<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Aftur til raunveruleikans

Helgin er búin að vera yndisleg. Nonni kom til mín á fimmtudagskvöldið og fór núna á hádegi áðan. Týpískt reyndar að fluginu hans út á fimmtudaginn seinkaði þannig að það var í raun heilt kvöld tekið af okkur. En við höfðum það rosa kósý í þessa tvo sólahringa sem hann var hérna. Kíktum á kaffihúsið hans Friðriks Weiserberg... eða hvað hann heitir. Þetta er bara ágætis kaffihús hjá honum. Soldið fyndið samt hvað það var mikið af íslendingum þar. Svo skelltum við okkur í Fields í smá stund og rákumst á Önnu Kareni frænku þar og Ernu. Þær voru í vinnuferð og ákváðu að spóka sig í verslunarmiðstöðinni í frítímanum sínum. Anna er meira að segja að koma aftur til Köben næstu helgi. Kannski ég plati hana til að hitta skemmtilegu frænku sína aðeins :).
Það er búið að vera allt á kafi í snjó hérna og drullukalt þannig að maður er ekki mikið á röltinu utandyra. Við Nonni fundum svo þennan líka fína ítalska veitingastað nálægt Nörreport lestarstöðinni. Þangað fer ég pottþétt aftur. Að sjálfsögðu tókum við svo smá rölt um Strikið í gær... bara nauðsynlegt þegar það kemur einhver til manns að kíkja þangað. Nonni keypti sér svaka flotta skó sem hann hefur leitað að lengi.
En eins og titillinn segir... þá er kominn tími til að snúa sér aftur að raunveruleikanum og hella sér í lestur aftur. Bækurnar lesa sig ekki sjálfar. Ég kem svo heim til Íslands næst um páskana eða eftir nákvæmlega 31 dag. Svo eftir það fer þetta nú allt saman að styttast. Þá er bara frekar stutt í að ég flytji heim á klaka aftur :). En ef einhvern langar til að heimsækja mig í mars þá er sá hinn sami meira en velkominn til þess. Alltaf gaman að fá gesti. Það styttir dagana í heimför og er góð tilbreyting frá skólabókunum.

Farin að læra.... látið heyra í ykkur :). Knús og kossar

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Þarna sjáiði hvaða ofurhetja ég er hehehe...
Stal þessu af síðunni hennar Lilju frænku. Þið þurfið að skrolla aðeins niður á síðuna til að sjá restina... eitthvað vesen á þessu og ég kann ekki nógu mikið á þetta til að laga það :).

Your results:
You are Wonder Woman























Wonder Woman
85%
Supergirl
75%
The Flash
65%
Green Lantern
55%
Superman
50%
Spider-Man
50%
Robin
45%
Hulk
30%
Catwoman
30%
Batman
20%
Iron Man
15%
You are a beautiful princess
with great strength of character.


Click here to take the Superhero Personality Test


miðvikudagur, febrúar 07, 2007

YNDISLEGT!!!!

Finnst ykkur ekki litlar, slímugar, margfætlaðar ógeðslegar pöddur gera lífið skemmilegra?.... Ekki??? Hmmm.... skrýtið... EKKI MÉR HELDUR!!!!! Ég rakst á silfurskottu inná baði hjá mér í gærkvöldi. Í fyrsta skiptið reyndar síðan ég flutti hingað inn í apríl 2003. Ég vissi það alltaf innst inni að það væri nú sennilega allt morandi í þessum kvikindum bakvið flísarnar og í öllum skúmaskotum en á meðan ég sá þær ekki var ég sátt. Ég tók fram ryksuguna áðan og tuskuna og tók allt í gegn... held ég hafi ekki náð neinni pöddu í ryksuguna samt sem áður.

Ok... svo við söfnum þessu soldið saman... Silfurskottur á baðinu, rottur í stigaganginum, pöddur í matnum, pinkulitlar ógeðslegar bananaflugur útum allt eldhús og ómannlega viðbjóðslegur umgangur í eldhúsinu. Finnst ykkur skrýtið að ég sé búin að fá nóg af þessu blessaða kollegi?

En lítum á björtu hliðarnar. Ég er að fara að byrja á nýrri og spennandi skólaönn. Ef ég bara gæti fengið bækur til að byrja að lesa þá væri þetta fínt. Alltaf sama vesenið á bóksölunni. Alltof lítið af bókum pantað inn og svo margra vikna bið í næstu pöntun. Þessi skóli er algert met. Núna stöndum við ca. 12 bekkjasystur mínar í þvílíku veseni með valkúrsinn okkar því hann er á sama tíma og grunnfagið okkar. Og það er ekkert sem neinn getur gert... við verðum bara að gjöra svo vel að redda okkur sjálfar eða skrá okkur í nýjan kúrs. Það er allt svona hjá þessari stofnun. Alveg sama hvað það er. Hmmmm... ekki voða mikið af björtum hliðum þarna hjá mér. En.... þetta fer að verða búið. Ein önn. Það verður ljúft að taka sér smá pásu :).

Ég vona að næsta færsla hjá mér verði ekki svona neikvæð og ómöguleg... vonandi birtir til fljótlega ;).

þriðjudagur, febrúar 06, 2007


Hæ hæ ...

Þá er maður komin aftur til Köben eftir að hafa verið í algeru fríi í tvær vikur. Er nú ekkert alltof sátt við að þurfa að hanga hérna eina ferðina enn en nú er síðasta BA önnin mín að hefjast og ég flyt heim í vor :) jeeeeeij. Nú er bara að taka þessa önn af hörku og svo er ég komin í pásu í ár eða tvö. Svo þegar ég fer aftur út verður það ekkert mál því þá kemur Nonni með mér :).
Núna fer ég í kúrs um kennslufræði. Svo fer ég í þvoglumælgi og raddbandavandamál. Þetta verður örugglega þrælspennandi allt saman.
Nonni kemu til mín þann 22. febrúar sem er eftir 16 daga :). Það styttir dvölina hérna, breytir öllu að hafa eitthvað til að hlakka til. Svo er ég búin að kaupa mér far heim um páskana eða 28. mars - 10. apríl. Jebb... hugurinn er svo sannarlega heima... no can do about it.

ciao

This page is powered by Blogger. Isn't yours?