<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, september 30, 2005

Klukk!!!!!

Hmm... það virðist vera einhver bölvaður eltingaleikur í gangi innan bloggheimsins. Allir að klukka alla. Ef maður er klukkaður á maður að skrifa fimm hluti um sjálfan sig. Nú er ég tvíklukkuð. Einu sinni af Ósk og einu sinni af Ingu minni. SKAMMIST YKKAR!!!

1. Ég get verið svaaakalega skapstór og frek (roðn) ég er ekki stolt af því og er alltaf að reyna að bæta mig.

2. Ég á alveg óendanlega erfitt með að taka ákvarðanir. Hvort ætti ég nú að fá mér snickers eða twix.

3. Ég fer aldrei nokkurn tímann í tívolítæki. Ekki fyrir mitt litla líf. Til hvers að borga fyrir sjálfspyntingu????

4. Ég komst að því nýlega að ég get verið hrikalega væmin.

5. Ég á rosalega auðvelt með að grenja yfir bíómyndum og þáttum. Held að ég sé ofur tilfinninganæm. Úff...

Jæja, vona að klukk skyldu minni sé fyllilega lokið. Ætli ég noti þá ekki tækifærið og klukki hana Lilju yndislegustu frænku og Guðfinnu :). Njótið elskurnar hehehehehehe... múhahhahahaha......

En allavegana, þá byrjaði ég í Kvennakór Kaupmannahafnar á mánudaginn síðastliðinn :). Það er semsagt íslenskur kvennakór sem er með æfingar í Jónshúsi. Það var bara heilmikið gaman. Við erum að fara að syngja fyrir íslenska sendiherran núna 9. okt að mig minnir því hann er að hætta. Já og svo er kórinn á leiðinni til Washington í júní. Það á að syngja þar þann 17. júní. Ég reyndar veit ekki hvort ég kemst með :(. Það eru náttla próf á þessum tíma. En aldrei að segja aldrei ;).

Hej med jer...

sunnudagur, september 25, 2005

Tííívolííííí!!!!

Síðasti dagur tívolísins í sumar var í dag og af því tilefni skelltum við okkur í tívolí í gær með Ástu og Halla. Það var svakalega gaman. Ég að sjálfsögðu fór bara gunguhringinn og var tösku og jakkaberi as always (blink blink). Ég fór nú samt með í parísahjólið og Valhöll :).
Nonni vann handa mér tvo bangsa :). Einn Tweety og einn voða sætan brúnan svona ósköp bangsalegur. Ógillega krúttlegt.
Svo fórum við á Hard Rock Café og fengum okkur delicious hamborgara og öllara með. Svo var farið á smá pöbbarölt. Við stelpurnar náðum þó að draga kallana okkar heim um miðnætti eftir langan dag.
Þetta var alveg svakalega vel heppnaður dagur.


Hetjurnar að bíða eftir fyrsta tækinu


Svaka stuð á okkur


Tweety fuglinn sem Nonni vann fyrir mig :)

föstudagur, september 16, 2005

Við Helena skelltum okkur í pilates sem , fyrir þá sem ekki vita, er líkamsræktartími þar sem aðaláheyrslan er lögð á að styrkja vöðvana. Stjörnurnar í Hollywood nota þetta víst aðallega til að halda sér flottum ;). Allavegana.... Það var kona þarna sem var eins og klippt út úr hallærislegri amerískrfi bíómynd. Hún var í þröngum svörtum leggings sem náðu niður fyrir hné og í ermalausum hermannabol sem var nú allt í lagi svosum en..... haldiði ekki að hún hafi mætt í bleikum háhæluðum skóm!!!! Ekki nóg með það þá var hún með bleikt hárband og bleika spennu í hárinu í stíl. Við áttum nú soldið erfitt með að flissa ekki eins og smástelpur yfir þessari dískudrós ;).
Gaman að þessu....

þriðjudagur, september 13, 2005

Allt að gerast... fullt af fréttum.

