<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 05, 2006



Sól og sumar og pöddur í Köben

Undanfarna daga er búið að vera geggjað veður hérna. Um og yfir 20 gráður og sól og allur pakkinn. Og ég auðvitað föst yfir próflestri inni í skugganum. Er ekki próftíminn dásamlegur!!!! Ég hef svosem sagt það áður og segi það aftur að ég á ekki að vera að blogga neitt of mikið þegar ég er í prófalestri því þá heyrist bara kvart og kvein og vein og grátur og gnístran... ég er ekki sú besta á þessu tímabili hehe. Annars leggst þetta svona ágætlega í mig þessa önnina. Reyndar geeeðbilað mikið að lesa og margt að ná þar sem ég er að taka upp próf síðan á síðustu önn líka. En ég ÆTLA að ná þessu öllu saman og ég skal og ég get og ég kann og ég veit og þar fram eftir götunum. Er það ekki annars svona sem maður á að gera þetta.... peppa sig endalaust upp og láta heilann trúa því að maður geti allt og sé ósigrandi. Ég fer í hljóðeðlisfræðipróf og tvö börnelogopróf og skila BA ritgerð þessi annarlok (í júní). úff púff, vinnan sem er framundan. Dííí hvað það verður ljúft að komast í sumarfrí.
En allavegana... ég er að fara heim eftir 11 daga. Kem heim 16. maí. Veit ekki alveg hvenær ég fer til baka aftur því prófataflan er ekki komin ennþá (don't ask me why, rugl system á þessum skóla mínum). Svo fáum við íbúðina okkar 1. júní :). Jeij ég get ekki beðið.

En ætli ég þurfi ekki að fara að hella mér yfir bækurnar eina ferðina enn.
Seeyah, ciao amigos

This page is powered by Blogger. Isn't yours?