<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júlí 24, 2007


Hæ elskurnar, allir þeir sem nenna að lesa þetta blogg ennþá.

Nú er mín flutt heim á klaka og líkar það vel of course :). Þar með ætla ég að hætta að þessu bloggstandi því ég sé ekki fram á að eiga eftir að blogga neitt hérna heima. Þetta blogg var upphaflega hugsað svo fólk gæti fylgst með mér í úklandinu og það tímabil er búið í bili.

Takk fyrir að hafa fylgst með dúllurnar mínar...

ciao

mánudagur, júní 04, 2007


Ferðasaga

Ég er komin aftur til Danmerkur og það í síðasta sinn í bili. Ég má til með að segja ykkur frekar klúðurslega ferðasögu.
Það byrjaði á því að ég fór um hálf tíu í gærmorgun heim til pabba og mömmu að athuga með bókunarnúmerið á fluginu mínu. Ég sem hélt ég væri á leiðinni í flug kl. 13.00 sá mér þá til skelfingar að flugið hafði verið klukkan 01.00 um nóttina. Ég var semsagt búin að missa af fluginu. Nonni hringdi þá uppí flugleiðir og tékkaði á stöðunni og ég var víst ekki sú fyrsta sem hafði flaskað á þessu. Þetta endaði með því að elskulegur faðir minn dró upp kortið sitt og splæsti ferð á bestustu dóttur sína svo hún kæmist nú út að taka prófin sín. ÞÚSUND ÞAKKIR ENN OG AFTUR ELSKU PABBI OG MAMMA!!!
Well well, þannig að ég átti nú flug kl. 13.15 og við Nonni brunuðum uppeftir. Þegar þangað var komið fengum við fljótlega að vita að fluginu seinkaði um klukkutíma. Við reyndar vorum bara frekar sátt við það þar sem okkur var þar í raun bara gefinn klukkutími í samveru í viðbót. Við skelltum okkur þá í bíltúr inní keflavík og fengum okkur ljúffengan subway. Loksins kemst ég svo af stað í þetta blessaða flug og það gengur ágætlega nema þegar við vorum að lenda fannst mér það gerast eitthvða óvenju lengi og seinlega. Flugfreyjan sagði að við myndum lenda eftir um það bil 20 mínútur en við vorum ekki lent fyrr en rúmum 40 mínútum seinna. Svo þegar ég fór að sækja farangurinn minn sá ég að það voru töskur frá ca. 5 öðrum vélum á sama færibandi og mín taska átti að vera og ALLAR töskurnar voru á seinkun. Ég mátti gjöra svo vel að bíða í EINN OG HÁLFAN TÍMA eftir töskunni minni. Ég get semsagt sagt það með sanni að ég var gjörsamlega búin á því þegar ég var komin inná herbergi um níu í gærkvöldi.

Það var yndislegt að vera heima að venju. Fór í tvær stúdentsveislur hjá sætustu Rósu frænku og sætasta Jóhanni frænda. Ég hélt uppá 25 ára afmælið mitt með pompi og prakt og það var alveg hrikalega vel heppnað og skemmtilegt. Við skelltum nokkrum svaaaaka flottum náttúrusteins flísum á forstofuna okkar og litla sólhornið með hjálp frá ofurduglega Adda. Thanx again Addi :).

En núna er ekkert annað en að hella sér í prófalestur í síðasta skipti í einhvern tíma. Finn að prófkvíðinn er farinn að læðast hægt og rólega til að finna sér búsetu í maganum mínum. Það eru 4 dagar í próf, 10 dagar í Nonna og foreldra hans, 12 dagar í mömmu og pabba og 17 dagar í heimför.... ansi margt að telja niður í hehehe....

Bæjó... koma svo með einhver komment svona rétt áður en maður flautar þetta blessaða Danmerkur blogg sitt af ;).



Sætir rassar... strákarnir ofurduglegir í flísalagningu :).

föstudagur, maí 04, 2007



Jii hvað sumir eru sætir. Mig langaði bara til að óska Tinnu og Einari til hamingju með litla prinsinn sinn. Allt er þá þrennt er og nú eru strákarnir orðnir þrír innan vinkonuhópsins. Næsta barn verður pottþétt stelpa :)

6 dagar í Lilju Rún og Andra Snæ... 11 dagar í heimför :)

þriðjudagur, maí 01, 2007

Well hello

Þá er það komið á hreint hvenær stúlkan flytur til Íslands aftur :). Ég fer semsagt í próflestrar"frí" til Íslands frá 15. maí-3.júní (eftir akkúrat tvær vikur í dag jibbýýý). Svo er ég búin að panta mér far heim þann 21. júní. Nonni kemur út til mín þann 14. og pabbi og mamma koma svo þann 16. Allir að koma að hjálpa Sirrý að flytja. Svo förum við öll heim í sama flugi. Tilbreyting fyrir mig að fljúga með fleirum en sjálfri mér. Víhúú hvað það verður gaman.

