<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, apríl 04, 2006


Storytime...

Jæja, nú er ég komin aftur til Danmerkur. Verð hér fram á föstudaginn og fer þá aftur til Íslands í páskafrí eins og ég sagði í síðasta bloggi (sem enginn virðist hafa lesið þar sem enginn kommenteraði).
Mér á samt ekki eftir að leiðast hérna úti eða finnast tíminn lengi að líða því ég er í praktík þessa dagana. Fyrsti praktík dagurinn var einmitt í dag. Við Erla erum saman í þetta skiptið og mætum á “stamcenter” fyrir börn. Dagurinn í dag var mjög áhugaverður og mér finnst ég hafa lært helling. Svo er aftur mæting þarna á morgun og á fimmtudaginn, svo skóli á föstudaginn og svo bara beint í flug nánast :).

En ég skal segja ykkur spennandi sögu... Pabbi skutlaði mér útá flugvöll í gær. Ég tékka mig inn í vélina og læt konuna í tékk-inn-inu vita að ég er bara með handfarangur með mér. Ekkert mál, hún hleypir mér í gegn. Svo fer ég að stússast í fríhöfninni og versla hitt og þetta fyrir hinn og þennan sem langaði í “ódýrar” vörur. Þá uppgötva ég það, mér til SKELFINGAR að ég hef gleymt gemmsanum mínum í Grundalandinu. Sú skelfing varði nú ekki lengi því ég er nú ekki að fara að vera lengi í burtu skiljiði. Ég hugsaði líka að ég gæti nú alveg heyrt í Nonna mínum í gegnum tölvuna mína og internetið góða, þessa fáu daga sem ég er ekki hjá honum (tölum nú reyndar alltaf saman þannig). Svo er komið að því að fara inn í vél. Þegar ég ætla að fara að setja tölvuna mína í farangurshólfin fyrir ofan sætin þá er ekkert pláss eftir. Flugfreyjan kemur til mín og segir við mig að taskan sé alltof stór. Það skil ég reyndar ekki því Nonni á þessa tösku og hefur alltaf mátt hafa hana í handfarangri. Allavegana, fluffan segir við mig að ég þurfi að setja hana niður í farangursrými með öllum hinum töskunum. Svo segir hún reyndar að ég geti sett hana aftast í vélina en þá þyrfti ég að bíða þangað til allir í vélinni væru farnir út og eitthvað ves. Hún ráðlagði mér eindregið að setja hana bara niður. Ég bara eins og alger álfur út úr hól samþykkti þetta og setti dýrmætu töskuna í hendurnar á ljóshærðu gervibrosandi flugfreyjunni. Eftir smá stund fæ ég svo einhvern snepil með einhverju kroti á sem er kvittun fyrir farangrinum mínum. Þegar ég lendi í Köben er ég hálf bölvandi við sjálfa mig að þurfa nú að standa heillengi og bíða eftir farangrinum. Það var einmitt þess vegna sem ég vildi hafa töskuna með mér inní vél, svo ég slyppi nú við þessa endalausu bið. Ok, ég bít á jaxlinn og stilli mér samviskusamlega upp við farangursbrettið. Ég bíð, og bíð, og bíð og svo bíð ég aðeins lengur, já og svo örlítið lengur. Vitið menn, allt í einu hætta töskurnar að birtast á færibandinu. Svo kemur einhver strákur til mín og segir eitthvað á þessa leið:” ööööööö, sko það koma ekki fleiri töskur, taskan þín er örugglega í Reykjavík bara sko....öööööö”. Mér er bent á að fara að einhverju borði þar sem ég á svo að fylla út eitthvað eyðublað. Ég gat ekki einu sinni gefið þeim upp neitt símanúmer því gemsinn minn var jú á Íslandi og ég mundi ekki heimasímann minn. SIRRÝ SNILLINGUR!!! Í þessari tösku minni var talvan mín, skólabækur, snyrtidótið mitt, draslið sem ég hafði keypt fyrir fólkið sem vildi “ódýran” varning frá Leifsstöð, já og JAKKINN MINN. Ég varð að gjöra svo vel að taka taxa heim því ekki fór ég að þvælast í lestum og labba heim jakkalaus. Þetta er virkilega ömurleg tilfinning. Mér fannst ég gjörsamlega handa og fótalaus. Gat ekki haft samband við neinn eða neitt. Til að toppa þetta allt saman þá er heimasíminn minn bilaður þannig að ég get ekki hringt úr honum. Það er bara hægt að hringja í mig. Týpískt.... haha hvað er málið. Sem betur fer á maður nú góða að og ég fékk að nota tölvuna hennar Helenu til að ná í Nonna.
Nonni og pabbi minn fara svo í málið og pabbi hringir eitthvað útá völl í morgun skilst mér og þeir segja honum að taskan hafi ekki fundist og hún hljóti að vera uppá Kastrup. Sem betur fer var svo liðið uppá Kastrup búið að hringja í mig áður en pabbi færði mér þessar fréttir (trúiði mér, mér fannst það mikið misterí að þeir skildu vita heimasímanúmerið mitt þar sem ég er ekki skráð neins staðar fyrir því en pabbi hafði þá víst látið þá hafa það hehe...). Kastrup liðið hafði semsagt fundið töskuna. GLEÐI GLEÐI GLEÐI. Þeir sendu mér hana svo bara beint upp að dyrum. Spáið í því. Það var allt í töskunni. Det hele. Ég hélt ég myndi springa úr gleði.

Ég ákvað í örvæntingunni minni í dag (áður en ég vissi að taskan væri fundin) að ég gæti ekki verið með bilaðan síma ef svona aðstæður koma upp. Þannig að ég skellti mér í Elgiganten (Elko) og keypti mér þráðlausan síma á 175dkk. Nú á ég þráðlausan síma vííííí. En ok... nú er sagan búin. Ég þarf að vakna snemma í fyrramálið altsaa.

Like wise men say: “ ALLT ER GOTT SEM ENDAR VEL”

This page is powered by Blogger. Isn't yours?