<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, mars 28, 2006

SURPRISE!!!!!!!

Fyrir þá sem ekki vita það þá er ég stödd á Íslandi þessa stundina. Fer aftur út til Dk 3. apríl og svo aftur heim 7. apríl :). Ég pantaði mér far þegar Nonni kom í heimsókn um daginn þar sem það féllu niður tveir kennsludagar sem gerðu það að verkum að ég var rúma viku í fríi :). Þessa fjóra daga sem ég verð í Danmörku er ég að fara í praktík á svona stamstofu fyrir börn. Gífurlega spennandi :).

En núna ætla ég að halda áfram að læra. Vildi bara láta vita af mér. Ef einhver vill hitta mig þá er ég með gamla góða íslenska númerið :). 8686535... call me ;).

miðvikudagur, mars 08, 2006

Sérstakur dagur

Dagurinn í dag er búinn að vera frekar óvenjulegur. Ég byrjaði á því að læra og var meðal annars að gera verkefni þar sem ég hlustaði á nokkur börn tala. Þessi börn voru með alskyns talörðugleika, svosem nefmæli, veika samhljóða, nefkurr, smámæli og allskonar hluti sem ég heinlega hef ekki íslensku orðin yfir. Það er alveg svakalega áhugavert að heyra hvað hægt er að tala á sérstakan hátt.

Svo átti ég að fara til læknis á vegum skólans til að láta athuga í mér raddböndin. Það ferðalag hófst með því að ég tók metró niðrá Nörreport og tók strætó þaðan í átt að Bispebjergs Hospitalet, en þar átti ég að mæta. Strætóbílstjórinn sagði mér að hún skyldi láta mig vita þegar Bisbebjergs hospitalet væri í nánd. Hún henti mér svo út hjá Rigshospitalet. Það fannst mér nú eitthvað skrýtið og hélt kannski að Bispebjerg Hospitalet lægi þá bara einhverstaðar nálægt. Ég spjallaði þá við gangandi vegfarendur sem sögðu mér að bílstjórinn hefði hent mér alltof snemma út. Jæja þannig að ég beið eftir næsta strætó til að halda ferðinni áfram. Í næsta strætó var svo einhver hressasti strætóbílstjóri sem ég hef nokkurn tímann hitt. Hann heilsaði öllum sem komu inní strætó í hvert skipti og bauð þá velkomna og kallaði þá vini sína . Alltaf þegar hann hleytpi einhverjum út sagði hann svo “tak for turen” og “farvel”. Svo þegar ég sagði honum að ég væri að fara á þennan blessaða spítala sagði hann við mig “nu staar du bare her hos min lille ven”. Svo sagðist hann ætla að segja mér hvar ég ætti að fara út. Svo reyndi hann að spotta danska hreiminn minn og spurði hvaðan ég væri á Jótlandi. Hehe... ég sagðist þá vera frá Íslandi. Það fannst honum hrikalega gaman og byrjaði að útskýra hvert einasta hús sem við keyrðum framhjá. Hann talaði um að drottningin væri komin á nýjan bíl og um heitu hverina á Íslandi og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hef barasta aldrei hitt neinn sem hefur eins gaman að vinnunni sinni og þessi maður.

Svo fann ég þennan blessaða spítala og þá tók við enn meiri leit af þessari deild sem ég átti að mæta á. Þetta er ekkert smá stór spítali. Þegar ég svo loksins komst á leiðarenda hitti ég lækni sem stakk myndavél á stórri stöng uppí kok á mér og ég átti að segja ííííííí. Það var ótrúlega erfitt að reyna að mynda þetta hljóð með þetta ferlíki uppí sér. En þetta var bara mjög gaman skal ég segja ykkur og eftirá fékk ég að sjá árangurinn á skjá fyrir framan mig. Þá sá ég raddböndin mín hreyfast fram og til baka á svaka hraða og sá líka þegar ég dró andann og allt opnaðist uppá gátt. Þetta var bara hrikalega áhugavert. Svo sagði hann mér að ég væri með fullkomnlega heilbrigð raddbönd og fallegar hreyfingar.

Á leiðinni heim í strætó keyrði ég svo framhjá kolleginu þar sem við bjuggum þegar ég var lítil. Það finnst mér alltaf eitthvað svo gaman.

En núna langar mig í nachos með bræddum osti og guagamole og salsasósu. Vill svo skemmtilega til að ég á þetta allt saman til. MMMMMMMM

Heyrumst

mánudagur, mars 06, 2006

Frábær helgi að baki.

Nonni kom til mín í heimsókn á föstudaginn og fór um hádegi í dag. Þið getið rétt ímyndað ykkur að það voru fagnaðarfundir. Hann var nú reyndar drullukvefaður allan tímann greyið en ég gat þá bara hjúkrað honum í staðinn.
Við fórum út að borða á Det lille apotek sem er elsti veitingastaður Köben. Mjög kósý og rosa góður matur. Fengum okkur saman purusteik með kartöflum, rauðkáli og sósu. Þar á eftir fengum við okkur einhverja bestu súkkulaðisósu sem ég hef smakkað og bananasplit. Mmmmm... Annars vorum við bara að rölta hingað og þangað og fá okkur kaffisopa eða lágum heima í kúri yfir dvd mynd. Mjög kósý og notaleg helgi.



Við Helena skelltum okkur svo í Ikea áðan. Það er alltaf jafn gaman að fara þangað. Ég náttla missti mig í gleðinni að skoða sófa og borð og allskonar dót í búið. Það er nú kominn tími á að maður fari að líta í kringum sig þar sem kallinn manns er nú barasta búinn að kaupa íbúð handa manni, hvorki meira né minna. Já hann keypti íbúð í Grafarvoginum, nánar tiltekið Frostafold. Tveggja herbergja, 82 fermetrar. Hún er ÆÐI!!! Ég get ekki beðið eftir að við fáum hana og byrjum að mála og decoreita ;).
En í þetta skiptið lét ég mér nægja að kaupa bara herðatré og skurðabretti og eitthvað svona dúllerí smotterí sem mig vantaði í litla búskapinn minn hérna á kolleginu.

En jæja, ég kem svo heim 7. apríl og verð til 20. apríl, svona ef ég var ekki búin að láta alla vita ;). Hlakka til að hitta sem flesta þá.

Sionara...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?