<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 18, 2007

Jæja... seint skrifa sumir en skrifa þó.

Ég hugsa að það fari nú fljótlega að líða að lokum þessa blessaða bloggs míns. Ég held samt að ég þrauki með þetta fram á vor þegar ég flyt heim á Klaka aftur. Ég byrjaði nú þetta blogg til að fólk gæti fylgst með hvað ég væri að bardúsa í landi baunanna.

Annars langaði mig að deila því með ykkur sem ekki hafa heyrt það að ég fór í voksenlogopædi próf í morgun, nánar tiltekið fullorðinstalmeinafræði. Ég hefði getað lent á annað hvort: afasíuprófi (málstol, sem er afleiðing heilablóðfalls) eða stamprófi. Ég lenti á afasíuprófi og var mjög sátt við það þar sem við höfðum lagt fjórfalt meiri vinnu og lestur og tíma í það heldur en stamið. Þetta próf gekk svona líka glimrandi vel þrátt fyrir töluvert stress. Af því að þetta var munnlegt próf þá fékk ég einkuninna fimm mínútum eftir að prófið var búið. Ég þurfti bara aðeins að skreppa fram á meðan kennarinn og prófdómarinn ákváðu einkunnina. Ég fékk 9 :)... ég er ekkert smá stolt. Ótrúlega ánægð með þann árangur.

Well þá er það bara heimför aftur annað kvöld hehe.... alltaf heima bara. I love it blink blink.

Sjáumst á klakanum.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?