<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 21, 2005

Honey I’m home...

Jæja, þá erum við komin heim frá Búdapest. Þetta var bara svakalega gaman. Við vorum á þriggja stjörnu hóteli sem að vísu er ekki beint þriggja stjörnu svona á íslenskan mælikvarða en það var samt ágætt. Við fengum nú meira að segja herbergi með hornbaðkari. Alger snilld. Það var miiiikið notað.

Fyrsta kvöldið fórum við bara beint á hótelið að koma okkur fyrir og svo á einhvern ungverskan veitingastað, í sömu götu og hótelið, að borða. Þar fengum við sitthvorn velútilátinn kjötréttinn og þrjá stóra bjóra og einn lítinn á 1700 kall íslenskar með tipsi. Frekar ódýrt svona. En við fórum svo bara snemma að sofa til að vera vel hvíld fyrir næsta dag.

Dag tvö mættum við um tíuleytið niðrá eitthvað klassahótel til að hitta fararstjóra Heimsferða því við vorum að fara í kynnisferð með þeim. Vorum svo sniðug að hafa bara samband við heimsferðir og biðja um að fá að fara með svona aðeins til að átta okkur á borginni.
Það var alveg nauðsynlegt að fara í þessa ferð. Án hennar hefðum við ekkert vitað hvað var merkilegt að skoða og hvað ekki.
Við fórum meðal annars á Hetjutorgið þar sem styttur af kóngum og hetjum sjálfstæðisbaráttunnar eru staðsettar og stór súla þar sem á stendur Gabríel erkiengill. Stefán konung dreymdi hann nebbla vera að rétta sér kórónuna eða eitthvað svoleiðis. Voða merkilegt.
Það var síðan keyrt út um allan bæ og maður fékk að heyra söguna alveg í díteils. Fórum svo í vínsmökkun. Það var bara þrælskemmtileg upplifun. Enduðum á því að kaupa eitthvað ungverskt hvítvín sem var svona líka svakalega gott.
Það er soldið skemmtileg saga í kringum þinghúsið þarna. Þegar átti að byggja það komu þrjár byggingar til greina og þær þóttu allar svo fínar að það var bara ákveðið að byggja þær allar. Það er samt ein byggingn sem var áberandi flottust og í fyrsta sæti. Þá byggingu tók 17 ár að gera og í henni eru vel rúmlega 600 herbergi og fáránlega margt þar inni víst gulli slegið. Við reyndar nenntum ekki að bíða í þriggja klukkutíma röð til að fara og skoða það. Tókum bara fullt af myndum að utan.
Kynnisferðin endaði svo á markaði nokkrum þar sem hægt var að kaupa allskonar kjötvörur og túristavörur svo ekki sé minnst á alla dúkana og kristalinn sem var þar. Við reyndar keyptum ekkert þar nema ekta ungverska gúllassúpu. Mmmm hún var algert lostæti.
Svo fórum við fínt út að borða um kvöldið. Very very ódýrt.

Á þriðja deginum vöknuðum við snemma til að fara í svokallaðan kínamarkað. Ég hef aldrei séð eins stóran markað á ævi minni. Þetta var endalaust. Þar gátum við nú verslað slatta. Keyptum okkur fimm pör af skóm hvorki meira né minna og ég keypti mér tvær handtöskur og fleira og fleira. Þó gengum við ekki beint af göflunum í að versla þarna. Höguðum okkur bara nokkuð skynsamlega.
Uppúr hádegi, þegar við vorum búin að fá nóg af frekum, prúttandi kínverjum, ákváðum við að koma okkur í aðeins meiri siðmenningu og skelltum okku í moll nokkuð sem fararstjórinn hafði bent okkur á að kíkja á. Það var nú bara allt hunddýrt þar því miður, nema að Nonni fann sér reyndar spariskó á kúk og kanil.
Um kvöldið fórum við svo út að borða og í leigubílnum á leiðinni sáum við kellingu taka niðrum sig á miðri gangstétt og míga. Það er svakalega mikil fátækt þarna en samt svo mikið af fallegum byggingum og það eru líka til þeir sem eru vellauðugir þarna. Já þessu er misskipt.

Dagur fjögur fór svo í rólegt rölt í bænum. Skoðuðum Stefánskirkuna og göngugötuna. Settumst niður á kaffihús og höfðum það notalegt. Við skoðuðum líka hella sem liggja undir Búda hluta borgarinnar. Þar höfðu þýskir hermenn til í stríðinu. Rosalega flott en alveg jafn spúkí. Ég hélt á tímabili að ég myndi deyja úr hræðslu. Litla veimintýtan hún Sirrý.

