<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 29, 2006


Et Juleeventyr!

Við skelltum okkur í leikhús stelpurnar núna áðan. Fengum miðann á 60 danskar því við erum undir 25 og ef við náum saman 4 eða fleiri þá fáum við miða á svona fínu verði. Ódýrara en að fara í bíó :). Frábært. Allavegana þá fórum við á leikritið Jólaævintýri eftir Charles Dickens. Það fjallar um mjög ríkan en nískan og úrillann mann sem þolir ekki jólin eða neitt sem heitir fallegt og gott. Það koma svo til hans andar nóttina fyrir jól. Þetta eru andi jóla fortíðarinnar, andi jóla nútíðarinnar og andi jóla framtíðarinnar. Þessir andar kenna honum að kunna að meta jólin og vera góður við aðra.
Segiði mér!!! Er ég sú eina í heiminum sem þekki þetta ævintýri og hef heyrt það svona þúsund og einu sinni áður??? Það vill enginn kannast við þetta. Ég hef séð þetta í rosalega mörgum útfærslum. Jóakim aðalönd og Rip, Rap og Rup, Mikki mús hefur líka tekið þetta að sér, mér skilst að prúðuleikararnir hafi líka tekið þetta, svo hef ég séð leikna bíómynd um þetta einhverntímann þegar ég var krakki að mig minnir og endalausar teiknimyndir. Fyrir mér er þetta ævintýri svipað og Litla stúlkan með eldspýturnar. Ef einhver annar en ég kannast við þessa sögu þá endilega kommentið þið. Er ég alein í heiminum?
En leikritið var ofsalega skemmtilegt. Frábærir búningar og falleg lög og flott sviðsetning. Þetta var rosalega gaman bara. Nú er sko leyfilegt að komast í alvöru jólaskap.

Nú eru 16 dagar í heimför og ég ætla að opna glugga númer 16 og gæða mér á gómsætum súkkulaðimola sem styttir biðina í heimför.

Knús og kossar og leyfið ykkur að hlusta á nokkur jólalög :) því bráðum koma blessuð jólin. Jíííííhaaaaa!


Helena og Sigríður gífurlega hressar að vanda


Ég og Sölva biðum spenntar eftir sýningunni


Gleraugnaglámarnir

þriðjudagur, nóvember 21, 2006


24 dagar í heimför :)

Ég var að opna fyrsta gluggann í dagatalinu mínu. Glugga númer 24 og sem gefur að skilja er það stærsti molinn. Í glugganum var ofsalega flott súkkulaðijólatré með hvítri fyllingu. Mmmmm... ætla að gæða mér á honum með fína pressukönnukaffinu frá Magasín sem mamma keypti.


Mömmuheimsóknin :)

