<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 04, 2007



Jii hvað sumir eru sætir. Mig langaði bara til að óska Tinnu og Einari til hamingju með litla prinsinn sinn. Allt er þá þrennt er og nú eru strákarnir orðnir þrír innan vinkonuhópsins. Næsta barn verður pottþétt stelpa :)

6 dagar í Lilju Rún og Andra Snæ... 11 dagar í heimför :)

þriðjudagur, maí 01, 2007

Well hello

Þá er það komið á hreint hvenær stúlkan flytur til Íslands aftur :). Ég fer semsagt í próflestrar"frí" til Íslands frá 15. maí-3.júní (eftir akkúrat tvær vikur í dag jibbýýý). Svo er ég búin að panta mér far heim þann 21. júní. Nonni kemur út til mín þann 14. og pabbi og mamma koma svo þann 16. Allir að koma að hjálpa Sirrý að flytja. Svo förum við öll heim í sama flugi. Tilbreyting fyrir mig að fljúga með fleirum en sjálfri mér. Víhúú hvað það verður gaman.

Vá hvað ég verð fegin að flytja heim og vera ekki lengur í fjarsambandi frá Nonna. Og vá hvað ég verð fegin að flytja úr þessu viðurstyggilega eldhúsi (ef hægt er að kalla þetta skítabæli eldhús). Og vá hvað ég verð fegin að segja bless við stofnunina "ég-veit-ekki-neitt-ég-bara-vinn-hérna" nánar tiltekið Kaupmannahafnarháskóla. Hef aldrei kynnst annari eins rugl stofnun (sem er alltof margar og langar sögUR til að fara að þylja upp hér).

En þetta verður nú örugglega líka soldið spes. "It's like an end of an era!" svo ég vitni nú í Friends eina ferðina enn ;).

Jæja, þá hafiði allavegana dagsetningarnar á hreinu my dúlls. Seeyah in Iceland :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?