<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Hún Lilja mín klukkaði mig hérna um daginn og ég verð víst að vera alvöru bloggari og taka þessu klukki og hér kemur það :).

Klukk

Fjögur störf sem ég hef unnið við:

Sumarafleysari fyrir læknaritara
Býtibúrskona á krabbameinsdeild Landspítalans
Konfektbúðarafgreiðsludama
Garðyrkjukrakki í Garðyrkjudeild Orkuveitu Reykjavíkur

Fjórar myndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
Ever after
Bridget Jones Diary 1 og 2
Notting Hill
Shrek, Finding Nemo og svoleiðis myndir

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Danmörk á hinum ýmsu stöðum
Nökkvavogur
Réttarholtsvegur
Rauðagerði

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla að horfa á:
Friends (ég fæ aldrei leið á þeim)
Without a trace (held það heiti það, þeir heita “Forsvundet sporløst” á dönsku)
Desperate Housewifes
CSI

Fjórir staðir sem ég hef ferðast til í fríi:
Búdapest
Spánn (hinir ýmsu staðir)
London og Bournemouth
Danmörk

Fjórar heimasíður sem ég fer inná daglega:
Mailin mín á visir.is og hotmail.com
Mbl.is eða visir.is uppá fréttir og umheiminn
Punkt.ku.dk (háskólasíða innan Kaupmannahafnarháskóla ma. vegna einkunna og þ.h.)
Sirryfusadottir.blogspot.com (aðallega til að tékka á kommentum)

Fjórir CD-ar sem ég gæti ekki verið án:
Krákan með Eivöru Pálsdóttur
Bubbi eins og hann leggur sig
Íslensk ástarljóð (ýmsir flytjendur)
Svo bara svona stök lög inná milli held ég

Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka:
Stefán Trausti
Tinna Brá
Helena
Atli

föstudagur, febrúar 17, 2006


Þekkið þið mig?

Ég bjó til smá quiz um mig. Endilega spreytið ykkur ;).

http://www.quizyourfriends.com/yourquiz.php?quizname=060217134924-601328&

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Halló allir saman.

Jájá ok, ég veit að ég er búin að vera hrikalega léleg í blogginu undanfarið. Enda er ég búin að fá margar kvartanir. Áhugavert að sjá hversu margir lesa bloggið manns hehe.

Ég er semsagt komin aftur til Danmerkur núna eftir um það bil þriggja vikna dvöl á Íslandi þar sem ég var í starfsþjálfun/kynningu. Það var rosalega gaman og ég lærði helling af því.

Núna er ég byrjuð á nýrri önn. Er í mjög áhugaverðum kúrs um alskonar talraskanir svo sem stam, smámæli, holgóma börn og fleira.
Svo er ég í einhverju sem heitir Akustik sem er hljómburðarfræði eða hljóðeðlisfræði. Þar erum við að læra um hljóðið og eitthvað svoleiðis. Ég er hreinlega ekki komin nógu mikið inní það til að segja til um það. En það virkar mjög flókið og erfitt.
Og nú er kominn tími á þetta blessaða bachelor verkefni. Ég hef ekki hugmynd um hvar ég á að byrja en ég veit þó að ritgerðin kemur til með að fjalla um börn og heyrnatækjanotkun.

Svo kem ég heim þann 7. apríl sem er föstudagur. Við Sigrún erum búnar að skipuleggja sumarbústaðaferð með köllunum okkar þá helgi þannig að Nonni sækir mig á flugvöllinn uppúr níu um kvöld og svo brunum við beint uppí Húsafell.

Jæja mig langar að sýna ykkur með nokkrum myndum hvað ég upplifði heima á Klaka í jólafríinu og svo í “praktíkfríinu” sem var eftir prófin.

Svo skal ég reyna að blogga oftar :). Vil fyrir alla muni ekki bregðast aðdáendunum hehe...

Þangað til næst .... hej hej.


Milli jóla og nýárs var afmælisveisla hjá Söru Björk frænku ( sú sem er í bleiku peysunni og horfir beint í myndavélina, fyrir þá sem ekki vita) :)


Sigrún borðaði hjá okkur á gamlárskvöld.


Við Nonni fórum og heimsóttum nýbökuðu foreldrana Lísu Maríu og Casper. Litla prinsessan þeirra verður skírð Saga Liv Vilhelmsen :)


Pottamyndin sem er á undan þessari mynd er tekin á Snorrastöðum í "sumarbústaðarferð" eina helgina, eins og þessi mynd. Vorum í allt sennilega 24 manns. Hér sitjum við Sigrún og Nonni inní í húsi og spjöllum greinilega um eitthvað mjög merkilegt.


Stuð í pottinum, við vorum svo mörg að það komust ekki allir í einu. Þarna eru Lilja Rún, Nonni, Atli, Finnbogi, Guðbjartur, Þór og Sævar.


Þarna er mín búin að taka upp gítarinn


Ég fór í flugferð með Ingu og Aroni


Flugum yfir fossvoginn. Ef maður leitar vel getur maður séð Grundalandið :)


Þetta er svo vélin sem við flugum í og þarna erum við lent á ísafirði.


Svo fór ég með ömmu að heimsækja afa á Landakot


Palli (bróðir Nonna) fékk sér hvolp


Lítill sætilíus


Þessi mynd er tekin af litlu frænkum hans Nonna, þeim Jóhönnu og Elínheiði, á afmæli hjá ömmu Nonna þegar hún varð 85 ára :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?