Tíminn líður og mamma er komin og farin. Hún lenti á hádegi á laugardaginn og ég fór og sótti hana uppá völl. Það var eitthvað rugl á töskunum og fólkið mátti bíða í minnsta kosti 40 mínútur eftir þeim. Svo skelltum við okkur heim þar sem ég útbjó þennan líka fína hádegisverð handa okkur. Var búin að kaupa bollur til að setja í ofninn og svo var ég með Konning gold ost sem mömmu finnst svo góður, melónur, ólífur með möndlum og ýmislegt fleira. Mmmmm... rosalega gott. Þegar við vorum búnar að borða fórum við í Fields og dúlluðum okkur þar. Um kvöldið fórum við svo í jólatívolí og borðuðum purusteik á Grøften, sem er veitingastaður í tívolí.
Eftir það kíktum við á pöbbarölt og hittum fullt af skemmtilegu fólki. Hittum meðal annars norska krakka sem voru ofboðslega kammó við okkur og buðu okkur meira að segja uppá Galliano shot. Við spjölluðum helling við þau á norsku. Það er ekkert lítið gaman að tala norsku :). Það er bara svona bland af íslensku og dönsku með íslenskum hreim pretty much.
Einn gauranna sagði svo við mömmu að hún hefði allavegana gert eitt rétt um ævina og það væri að búa mig til. Ég væri fallegasta kona sem hann hefði séð. Hehehe hann hefur greinilega ekki hitt allar skvísu vinkonur mínar... en alltaf gaman að fá hrós. Það fyndna við þetta var að kærastan hans sat við hliðina á mér og þegar hún fór á klóstið í eitt skiptið bað gaurinn um símanúmerið mitt. Ég spurði hvað hann hefði við það að gera fyrst hann ætti nú kærustu.... hann varð þá ofurvandræðalegur og sagði að það væri bara fyrir þau bæði ef þeim skyldi nú detta í hug að koma til Íslands. Í þeim töluðu orðum kom kærastan til baka og þá tók hann bara andköf og sagði: "hún er að koma" svo minntist hann ekki einu orði á símanúmer eftir það.
Svo trúði nú engin að mamma væri mamma mín. Norsku krakkarnir héldu að hún væri skólasystir mín :). Enda er hún nú falleg hún mamma mín, það er ekki leiðum að líkjast þar. Þetta kvöld var bara eitt stórt egóbust fyrir okkur mæðgurnar. Gaman að þessu.
Daginn eftir fann ég svo fyrir því að einhverjir bjórar höfðu verið drukknir kvöldið áður. Úff, það er svona þegar maður drekkur svona sjaldan þá fær líkaminn bara sjokk þegar það svo loksins gerist. En við létum þynnku ekki aftra okkur frá því að skella okkur í Magasín. Alltaf svo gaman að skoða þar og ímynda sér að maður eigi nóga peninga til að versla þarna hehe... Keyptum okkur kaffi og súkkulaði til að gæða okkur á þegar heim var komið. Skelltum okkur svo bara á Jensens Bøfhus um kvöldið og fengum okkur dýrindis kjúklingagrillpinna með grænmeti. Mmmmmm...
Svo rann upp mánudagurinn og eftir að hafa fengið okkur egg og beikon í morgunmat hentum við okkur í Amagercenter og svo á strikið. Borðuðum á "Bøf og Ost" í hádeginu voða flott smurbrauð og gúmmelaði í eftirrétt. Mamma fékk sér osta og ég belgíska súkkulaðiköku... haldiði að það sé lúksus á manni. Svo var bara komið að heimför múttu minnar aftur. Þetta var rosa fljótt að líða allt saman en ótrúlegt hvað við náðum samt miklu á svona stuttum tíma. Ég náði að kaupa hellings jólagjafir sem mamma tók svo með sér heim fyrir mig þar sem hún hafði nóg kílóapláss í töskunni sinni.

Vel heppnaðir dagar og mikið át... Endalaust takk fyrir mig mamma mín.

fimmtudagur, nóvember 09, 2006


Lífstílsbreyting :)

Jæja börnin ung og smá. Dagurinn í dag er búinn að vera ansi viðburðaríkur. Ég skellti mér í S.A.T.S líkamsræktarstöðina og keypti mér hvorki meira né minna en árskort. Það vill svo heppilega til að það er hægt er að setja kortið á pásu þegar maður vill. Þannig að þegar ég skrepp til Íslands í mánuð eða svo set ég bara kortið góða á hold og dagarnir á kortinu eyðast ekki. Svo lofaði dúdinn sem seldi mér þetta að þegar ég flyt til Íslands í sumar þá fæ ég endurborgað þann hluta af kortinu sem ég hef ekki notað. Segir sig sjálft að ég næ ekki heilu ári þar sem ég flyt heim í júní á næsta ári og er heima ansi oft. Algert brill :).

Ég ætla semsagt að fara að búa mér til rútínu í ræktinni. Ég ætla til dæmis að fara í spinning svona tvisvar í viku og tíma sem heitir “kom i form” og svo hugsa ég að ég skelli mér í yoga líka til að ná niður námsstressinu ;). Ég ætla bara að setja mér niður fasta tíma. Fara til dæmis alltaf á mánudögum og fimmtudögum í spinning og svo kom í form kannski á miðvikudögum og svona... gera þetta bara að ákveðinni “skyldu” eins og skóla eða vinnu. Ég meina ég hef allan tímann í heiminum. Eftir næsta miðvikudag verð ég bara einn dag í viku í skólanum. Er ég í háskóla eða leikskóla... hvernig er það??

En jæja, ég ákvað líka að taka mig á í mataræði. Héðan í frá ætla ég að borða litlar en margar máltíðir á dag. Borða holla fitu og sneiða hjá sykri, óhollri fitu og hvítu hveiti. Ég fór með heilsusérfræðingnum, henni Helenu, í búð í dag og hún hjálpaði mér af stað með því að lesa með mér á innihaldslýsingar og benda mér á góðar og hollar vörur. Ég keypti mér fullt af grænmeti og ávöxtum og möndlur og furuhnetur og exra virgin olive oil, hollan djús og svo framvegis og framvegis. Nonni sendi mér matarprógrammið sem hann fer eftir í bootcampinu og ég ætla bara að vera dugleg að fara eftir því. Djöfull verð ég flott maður :).

