<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 27, 2007


Frábær dagur að baki :)

Í dag var steikjandi hiti og glampandi sól og ég skellti mér á ströndina með Heiðu og Skarphéðni syni hennar og Helenu. Það var hrikalega gaman, heví sólarlandafílíngur í manni bara ;). Skarphéðinn sem er alveg að verða eins árs lék á alls oddi þarna og "labbaði" útum allar trissur. Hann þurfti nú hellings hjálp reyndar en ætli það sé nokkuð langt í að hann geri þetta hjálparlaust strákurinn :).

Svo fórum við Heiða í Fields eftir strandarferðina góðu og misstum okkur gjörsamlega í kaupunum. Við versluðum hreinlega frá okkur allt vit. Það er nú ekki mér líkt að ná að versla svona mikið eins og ég gerði. Ég keypti mér fjórar flíkur, geggjaðar buxur, ógeðslega töff pils, ofsalega sæta hvíta gollu og voða fínan bol. Ekki nóg með það en mín verslaði sér hvorki meira né minna en fjögur skópör!!!! Mynd af þeim hérna fyrir neðan ;) híhíhí.... Stundum verður maður bara að leyfa sér að vera skvísa... ég meina kommon ;). Hrikalega var ég ánægð eftir þessa verslunarferð. Svo reyndar keypti ég mér líka föndurdóterí til að fara að föndra :). Keypti mér nebbla tímarit um daginn þar sem í var í svaka sumarlegt föndur sem ég hreinlega féll fyrir. Þannig að ég verð bissý föndurlady næstu daga.

En tíminn flýgur eins og fyrri daginn og núna eru 18 dagar í heimför og 13 dagar í að Lilja mín og Andri Snær krúttlegi frændi minn komi til Dk. Það verður hellings fjör þegar þau koma að skella sér í tívolíið og dýragarðinn góða.

Well... varð bara að deila öllum þessum gleðifréttum með ykkur hehehehe.....



BJÚTÍFÚL skórnir sem ég keypti mér í Fields áðan :)

fimmtudagur, apríl 19, 2007


Heimsókn frá pabba :)

Pabbi kom til Danmerkur á mánudaginn til að fara á einhverja sýningu í Bella Center. Hann fór svo heim í gær um 2. Það var ofsalega gaman að fá hann og við náðum á þessum tíma að fara tvisvar út að borða, þræða nokkrar búðir (hehe ótrúlegt en satt), drekka nokkra bjóra, fara í bíó, rölta upp strikið og skoða menninguna á Nyhavn. Svo var hann svo góður að gefa mér ofsalega fallegan og sumarlegan bol.

Rósa og vinur hennar koma svo í kvöld og ég á nú eflaust eitthvað eftir að plata hana með mér í búðirnar líka ;).

laugardagur, apríl 14, 2007


Feeling hot hot hot!!

GEGGJAÐ VEÐUR MAÐUR!!!! Ég settist útá svalirnar mínar áðan í geggjaðri steik. Var bara í stuttbuxum og hlýralausum bol. Setti svo spánarmúsík í eyrun sem ég keypti mér á Benidorm 2001. Verð að viðurkenna að ég fékk bara nett nostalgíukast við að hlusta á þessa músík. Þetta var hrikalega notalegt og ég er ekki frá því að ég hafi náð mér í smá lit. Að sjálfsögðu setti ég á mig sólarvörn, alltaf svo stillt og prúð.

Ég er búin að vera að læra í dag og ákvað að verðlauna mig soldið í sólinni :). Ætla sennilega líka bara að taka daginn rólega á morgun og njóta góða veðursins. Það á að vera 21 stiga hiti á morgun skilst mér.

Rósa Björk er svo að koma í heimsókn til bestustu frænku sinnar á fimmtudaginn. Eða daginn sem pabbi fer frá dk. Hann er að koma hingað á einhverja sýningu á vegum vinnunar. Allt að gerast. Allir að koma í heimsókn. Vona bara að veðrið verði svona gott þegar þau koma.

Ég varð að monta mig aðeins af góða veðrinu hérna... múhahhahaha

seeyahhh...

fimmtudagur, apríl 12, 2007


Sumar, sumar, sumar og sól...

Jæja þá er maður mættur aftur í vorið í Köben. Alveg óhætt að segja að það sé öðruvísi veðurfar hér en heima á klaka. Núna eru tréin að verða ansi græn og mörg þeirra blómstra gulum blómum. Ofsalega sumarlegt og fallegt.

Ég var að setja upp auglýsingu fyrir húsgögnin mín núna rétt í þessu. Nú er bara að bíða og sjá hvort maður fær einhver viðbrögð.

Það eru 33 dagar í næstu heimför... hehehe veit að ég er klikkuð að telja alltaf svona niður en trúið mér það fær tímann ekki til að vera eitthvað lengur að líða og þetta er ekki það eina sem ég hugsa um. Nú er ég bara að fara að taka góða rispu í skólabókunum og ég verð komin aftur heim áður en ég veit af. Ég ætla líka að reyna að njóta góða veðursins hérna og svo ætla ég mér að versla mér helling af fötum áður en ég flyt heim. Ég hef nebbla verið ansi dugleg að losa skápinn minn af fötum sem ég nota aldrei en er ekki eins dugleg að fylla upp í hann aftur. Um að gera að kippa því í lag fyrir heimför.

Ég fæ nákvæma dagsetningu á "voksenlogo"- prófinu mínu á morgun en veit að það er einhverstaðar á milli 7.- og 15. júní. Þá á ég bara eftir að fá dagsetningu á hitt prófið mitt og í framhaldi af því get ég farið að kaupa flugfar heim í júní. Já og pabbi og Nonni geta þá líka farið að skoða hvenær þeir vilja koma út að hjálpa mér með draslið mitt heim. Maður hefði varla trúað því hvað það fylgir manni mikið af dóti. Ég er annars búin að vera dugleg að smáferma drasl með mér heim að undanförnu. Svo er pabbi að koma á mánudaginn á einhverja sýningu hérna og hann ætlar að taka einhvern slatta af dóti með sér heim fyrir mig.

Jæja, kannski ég helli mér í lestur eina ferðina enn...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?