Allavegana, hér var nú ferðasagan í grófum dráttum. Ég ætla ekki að drepa ykkur með málalengingum en set nokkrar myndir úr ferðinni hér að neðan.

Njótið vel og lengi!


Hornbaðkarið góða í herberginu okkar :)


Hetjutorgið


Aðal þinghúsið


Í vínsmökkunarkjallaranum


Horfti yfir Búda, Dóná og það glittir smá í Pest


Frelsisstyttan


Inní hellunum undir Búda


Kastalinn vígalegi við bakka Dónár

sunnudagur, október 16, 2005


Íris sæta á Baresso að drekka café latte

Ég er alveg að verða vitlaus á internetinu hérna. Það er alltaf bilað. All the time. Hrikalega þreytandi. Ég er ítrekað búin að reyna að horfa á Íslenska Bachelorinn en það er bara ekki séns því hann stoppar á þriggja sekúndna fresti og bufferar í heillangan tíma. Þess á milli er svo bara eins og skiptist á milli mynda, ekki hreyfimynd heldur bara kjurrt (andvarp). Grát grát og gnístran... mig langar svo að sjá þetta. Já og venjulega er alltaf hægt að sjá ruv dagskrána, fréttir og spaugstofuna og svona en undanfarið er það bara no can do sko. Ömurlegt!

En að allt öðru og miklu skemmtilegra umræðuefni :). Við erum að fara til Búdapest TOMORROW!!!!! Ég er orðin ofurspennt. Við höfðum samband við Heimsferðir og fengum að smygla okkur með í kynnisferð um borgina með þeim á þriðjudaginn. Náttúrulega alveg nauðsynlegt að fara með fararstjóra að skoða það helsta í borg sem maður veit ekkert um. Svo erum við að spá í að fara í siglingu um Dóná. Það er matur og skemmtiatriði um borð. Eitthvað svaka rómó og flott. En við erum ekki búin að panta í þá ferð þannig að það er ekki víst að við komumst í hana.... krosslegjum bara fingur ;).

Íris frænka er svo búin að vera hér í helgarferð. Við kíktum með henni og Karólínu vinkonu hennar og einhverjum dönum út að borða í gær. Það var mjög fínt en við Nonni fórum nú samt bara snemma heim sökum þreytu og of mikillar drykkju kvöldið áður. Jú jú, það var nebbla menningarnótt í Kaupmannahöfn á föstudaginn og við náttla skelltum okkur í bæinn að kíkja á menninguna. Það var alveg svaaaaakalega mikið af fólki í bænum.

okidoki, ég skrifa svo aftur eftir Búdapest ;). Vííííí...

þriðjudagur, október 11, 2005

Við skelltum okkur á Bubbatónleika niðrí Nordatlantisk brygge á sunnudaginn, sem er þar sem Íslenska sendiráðið er staðsett. Mikið svakalega er maðurinn mikill snillingur. Þetta voru snilldartónleikar. Hann tók mikið af nýjustu lögunum sínum því eins og hann orðaði það sjálfur þá geta þau lög ekki orðið gömul og góð nema þau séu spiluð. Ég var ekkert skúffuð yfir því því þessi lög eru bara rosalega flott. Svo tók hann nú reyndar Rómeó og Júlíu, Stál og hníf og Syneta. Já og þetta svakalega gítarsóló sem hann söng eitthvað dót með. Svona bank og köll og læti. Mjög flott. Helena og Halli og Ásta kíktu með okkur og við fórum fyrst á Divane sem er kebab staður fyrir þá sem ekki vita. Svo á kaffihús meðan við biðum eftir að tónleikarnir byrjuðu. Mjög vel heppnað kvöld.

Ég söng svo fyrir Íslenska sendiherran í Danmörku um daginn ;). Kórinn var að syngja því Þorsteinn er að hætta og nýr að taka við. Það var alveg svakalega vel heppnað og kórstjórinn var rosalega ánægður með okkur.

Ennþá erum við í krísu með íbúðarmál. Við erum mjöööög aftarlega á biðlista þar sem ég bý í Kaupmannahöfn, sem er að sjálfsögðu fáránlegt því Nonni er skráður á Íslandi. Æi rugl og vitleysa. Ég held ég fái magasár fljótlega af áhyggjum :S....

En maður þraukar... heyri í ykkur síðar...

CIAO

This page is powered by Blogger. Isn't yours?