<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júlí 22, 2005

Híhí...

Viljiði heyra soldið fyndið??? Ég er semsagt að vinna uppá Landspítala háskólasjúkrahúsi, á skrifstofunni hjá mömmu minni við að raða pappírum. Ég var líka beðin um að leysa af samstarfskonu mömmu, hana Guðríði, sem er læknaritari á meðan hún fer í frí. Núna er ég semsagt búin að vinna sem læknaritari í ca. tvær vikur og mun gera í viku í viðbót. Á starfsmannaskírteininu mínu stendur nú samt bara "fulltrúi" þar sem læknaritari er verndað starfsheiti og ég er ekki lærður læknaritari.

Í dag var ég svo beðin um að leysa af í móttökunni í geisladeild krabbameina í tvo klukkutíma. Það er mjög interesting þar sem ég veit samasem ekkert. Til dæmis núna var einhver læknir að hringja og spurja um einhverja konu sem vinnur þarna og ég veit ekki einu sinni hver það er. Hahaha... Það væri nær að setja einhvern sjúkling hérna. Hann hefur þó allavegana komið hingað áður. Múhahahahahah múfasa!
Mamma sagði að fljótlega yrði ég sennilega látin leysa yfirlækninn af og fólkið á skrifstofunni hjá múttu segir að það sé stutt í að ég taki bara við af yfirlækninum. Flott, þá get ég læknað allt krabbameinsveika fólkið.

En þetta er bara gaman :). Búin eftir klukkutíma hér og get þá haldið áfram að þykjast vera læknaritari. Vííííí. Þetta er sko alvöru læknisleikur.

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Hver er mesti snillingurinn????

Haldiði ekki bara að ég hafi náð medicinprófinu líka :D!!!!! Vá hvað ég er í skýjunum. Eins og ég var viss um að ég hefði klúðrað þessu. Svei mér þá ef ég átti það ekki skilið að ná þessu eins og ég var næstum farin yfirum af lestri. Þá er bara að drífa sig niður í LÍN og skila pappírum og skjölum svo maður fái nú lánin.

Nú er sólin svo bara alltí einu farin að láta sjá sig á klakanum!!! Hvað kemur til? Já og þá er maður að sjálfsögðu að vinna inni allan daginn en sem betur fer nær maður nú restinni af sólinni svona eftir vinnu.

Planið fyrir helgina er að fara uppí sumarbústað til ömmu og afa. Bara við tvö skötuhjúin. Það er BARA kósý :). Svo verð ég í fríi föstudaginn fyrir Verslunarmannahelgi og þriðjudaginn eftir hana þannig að maður getur farið í gott ferðalag.

Ég held ég sé hamingjusömust í heimi :)! Djöfull er ég ánægð að hafa náð þessu.

Later

föstudagur, júlí 01, 2005

Jibbý jeij!!

Ég náði sprogvidenskapsprófinu :)!!! Ég er að springa úr gleði. Nú er bara að bíða eftir svarinu úr medicin.

Við Nonni erum flutt inní litlu stúdíóíbúðina "okkar". Erum að leigja í fossvoginum. Við fluttum inn í gær og komum mesta draslinu fyrir. Nú eigum við bara eftir að fínpússa ;). Ótrúlega kósý að vera svona útaf fyrir okkur.
Svo er ég búin að lofa þúsund matarboðum hehe... eins gott að maður standi við það.

Hvað á maður svo að gera um helgina? Strax komin föstudagur og ekki minni helgi framundan en fyrsta helgin í júlí. Sumir vilja meina að þá sé skylda að fara í útileigu. Maður skellir sér nú eitthvað, þó það verði ekki nema aðra nóttina.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?