Svo henti ég mér í búð niðrí bæ, ská á móti Vor frue kirke, sem heitir Notre Dam. Geggjuð búsáhaldabúð. Ég elska að skoða í henni. Þar keypti ég mér fullt af krukkum með loki og svona þéttigúmmíi og lás. Þannig að ENGAR HELV... PÖDDUR KOMIST Í MATINN MINN!!! Nú er skápurinn minn OFURFALLEGUR að innan :). Allur holli maturinn minn kominn í fínar krukkur. Ég tók líka skápinn í gegn og þvoði hann hátt og lágt og allt sem í honum var, alla diska, öll glös, öll hnífapör og allt. Ef pöddurnar komast í gengun allar þessar ráðstafanir mínar þá gefst ég upp.

Svo kemur mamma í heimsókn eftir 9 daga :). Hlakka rosalega til. Við ætlum á julefrokost í Juletivoli og kíkja í Magazin og svona. Það verður æði að fá hana.

Svo get ég farið að telja niður í heimför með súkkulaðidagatalinu daginn eftir að mamma fer. Ég veit... ekki beint í samræmi við lífstílsbreytinguna... en mér til varnar, þá keypti ég þetta dagatal áður en ég ákvað þetta. Einn súkkulaðibiti á dag sakar ekki svo mikið þegar ég er svona dugleg að borða hollt og hreyfa mig.

En ofsalega líður mér vel með þessa ákvörðun mína um breyttan lífsstíl já og nýju fínu pöddusafe krúsirnar mínar :).

Jæja, þarna fenguð þið sko almennilegt blogg... hehe... ætli helmingurinn af ykkur gefist ekki upp á lestrinum á hálfleið.

Wish me luck með allt dótið :).

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

UUURRRRRRRRRRR!!!!!

Núna er ég brjáluð og búin að fá alveg nóg. Þegar ég kom til Dk núna fyrir tveimur vikum síðan fékk ég að vita hjá henni Helenu að hún hefði séð rottu á kolleginu. OOOOJJJJJJ! Ok, þar var lifandi sönnun fyrir því að meilið, sem allir á kolleginu fengu sent, væri satt. Meilið var semsagt um það að það væru rottur og mýs á kolleginu og við þyrftum bara að vera dugleg að loka hurðum og gluggum svo þær kæmust nú ekki inn til okkar. EINS OG ÞAÐ SÉ BARA ALLT Í LAGI AÐ HÉR SÉU ROTTUR OG MÝS!!!!! Ég meina það....
Já og ekki nóg með það. Ég fann fullt af ógeðslegum litlum pöddum í haframjölinu mínu í morgun. Nice to know að ég hef sennilega verið að éta þessi kvikindi undanfarna daga. Mmmmmm... Haframjölið mitt var í loftþéttum umbúðum (að ég hélt) þannig að ég hélt að ég myndi nú sleppa við þessi helvíti. En neeeeeei..... AAAARRRG hvað ég er ill. Ég henti öllu úr skápnum sem gat talist pödduætt og hef ekki hugsað mér að setja mat í hann á næstunni. Ég verð þá bara að svelta. Svona upplifir maður ekki á fallega Íslandi. Þetta er nú ekki til að bæta á blessuðu heimþrána.

fimmtudagur, nóvember 02, 2006



Brrrrrr!!!

Það er orðið kalt í Kaupmannahöfn. Fyrst kom rigningin í nokkra daga sem var eins og að fara í kalda sturtu í öllum fötunum. Svo kom brjálæðislegt rok og núna er Hr. Kuldaboli mættur á svæðið. Það er kominn þessi nístingskuldi sem mér finnst vera svo lýsandi fyrir danskan vetur. Ég fór einmitt að hugsa áðan hvort að maður tæki betur eftir kuldanum hérna því maður er alltaf á hjóli. Heima á Íslandi er maður yfirleitt í bíl. Samt held ég að það sé einfaldlega bara kaldara í Danmörku. Sennilega rakinn. Allavegana finnst mér einhvernveginn auðveldara að klæða af mér kuldann heima heldur en hér. Hann nístir meira innað beini í landi Baunanna en í landi fallegasta kvenfólksins og sterkustu mannanna.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?