Sweet djíbús... ég er búin að ætla að skrifa á hverjum degi núna í svona viku. Alltaf tekst mér að vera of þreytt eða gera eitthvað allt annað eða hreinlega gleyma því. Allavegana þá byrjaði skólinn á þriðjudaginn fyrir viku síðan. Vá nú skil ég hvað fólk á við um að fyrsta árið sé alltaf verst. Núna er þetta allt að koma. Ég er að fara að byrja í børnelogopædi núna sem er svona barnatalmeinafræði. Svaaaakalega spennandi. Ég á að fara í praktík og allt. Á reyndar bara að skila 25 vinnustundum. Ég hélt nú að praktíkin væri lengri. Kennarinn sagði að við íslendingarnir ættum endilega að reyna að fara í praktíkina heima. Það er náttúrulega bara snilld.

Svo erum við í AKHL 2 sem er Almen kominukationshandikaplære eða almenn samskiptafötlun eða eitthvað svoleiðis. Flestir fyrirlestrarnir sem verða þar eru mjög áhugaverðir. T.d. var ég í einum í dag sem fjallaði um stam. Mjög áhugaverður fyrirlestur fluttur af manni sem stamar sjálfur og hefur gert allt sitt líf.

Á miðvikudeginum í síðustu viku fórum við svo í ferð upp í Hellerup í Tale- og høreinstitut eða svona heyrna og talmeinastöð. Sú stöð er ólík því sem við eigum að kynnast heima því manni fannst maður næstum því vera kominn á leikskóla þegar maður kom þarna inn. Þarna voru fullt af börnum með ýmis talvandamál sem komu þarna þrisvar í viku í staðinn fyrir leikskólann. Talmeinafræðingarnir voru svo að hjálpa þeim með vandamál sín í gegnum leik. Mjög áhugavert og skemmtilegt að heimsækja þennan stað. Við Erla djókuðum aðeins með það að við myndum bara opna svona stað á Íslandi þegar við værum útlærðar ;). Hver veit nema það verði bara að raunveruleika.

Daginn eftir fengum við svo frí í skólanum útaf þessari ferð. Við Nonni skelltum okkur þá bara á svarta demantinn og lásum helling. Við erum barasta búin að vera nokkuð dugleg að mæta þangað og ætlum t.d. þangað á morgun.

Ég er reyndar líka að byrja í statistik eða tölfræði í ár. Ekki mín sterkasta hlið. En ég er að vona að ég nái bara að lesa nógu andsk... mikið til að ná að skilja þetta. Tek próf í því um jólin og er þá búin með statistik.

Svo þarf maður að fara að huga að BA ritgerðinni. Henni þarf að skila fyrir næsta sumar. Ég hef ekki græna glóru um hvað ég á að skrifa. Enda er maður ekkert kominn inní fagið ennþá. Það er vonandi að þessir komandi tímar í AKHL og Børnelogopædi hjálpi manni eitthvað áleiðis.

Það eru þrjár íslenskar stelpur á fyrsta ári í Audiologopædi (heyrna- og talmeinafræði) í ár. Þær tóku víst allar einhvern undirbúningskúrs í háskólanum. Við Erla og Hrafnhildur sem er á komin í kandidatinn núna ætlum að hitta þær og spjalla aðeins við þær um námið og svona. Það verður ábyggilega voða kósý. Vá sex íslenskar stelpur úr sama náminu að hittast. Þið getið ímyndað ykkur hvað umræðuefnið verður.

Við Nonni keyptum okkur svo prentara um daginn. Hann getur prentað út myndir í góðum gæðum og er líka ljósritunarvél og skanni. Samt var hann ekki dýr. Nú get ég prentað allar glósur út af netinu og svona. Svagilega gaman.

Svo fórum við um daginn niðrá skrifstofu hjá kollegiíbúðunum og ætluðum að fara að væla í þeim að við værum desperat í paraíbúð. Nei nei, þá var bara engin miskunn sýnd og ekkert hægt að gera. Það er að minnsta kosti 8 mánuðir í að við getum fengið íbúð. Nú eru góð ráð dýr. Við þurfum að reyna að leita á frjálsum markaði. Erum að fara núna á laugardaginn að skoða eina íbúð á amager.

