<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júlí 24, 2006

Helgarskýrsla

Jæja þá er vel heppnuð helgi afstaðin. Við Nonni skelltum okkur uppí Þjórsárdal í kúlutjald bara tvö. Ég fór svo svakalega oft í tjaldútilegu þangað með familíunni þegar ég var lítil þannig að þetta var ákveðið flashback fyrir mig barasta. Við vorum frá laugardegi til sunnudags og náðum bara að skoða helling. Við fórum í sundlaugina þarna, þar sem sturturnar eru annarstaðar en búningsklefarnir. Maður þarf að labba út og allir í lauginni sjá mann þegar maður röltir frá klefa yfir í sturtu... hehe, frekar spes. Við kíktum líka á Stöng sem er rústir af gömlum torfbæ síðan ellefuhundruðogblómkál. Við grilluðum okkur hamborgara á einnota grilli og höfðum það voða kósý í kúlutjaldinu sem Nonni fékk í fermingagjöf og á gömlum útilegustólum. Við vöknuðum svo eldsnemma á sunnudagsmorgninum eða um níu og borðuðum morgunmat og tókum saman tjaldið. Svo fundum við Perluna sem er ofsalega fallegur dalur þarna í Þjórsárdalnum þar sem ég var oft í tjaldútilegu með familíunni í den. Nú er Perlan víst orðin friðað svæði og bannað að tjalda þar. Svo fórum við að skoða Hjálparfoss og ótrúlegt en satt þá sýndi sólin sig í þessar tíu mínútur sem við vorum þar. Þar sem ég er ekki með netið heima og þarf að blogga í vinnunni get ég ekki sett inn myndir frá þessari ferð en þeir sem vilja sjá dýrðina geta kíkt í heimsókn ;). Líka bara til að skoða fínu íbúðina okkar :).

Jæja, kannski maður haldi áfram að vinna. Seeyah...

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Hæ hæ og halló

Núna er ég búin að vera að vinna sem móttökuritari á 11-G eða blóðlækningadeild Landspítalans í viku. Það er afskaplega lítið að gera hjá mér svona yfirleitt þó ég fái nú svona verkefni og verkefni inná milli. Ótrúlegt en satt þá eru dagarnir ekki lengi að líða og mér leiðist sjaldnast. Skemmtilegt fólk sem ég er að vinna með og svona.

Íbúðin okkar er alltaf að verða fínni og fínni. Nú eru komin upp næstum því öll ljós og ýmsar hillur hér og þar. Við eigum ennþá eftir að setja upp hillur í stofuna og eitthvað smotteríis skipulagsdóterí hér og þar. En það er alveg yndislegt að vera þarna. Mjög góður andi í íbúðinni og alger snilld að vera bara tvö útaf fyrir okkur.

Ef einhvern langar að koma og kíkja á höllina þá er um að gera að slá á þráðinn bara og boða komu sína :).
Hlakka til að sýna fólki pleisið.

Until then...bæjó

laugardagur, júlí 08, 2006


Home sweet home

Jæja þá er ég búin að skila þessari blessuðu ritgerð. Manja, stelpa á hæðinni minni, las hana yfir og benti mér á stafsetningavillur og setningauppsetningavillur og svona og svo fór Geir yfir hana og benti mér á ýmislegt sem mætti vera betra. Frábært að fá hjálpa frá þeim :). Í ritgerðinni kom orðið "høretab" mjög oft fyrir og ég skrifaði það í öll skiptin með p í staðinn fyrir b sem er náttla bara pjúra íslenska. Ég lagaði þessa stafsetningavillu í allri ritgerðinni en svo þegar ég kom uppí skóla og sýndi leiðbeinendanum mínum ritgerðina fullunna þá sá hann að ég hafði skrifað orðið með p á forsíðuna. TÝPÍSKT!!! En það er allt í lagi.. ég fell nú ekki útaf því hehe... bara pirrandi.

Svandís tók þessa mynd af mér í morgun. Hún gisti hjá mér í tvær nætur og er farin uppá flugvöll núna því hún er líka að fara heim. Sjáiði hvað ég er spennt að fara heim hehe... Allavegana get ég ekki beðið. Fer í loftið kl. 22.50 í kvöld þannig að ég ætla að reyna að vera komin uppá völl um 20 leitið því flugvöllurinn hérna er víst eitt stórt kaos þessa dagana og manni er ráðlagt að mæta vel fyrir brottför. Ég er soldið kvíðin með farangurinn því ég er með slatta með mér. Vona bara að það reddist.

Nú er næsta skref að flytja inní Frostafoldina :). Vá hvað það verður notalegt.

Hlakka til að sjá alla heima :). Bæjó

laugardagur, júlí 01, 2006



Hæ elskurnar...

Helena fór til Íslands í dag :(... Mig langar líka til Íslands. Ég er komin með rúmar 27 normalsíður af 30 í ritgerðinni minni. Byrjuð á lokaorðum og þetta er allt saman að smella saman barasta. Ég hitti kennarann minn á þriðjudaginn til að fá smá feed back frá honum og fá samþykki fyrir því sem ég er búin að skrifa. Ég ætla að reyna að vera bara búin að klára lokaorðin og svona vera "búin" með ritgerðina annað kvöld (sunnudagskvöld) þar sem það er síðasti séns að senda á kennarann áður en ég hitti hann. Hún er náttla samt aldrei alveg búin fyrr en búið er að lagfæra setninga-og stafsetningavillur og svona. Þarf líka að láta einhvern lesa þetta yfir fyrir mig.

Annars geri ég ráð fyrir að hitta Lísu mína og Casper og litlu dúlluna þeirra hana Sögu Lív á miðvikudaginn þar sem þau ætla að skella sér til köben þá. Það verður skemmtileg dægrastytting í því. Ég vona svo innilega að tíminn verði fljótur að líða þangað til ég fer heim.

Á myndinni hérna fyrir ofan sjáið þið smá sýnishorn af öllu bókaflóðinu sem ég er að nota í ritgerðina. Haldiði að það sé fjöldi!!! Enda er ég búin að læra svakalega mikið á þessu.

Jæja, vildi bara leyfa ykkur að fá smá innskot í hvernig málin standa og hvernig mér gengur með þessa blessaða ritgerð. Get ekki beðið eftir að fara heim og hafa það kósý með Nonna í Frostafoldinni :). Er meira að segja löngu búin að pakka!!! Hversu sick er það haldiði hahaha!

Hej hej


This page is powered by Blogger. Isn't yours?