<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 04, 2007


Ferðasaga

Ég er komin aftur til Danmerkur og það í síðasta sinn í bili. Ég má til með að segja ykkur frekar klúðurslega ferðasögu.
Það byrjaði á því að ég fór um hálf tíu í gærmorgun heim til pabba og mömmu að athuga með bókunarnúmerið á fluginu mínu. Ég sem hélt ég væri á leiðinni í flug kl. 13.00 sá mér þá til skelfingar að flugið hafði verið klukkan 01.00 um nóttina. Ég var semsagt búin að missa af fluginu. Nonni hringdi þá uppí flugleiðir og tékkaði á stöðunni og ég var víst ekki sú fyrsta sem hafði flaskað á þessu. Þetta endaði með því að elskulegur faðir minn dró upp kortið sitt og splæsti ferð á bestustu dóttur sína svo hún kæmist nú út að taka prófin sín. ÞÚSUND ÞAKKIR ENN OG AFTUR ELSKU PABBI OG MAMMA!!!
Well well, þannig að ég átti nú flug kl. 13.15 og við Nonni brunuðum uppeftir. Þegar þangað var komið fengum við fljótlega að vita að fluginu seinkaði um klukkutíma. Við reyndar vorum bara frekar sátt við það þar sem okkur var þar í raun bara gefinn klukkutími í samveru í viðbót. Við skelltum okkur þá í bíltúr inní keflavík og fengum okkur ljúffengan subway. Loksins kemst ég svo af stað í þetta blessaða flug og það gengur ágætlega nema þegar við vorum að lenda fannst mér það gerast eitthvða óvenju lengi og seinlega. Flugfreyjan sagði að við myndum lenda eftir um það bil 20 mínútur en við vorum ekki lent fyrr en rúmum 40 mínútum seinna. Svo þegar ég fór að sækja farangurinn minn sá ég að það voru töskur frá ca. 5 öðrum vélum á sama færibandi og mín taska átti að vera og ALLAR töskurnar voru á seinkun. Ég mátti gjöra svo vel að bíða í EINN OG HÁLFAN TÍMA eftir töskunni minni. Ég get semsagt sagt það með sanni að ég var gjörsamlega búin á því þegar ég var komin inná herbergi um níu í gærkvöldi.

Það var yndislegt að vera heima að venju. Fór í tvær stúdentsveislur hjá sætustu Rósu frænku og sætasta Jóhanni frænda. Ég hélt uppá 25 ára afmælið mitt með pompi og prakt og það var alveg hrikalega vel heppnað og skemmtilegt. Við skelltum nokkrum svaaaaka flottum náttúrusteins flísum á forstofuna okkar og litla sólhornið með hjálp frá ofurduglega Adda. Thanx again Addi :).

En núna er ekkert annað en að hella sér í prófalestur í síðasta skipti í einhvern tíma. Finn að prófkvíðinn er farinn að læðast hægt og rólega til að finna sér búsetu í maganum mínum. Það eru 4 dagar í próf, 10 dagar í Nonna og foreldra hans, 12 dagar í mömmu og pabba og 17 dagar í heimför.... ansi margt að telja niður í hehehe....

Bæjó... koma svo með einhver komment svona rétt áður en maður flautar þetta blessaða Danmerkur blogg sitt af ;).



Sætir rassar... strákarnir ofurduglegir í flísalagningu :).

This page is powered by Blogger. Isn't yours?