<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 31, 2006


Haldiði ekki að það sé búið að henda upp fullt af "REYKINGAR BANNAÐAR" límmiðum í og utan á lyfturnar á kolleginu mínu :)... Það er svoooo viðbjóðslegt að fara í lyftu þar sem einhver er nýbúin að vera með sígarettu og trúið mér, það gerist þónokkuð oft hér í Danmörku. Maður hefði haldið að þetta væri nú common sence og almen kurteisi og þyrfti ekki að taka svona hluti fram en... danir eru sérstakir með sígaretturnar sínar. En núna á þessum sígarettulyftutilfellum vonandi eftir að fækka eitthvað þar sem þetta er nú orðin regla :). Jibbýjeij!!!

föstudagur, október 27, 2006

Vá hvað Grey's anatomi eru miklir SNILLDARþættir! Helena á tvær seríur af þeim og ég er að horfa á aðra seríu núna. Í einum þætti er hægt að grenja úr hlátri og sorg. Held ég hafi ekki séð betri þætti síðan Friends.

Halló

Kominn tími á nýtt blogg...

Vala mín og Davíð kærastinn hennar eignuðust barn um daginn... Alltaf er ég ógeðslega sein að troða þessum fréttum á bloggið mitt og allir vita þetta already en mér er alveg sama. Það skal skrifast á bloggið mitt að þessi litli prins er kominn í heiminn. Enn og aftur til lukku með hann Vala og Davíð. Ég náði því miður ekki að sjá hann þar sem hann fæddist það stuttu áður en ég fór aftur til Dk. Ég sé hann bara í desember þegar hann er orðinn aðeins stærri. Flott með þessar blessuðu barnalandssíður. Þá finnst manni maður ekki missa af eins miklu. Maður getur fylgst svo vel með á netinu.

En ég er semsagt komin aftur til Dk eftir tæplega mánaðardvöl á Íslandinu fagra. Það var að venju yndislegt að vera heima, og belive it or not það er alltaf erfiðara og erfiðara að fara út aftur. En núna er bara að hella sér í námið eins og svo oft áður. Svo fer þetta nú bráðum að taka enda. Svo fékk ég nú e-mail frá henni Helenu um daginn sem benti manni á hversu heppinn maður er í raun. Svona ef maður miðar sig við fátæka fólkið í Afríku. Á maður ekki að hætta þessu blessaða væli og átta sig á því hvað maður hefur það gott. Ég hef þó tækifæri til að læra það sem mig langar og ég á ofan í mig og á... og svo framvegis og svo framvegis...

Mamma kemur í heimsókn til mín þann 18. nóvember sem er eftir 22 daga. Svo þegar hún er farin get ég farið að opna súkkulaðidagatal afturábak til að telja 24 daga í heimför hehe... eins og ég geri á hverju ári núna.

Jæja, ég er hætt að skrifa í bili.
Ciao amigos


Litli sætilíus þeirra Völu og Davíðs

This page is powered by Blogger. Isn't yours?