Vá hvað ég verð fegin að flytja heim og vera ekki lengur í fjarsambandi frá Nonna. Og vá hvað ég verð fegin að flytja úr þessu viðurstyggilega eldhúsi (ef hægt er að kalla þetta skítabæli eldhús). Og vá hvað ég verð fegin að segja bless við stofnunina "ég-veit-ekki-neitt-ég-bara-vinn-hérna" nánar tiltekið Kaupmannahafnarháskóla. Hef aldrei kynnst annari eins rugl stofnun (sem er alltof margar og langar sögUR til að fara að þylja upp hér).

En þetta verður nú örugglega líka soldið spes. "It's like an end of an era!" svo ég vitni nú í Friends eina ferðina enn ;).

Jæja, þá hafiði allavegana dagsetningarnar á hreinu my dúlls. Seeyah in Iceland :)

föstudagur, apríl 27, 2007


Frábær dagur að baki :)

Í dag var steikjandi hiti og glampandi sól og ég skellti mér á ströndina með Heiðu og Skarphéðni syni hennar og Helenu. Það var hrikalega gaman, heví sólarlandafílíngur í manni bara ;). Skarphéðinn sem er alveg að verða eins árs lék á alls oddi þarna og "labbaði" útum allar trissur. Hann þurfti nú hellings hjálp reyndar en ætli það sé nokkuð langt í að hann geri þetta hjálparlaust strákurinn :).

Svo fórum við Heiða í Fields eftir strandarferðina góðu og misstum okkur gjörsamlega í kaupunum. Við versluðum hreinlega frá okkur allt vit. Það er nú ekki mér líkt að ná að versla svona mikið eins og ég gerði. Ég keypti mér fjórar flíkur, geggjaðar buxur, ógeðslega töff pils, ofsalega sæta hvíta gollu og voða fínan bol. Ekki nóg með það en mín verslaði sér hvorki meira né minna en fjögur skópör!!!! Mynd af þeim hérna fyrir neðan ;) híhíhí.... Stundum verður maður bara að leyfa sér að vera skvísa... ég meina kommon ;). Hrikalega var ég ánægð eftir þessa verslunarferð. Svo reyndar keypti ég mér líka föndurdóterí til að fara að föndra :). Keypti mér nebbla tímarit um daginn þar sem í var í svaka sumarlegt föndur sem ég hreinlega féll fyrir. Þannig að ég verð bissý föndurlady næstu daga.

En tíminn flýgur eins og fyrri daginn og núna eru 18 dagar í heimför og 13 dagar í að Lilja mín og Andri Snær krúttlegi frændi minn komi til Dk. Það verður hellings fjör þegar þau koma að skella sér í tívolíið og dýragarðinn góða.

Well... varð bara að deila öllum þessum gleðifréttum með ykkur hehehehe.....



BJÚTÍFÚL skórnir sem ég keypti mér í Fields áðan :)

fimmtudagur, apríl 19, 2007


Heimsókn frá pabba :)

Pabbi kom til Danmerkur á mánudaginn til að fara á einhverja sýningu í Bella Center. Hann fór svo heim í gær um 2. Það var ofsalega gaman að fá hann og við náðum á þessum tíma að fara tvisvar út að borða, þræða nokkrar búðir (hehe ótrúlegt en satt), drekka nokkra bjóra, fara í bíó, rölta upp strikið og skoða menninguna á Nyhavn. Svo var hann svo góður að gefa mér ofsalega fallegan og sumarlegan bol.

Rósa og vinur hennar koma svo í kvöld og ég á nú eflaust eitthvað eftir að plata hana með mér í búðirnar líka ;).

laugardagur, apríl 14, 2007


Feeling hot hot hot!!

GEGGJAÐ VEÐUR MAÐUR!!!! Ég settist útá svalirnar mínar áðan í geggjaðri steik. Var bara í stuttbuxum og hlýralausum bol. Setti svo spánarmúsík í eyrun sem ég keypti mér á Benidorm 2001. Verð að viðurkenna að ég fékk bara nett nostalgíukast við að hlusta á þessa músík. Þetta var hrikalega notalegt og ég er ekki frá því að ég hafi náð mér í smá lit. Að sjálfsögðu setti ég á mig sólarvörn, alltaf svo stillt og prúð.

Ég er búin að vera að læra í dag og ákvað að verðlauna mig soldið í sólinni :). Ætla sennilega líka bara að taka daginn rólega á morgun og njóta góða veðursins. Það á að vera 21 stiga hiti á morgun skilst mér.

Rósa Björk er svo að koma í heimsókn til bestustu frænku sinnar á fimmtudaginn. Eða daginn sem pabbi fer frá dk. Hann er að koma hingað á einhverja sýningu á vegum vinnunar. Allt að gerast. Allir að koma í heimsókn. Vona bara að veðrið verði svona gott þegar þau koma.

Ég varð að monta mig aðeins af góða veðrinu hérna... múhahhahaha

seeyahhh...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?