<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 22, 2006



Breytt plön.

Já maður fórnar ýmsu fyrir þetta blessaða nám sitt. Ég skal nú reyndar ekki segja að ég sé að leggja fram miklar fórnir akkúrat núna en...

Þannig er mál með vexti að ég þarf að skila BA-ritgerðinni minni þann 17. júlí næstkomandi. Ég er búin að vera voða dugleg og samviskusöm alla daga núna frá því að ég kláraði prófin (og var að sjálfsögðu byrjuð áður en prófin byrjuðu) að skrifa og skrifa og skrifa. En allt kom fyrir ekki. Ég sé ekki fram á að ná að klára þetta á þessari viku sem ég á eftir í Dk áður en ég á áætlað flug til Reykjavíkur. Nánar tiltekið 29. júní. Þannig að ég þarf að fresta heimför um ca. 2 vikur. Ég veit ekki alveg hvernig vinnuveitandi minn á eftir að taka því en maður verður bara að vona sitt besta. Ég missi af brúðkaupi, ættarmóti fyrir vestan, afmæli hjá ömmu hans Nonna sem ég hef aldrei hitt og Þórsmerkurferð með Írisi frænku og co. En so be it. Tvær vikur eru enga stund að líða. Betra að klára þetta drasl og gera það vel svo maður þurfi nú ekki að gera þetta aftur.

Ég geri semsagt ráð fyrir að vera komin heim í kringum 14. júlí ef allt fer að óskum.

Wish me luck með þessa blessuðu ritgerð.

P.s. ákvað að henda inn þessari mynd af eyranu ykkur til fróðleiks og yndisauka. Þetta er meðal annars það sem ég er að vasast í þessa dagana.

laugardagur, júní 10, 2006





Ohh well...

Ég held barasta að fólk sé almennt hætt að nenna að kíkja á bloggið mitt þar sem ég skrifa aldrei neitt á það.

En svona fyrir þá sem ekki vita það þá erum við Nonni búin að fá íbúðina okkar í Frostafoldinni. Máluðum hana alla svaka hvíta og fína um hvítasunnuhelgina með hjálp frá nokkrum dugnaðarforkum. Palli bróðir Nonna var þarna meira og minna alla helgina, Jódi og Addi voru svaka duglegir, Guffi bróðir Nonna kom og lagaði allt sem tengdist rafmagni og skipti um alla tengla og "slökkvara" í íbúðinni. Svanur hjálpaði til við flutningana ásamt Adda. Mamma og pabbi voru algjörir snillingar líka, mamma með vöfflurnar og pabbi með málningarúlluna. Svo er Hilmar, pabbi Nonna að hjálpa honum að mála gluggana og svalahurðina liggur við í þessum töluðu orðum. Allavegana voru þeir í því í dag feðgarnir. Ég vona að ég sé ekki að gleyma neinum í þessari "hjálparupptalningu" en mig langar til að þakka öllum fyrir hjálpina. Við hefðum ekki getað gert þetta án ykkar :).

Ég þurfti náttla að fara aftur til Dk þegar við vorum nýbúin að fá blessaða íbúðina. Er búin í einu prófi núna, hljóðeðlisfræðinni, og það gekk held ég bara sæmilega (7 9 13). Vona allavegana að ég hafi kjaftað mig yfir sexuna og nái þessu. Nú eru tvö próf eftir og svo ritgerðarvinna þangað til ég kem aftur heim til Íslands þann 29. júní.

Seeyah...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?