<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Jæja elskurnar,

Ætli ég komi ekki með soldið langan pistil núna fyrst ég hef ekki skrifað svona lengi. Ég er semsagt orðin ein í kotinu núna eins og kannski flestir vita. Nonni flúði land. Hann var hreinlega kominn með leið á að hanga og gera ekki neitt. Málið er að hann bjó “ólöglega” hjá mér og gat þess vegna ekki skráð sig með adressu og þar af leiðandi ekki fengið kennitölu. Það gerði það að verkum að hann gat ekki farið á dönskukúrs eins og hann ætlaði eða farið að vinna. Hann var í rauninni bara túristi. Við treystum á að fá kollegiíbúð sem fyrst og erum núna búin að bíða í svona rúmlega níu mánuði sennilega. Við eigum ekkert von á að fá neitt á næstunni. Þannig að það skynsamlegasta í stöðunni var að hann færi heim að vinna.

En ég er svosem búin að halda mér busy síðustu daga. Í gær var kóræfing frá 10 til 17 og svo fórum við nokkar úr kórnum beina leið í einhverja íslendingaveislu að syngja. Í staðin fengum við íslenska kjötsúpu, svið, slátur, flatkökur og hangikjöt, harðfisk, jólaglögg, bjór, nóa kropp og bara name it. Íslenskt já takk. Þetta var rosa gaman. Svo var aftur kóræfing í dag frá 10 til 14. Þrír dagar í röð af kór því á morgun er svo venjuleg mánudagsæfing í tvo og hálfan tíma.

Við Nonni skelltum okkur til Næstved síðustu helgi. Rosa langt síðan ég hef hitt familien Østergård. Það var yndislegt að fara þangað. Við tókum hjólin með okkur og hjóluðum frá lestarstöðinni í Næstved og heim til þeirra. Það er svona ca. hálftíma hjólatúr. Svo þegar þangað var komið fékk maður fullt af knúsum og öllum fannst ógurlega gaman sjá okkur. Börnin hafa öll stækkað um mörg hundruð metra. Rosalega opin og skemmtileg börn. Nonni fékk túr um allan bæinn og fyrirlestur um hvernig húsin eru hituð upp og svona. Rasmus var svo elskulegur að fylgja okkur um allt og tala og tala og tala og tala.... já hann hreinlega stoppaði ekki. Þetta var alveg meiriháttar.

Nokkrum dögum áður fórum við svo í leikhús að sjá “Skønheden og udyret” eða Fríðu og dýrið. Þetta var ekkert lítið flott sýning. Þetta var disney útgáfan af sögunni. Með öllum skemmtilegu lögunum úr myndinni. Ég held svei mér þá að ég hafi aldrei séð annað eins show.

Svo komu mamma og pabbi og foreldrar Nonna í heimsókn til okkar þarna 27.-31. okt. Það vill svo skemmtilega til að feður okkar Nonna eru saman í mörgæsareglunni... nei frímúrarareglan heitir þetta víst. Allavegana það var einhver mafíósafundur í Köben útaf afmæli reglunnar. Hehe... maður má nú ekki segja svona. Frímúrarnir eru nú engir mafíósar. Þetta er bara svo klassískur brandari.
En þetta var nú meiri snilldin að geta verið svona öll saman. Fórum endalaust mikið út að borða og að kíkja í búðir og svona. Já og það var mikið sungið og skemmt sér. Þetta var bara alveg svaaaaakalega gaman.

Jæja en núna verður sko sett á 100 í námsbókunum. Við Helena ætlum að fara að drífa okkur á demantin alla lausa daga og lesa frá okkur allt vit. Hvað á maður svosem annað að gera. Um að gera að halda sér uppteknum svo tíminn fram að jólum verði nú fljótur að líða.

Svo kemur Stefán minn nú í heimsókn til mín 30. nóv og verður fram að afmælisdeginum sínum 6. des. Ég frétti svo líka að Kolla og Lalli verði eitthvað á ferðinni í Köben á næstunni. Aldrei að vita nema ég rekist á þau.

Jólamarkaðurinn í tívolí er opnaður. Ég á alveg bókað eftir að fara þangað og fá jólastemninguna beint í æð. Oooo það er svo kósý þar.

Well.. þarf að fara að hætta þessu blaðri og sækja þvottinn minn. Hendi hérna inn nokkrum myndum úr foreldraheimsókninni góðu.

See yah...

p.s. Ég var klukkuð af Björgu... ég er búin að taka eftir því Björg, en ég nenni ekki að svara því núna. (Ýkt léleg ég). Geri það kannski næst, ef ég man hehe....


Eins og sjá má voru öll dýrin í skóginum vinir. Þarna vorum við að fara út að borða.


Hilmar slakur á hótelherberginu


Hanna að sýna okkur fína ferðaveskið sitt


Mamms og pabbs

This page is powered by Blogger. Isn't yours?