flytja héðan einhverntímann á næstunni. Vildi bara að við Nonni fengjum íbúð NÚNA svo ég gæti drifið mig af stað. Laukurinn minn er ónýtur en sem betur fer lak ekki á neitt annað þannig að restin af matnum mínum er save. En nú spyr ég enn og einu sinni: "HVAÐ ER AÐ FÓLKI?!?!?!?!!! Ég er búin að fá mikið meira en nóg af þessum sóðagrísum. Jédúddamía. Við vitum ekki ennþá hver átti þessa körfu. Þegar ég kemst að því ætla ég að senda formlega klögun. Fyrst ætla ég að sjálfsögðu að tala við manneskjuna en þetta er dropinn sem fyllti mælinn. Fyrr má nú vera!

En yfir í eitthvað gleðilegt :). Ég fæ frænkur mínar í heimsókn til mín á morgun. Mæðgurnar Íris Ösp og Þórdís Katla ætla að koma og gista hjá mér eina nótt og dreifa huga mínum frá prófalestri í smá stund. Rosalega hlakka ég til.

Svo eldaði ég mér ávaxtagraut í gærkvöldi að hætti ömmu Lilju :). Hún var svo yndæl að senda mér þurrkaða ávexti að heiman og poka af kartöflumjöli með henni móður minni þegar hún kom í heimsókn til mín um daginn. Ég verð nú bara að viðurkenna að þetta tókst bara þrælvel hjá mér og grauturinn er algert lostæti. Auðvitað ekki eins góður eins og hjá ömmu en mjög nálægt því ;). Takk fyrir mig amma.

þriðjudagur, maí 17, 2005



Úff!! Mjög bissý dagur búinn.

Nú er Sirrý litla þreytt eftir langan dag. Ég þurfti að tala við Told&skat því ég hef ekki fengið skattuppgjörið mitt ennþá og trúiði mér ég held að það hafi tekið svona klukkutíma að komast að því hvað ég þurfti að gera til að fá þetta blessaða uppgjör. Eftir eeeeendalausa bið í símanum og slitnun á símtalinu tvisvar fékk ég að vita að ég þurfti að skrifa útlendingaskrifstofunni bréf til að útskýra fyrir þeim að LÍN þyrfti að sjá þessa pappíra. Ég semsagt fæ þetta ekki sent automatiskt heim til mín þar sem ég fæ enga peninga frá danska ríkinu... er semsagt ekki að vinna.
Óþolandi hvað svona "stofnanahringingar" geta verið erfiðar. Endalaust verið að senda mann hingað og þangað og hringja í hinn og þennan. "Nei við vitum ekkert um þetta, hrindgu í þennan". Og maður hringir í næsta númer: "hver sagði þér að við vissum þetta? Hringdu í þetta númer." Og svo þessi skemmtilega setning sem maður fær að heyra aftur og aftur og aftur í svona tuttugu mínútur: "Desværre er alle vores medarbejder optaget, vendt venligst" Ónjó....

Banki, versla og svo brunað útí Demant að læra með Sigrúnu. Lærðum frá svona 14-18.30. Ég er bara nokkuð ánægð með læriárangur dagsins þrátt fyrir að hafa farið fjórum klukkutímum seinna útá Demant en ég ætlaði mér.

Nú eru prófin að fara að skella á eftir rúmlega tvær vikur. Síðustu kennsludagarnir fara að tínast inn. Spennan er gíííífurleg!!!!

Jæja ég ætla að leyfa mér að glápa smá á imbann áður en ég fer að sofa til að vakna snemma í langan skóladag á morgun. Síðasti hljóðfræðitíminn fyrir próf. Svo verður bara enn önnur törnin uppá Demanti eftir skóla.

Until next time.... hafið það gott :).