Já alveg rétt. Það er haustfrí hjá mér frá 14. til 24. okt og við erum búin að panta okkur far til Búdapest. Verðum frá 17. til 21. okt og þetta kostaði fyrir okkur bæði, fram og til baka, með hóteli í centrum, um 50 þúsund íslenskar. Jédúddamía hvað maður getur haft það ljúft að búa í Dk. Djöfull hlakka ég til.

Úff ég ætlaði örugglega að skrifa um eitthvað fullt meira. Svona er það þegar maður hefur svona mikið að segja og skrifar sjaldan. Þá gleymist helmingurinn. Ég barasta verð að reyna að skrifa oftar hehehehehehe....... sjáum hvort það tekst.

Have a nice day.

mánudagur, september 05, 2005

Hjólandi hjólandi hjólandi hjólandi...

Hvernig litist ykkur á 23 stiga hita og sól??? Nú skellið ykkur þá til Danmerkur ;). Veðrið er búið að vera yndislegt undanfarna daga. Loksins kom sumarið sem "aldrei" kom á Íslandi. Verst að ég er búin að vera hálf kvefuð og með vott af hálsbólgu og þori ekki að vera í sumarpilsi eða einhverskonar hlýrafatnaði.

Við keyptum hjól handa Nonna um daginn. Hann er að springa úr stolti strákurinn :). Nú vill hann öllum stundum vera úti að hjóla og við erum sko búin að vera ansi dugleg við það skal ég segja ykkur. Erum að vera búin að hjóla af okkur lappirnar. Við fórum smá túr í gær að skoða öll kollegin sem við höfum sótt um þannig að nú veit Nonni hvar þau öll eru. Nú er bara að bíða og sjá í hverju þeirra við fáum íbúð. Við erum semsagt ekki ennþá búin að heyra neitt frá þeim. Engin íbúð enn sem komið er.

Það var partý á hæðinni á laugardaginn. Flott að fá svona "velkomst" þegar maður kemur ;).

Við erum svo búin að koma okkur vel fyrir í litlu holunni minni. Þetta er ansi lítið fyrir tvo en þröngt meiga sáttir sitja og það er ótrúlegt hvað maður kemur miklu fyrir ef maður bara ætlar sér það. Það er reyndar eitt sem mætti betur fara. Það er verið að taka eldhúsin á hæðinni í gegn (sem átti b.t.w að gerast í desember en danir eru jú svo ligeglad eins og við vitum öll) þannig að öll hæðin, 24 manns + nokkur stk. makar hingað og þangað þarf að kúldrast inní einu eldhúsi. Það er náttla bara bilun. Reyndar er búið að koma upp svona sniðugu matarklúbbssystemi þar sem einn eldar fyrir alla. Skipst á. Við Nonni erum hins vegar svo sniðug að elda bara um miðjan dag þegar enginn er í eldhúsinu og geymum það svo til kvölds. Eldum bara svona mat sem hægt er að borða kaldan og ferskan ;). Já maður deyr ekki ráðalaus.

Haldiði að við höfum svo ekki bara farið út í SATS líkamsræktarstöðina og keypt okkur árskort :). Núna er Nonni meira að segja að lyfta og ég er ein í kotinu. Helena er svo líka búin að kaupa sér kort og við ætlum að vera "tíma buddies" við ætlum semsagt að fara saman í aerobictíma og jóga og allskonar skemmtilegt :).

Svo byrjar skólinn tomorow. Maður er orðinn ansi spenntur að sjá og heyra nýju kúrsana.

Well... held að þetta sé nóg í bili. Ég held áfram að skrifa pistil reglulega svo :).

Later...

P.s. skellti inn tveimur myndum af Nonna og hjólinu hans hérna fyrir neðan :)


Stoltur eigandi.


Nýja fína Mustang hjólið hans Nonna :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?