þriðjudagur, maí 03, 2005

Jæja börnin ung og smá

Þá er hún mútta mín komin og farin á ný. Það var alveg yndislegt í alla staði að hafa hana. Við höfðum það ofboðslega kósý og notalegt. Ég sem er búin að grennast um einhvern slatta undanfarið held svei mér þá að ég hljóti að hafa bætt á mig 10 kílóum meðan á dvöl hennar hérna stóð. Fyrir það fyrsta þá kom hún með gommu af íslensku sælgæti til mín. Svo var verið að kaupa osta og gera rjómalagaðar sósur og þar fram eftir götunum. Svo súkkulaðihjúpuðum við jarðaber og drukkum rauðvín með. Haldiði að það sé lúxus á manni. Að ég tali nú ekki um bjórinn sem læddist inn um varir okkar á góðum kvöldum ;).

Ég notaði nú alveg tvo heila daga til að læra á meðan hún var hérna. En hina dagana vorum við voða duglegar að labba útum allt. Fórum í verslunarleiðangra og göngutúra um hverfið.

Ég gat keypt mér tvennar buxur fyrir afmælispening sem ég fékk frá ömmu og afa. Gífurleg gleði þar.

Á laugardaginn fórum við svo út að borða á ítalskan veitingastað með Diddu og Tine vinafólki mömmu og pabba og sonum þeirra Frank Emil og Mathias. Seinna um kvöldið skelltum við mamma okkur á smá pöbbarölt og tókum Sigrúnu með. Þegar við komum heim það kvöld var dúndrandi partý í herberginu við hliðina. Mamma var komin í náttkjólin þegar hún áttaði sig á því að hún var með vatn í ísskápnum sem hana langaði svo í. Ég sagði henni bara að skella sér fram á náttkjólnum það væri alltí lagi. Það myndi enginn kvarta. Hún gerir það og þegar hún kemur til baka er hún VEL sjokkeruð. Ég fer að spá í því hvort einhver hafi verið að setja útá náttkjólinn hennar þegar hún segir mér að hún hafi gengið inná fólk að “geraða” inní eldhúsi!!!!! Viljiði pæla!!!!! Þetta hefur alveg örugglega ekki verið fólk sem býr á hæðinni því það myndi engum detta í hug að hætta orðspori sínu svona búandi hér. Það yrði talað um það í milljón ár á eftir ef það kæmist upp. Við orguðum úr hlátri yfir þessari óvenjulegu uppákomu.

Á sunnudeginum skelltum við okkur svo í Fælledparken í þessu líka ágæta veðri þar sem verið var að fagna 1. maí. Þar var stappað af fólki og svaka stemmari. Svo röltum við og kíktum á kollegið þar sem við bjuggum fyrir svona 17-18 árum síðan.

Hún flaug svo heim um hádegisbil í dag. Akkurat þegar hún var að fara af landinu ákvað sólin að láta sjá aðeins í sig. Það er búið að vera geggjað veður í dag. Ég lagðist útí garð með teppið sem amma Sirrý gaf mér í fermingagjöf og hljóðfræðibækurnar mínar og las í sólinni. Svona á þetta að vera ;).

Núna er það svo bara harkan sex og læra alla daga þangað til Nonni kemur eftir níu daga J. Han verður svo hjá mér frá fimmtudegi til sunnudags og þá byrjar læribrjálæðið aftur. Mamma kom með rautt úrvals gingseng handa mér og nú verð ég bara úturdópuð á því fram að prófum hehe ;).


Mútta på Strøget :)


Kósý kvöld með kaffi, rauðvín og lúxus kaffisúkkulaði og grandmarinere súkkulaði úr Magasín.


Við mæðgurnar úti að borða á ítalska veitingastaðnum


Súkkulaðihúðuð jarðaber og pinnaís.


Ég var ekkert ósátt við þetta gúmmilaði :)


Nammi nammi namm


Mamma útá eldhússvölum að njóta sólarinnar rétt áður en hún fór útá flugvöll og aftur heim.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?